Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 17
ÖRYGGISMÁL Björgunarskip Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, var kallað út klukkan 10.45 í gær- morgun vegna vélarvana báts, tvær sjómílur suðvestur af Skagaströnd. Um rúmlega tuttugu metra langan afturbyggð- an trébát var að ræða sem hafði fengið snurvoð í skrúfuna. Þrír menn voru um borð. Húnabjörgin fór úr höfn tólf mínútum eftir að útkall barst og kom að bátnum innan við fimmtán mínútum síðar. Hinn vélarvana bátur var dreginn til hafnar á Skagaströnd. Veður var fínt á svæðinu og því ekki talin mikil hætta á ferðum. - shá Bátur dreginn í land: Fékk snurvoð í skrúfuna UTANRÍKISRÁÐHERRAR Össur ræddi meðal annars við ítalskan starfsbróður sinn um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. UTANRÍKISMÁL Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra sat leiðtogafund Matvæla- og landbúnaðar stofnunar Samein- uðu þjóðanna í Róm í gær. Efni fundarins var fæðuöryggi. Í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins kemur fram að Össur hafi í ræðu sinni lagt áherslu á aðgerðir til að auka fæðu öryggi á komandi árum. Íslendingar væru tilbúnir til að deila þekk- ingu sinni með umheiminum í þeim efnum. Þá sat ráðherra fund með ítölskum starfsbróður sínum, Franco Frattini, um sam- skipti ríkjanna og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. - kóp Utanríkisráðherra: Situr fund um matvælaöryggi ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld undirbúa að níu hundruð íbúðir verði reistar í austurhluta Jerúsalem borgar, en Palestínu- menn gera kröfu til þess að sá hluti borgarinnar verði framtíðar- höfuðborg Palestínuríkis. Saeb Erekat, aðalsamningafull- trúi Palestínustjórnar, segir til- gangslítið að hefja samningavið- ræður þegar Ísraelar haldi áfram að byggja við hverfi gyðinga í austanverðri borginni. Ísrael hertók austurhluta borgar innar árið 1967 ásamt Vestur bakkanum og Gasa. - gb Palestínumenn ósáttir: Ísraelar huga að frekari byggð ÍRAN, AP Fimm þeirra sem tóku þátt í mótmælum í Teheran, höfuð borg Írans, í kjölfar umdeildra forsetakosninga í júní voru í gær dæmdir til dauða. Að minnsta kosti þrír aðrir úr hópi mótmælenda hafa hlotið dauðadóm. Að auki hefur 81 verið dæmdur til fangelsisvistar frá hálfu ári allt upp í fimmtán ár. Mótmælendur sökuðu stjórn- völd um kosningasvik þegar til- kynnt var að Mahmoud Ahmadin- ejad væri sigurvegari og sæti því annað kjörtímabil í embættinu. Óeirðirnar voru þær mestu í landinu í þrjátíu ár. - gb Hart tekið á mótmælendum: Fimm dæmdir til dauða í Íran SKIPULAGSMÁL Meirihluti Sjálf- stæðisflokks og óháðra í skipu- lags- og byggingarnefnd Álftaness hefur samþykkt byggingarleyfi á umdeildri sjávarlóð á Mið skógum 8. Mikll styr hefur staðið um bygg- ingu húss á umræddri lóð. Meiri- hluti Á-listans, sem sprakk í fyrra- vor, heimilaði ekki að húsið yrði reist og afmáði hana sem bygg- ingarlóð með breyttu skipulagi. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi nýja skipu- lagið hins vegar úr gildi og einnig ákvörðun bæjarstjórnar Álftaness um að neita lóðar eigendunum um byggingarleyfi. Á fundi skipulags- og byggingar- nefndar Álftaness á mánu- dag lagði fulltrúi Á-listans til að byggingarleyfis umsókninni yrði aftur hafnað „með tilvís- un í ákvæði um hverfisvernd í aðalskipulagi Álftaness 2005- 2024 og samþykkt deiliskipulag fyrir Vestur-Skógtjarnarsvæðið, enda verði samið um sanngjarnar bætur fyrir réttmætar væntingar um að þarna yrði leyft að byggja.“ Þá sagði fulltrúi Á-listans hús á bakka Skógtjarnar stríða gegn samþykktu aðalskipulagi og ákvæðum um hverfisvernd. Meirihlutinn vísaði hins vegar í lögfræðiálit sem aflað var og samþykkti umsóknina þar sem hún uppfyllti ákvæði byggingar- reglugerðar. Ítrekað var að sam- þykktin næði til framkvæmda á lóðinni ofan núverandi sjóvarnar- garðs. - gar Nýr meirihluti í bæjarstjórn Álftaness vill hlíta niðurstöðu úrskurðarnefndar: Meirihlutinn leyfir umdeilt hús á sjávarlóð MIÐSKÓGAR 8 Eftir áralangan ágreining um heimild til byggingar einbýlishúss á þessari sjávarlóð framan við íbúðarhús fyrrverandi forseta bæjarstjórnar hefur leyfið nú verið veitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FIMMTUDAGUR 19. nóvember 2009 17 Opið í útibúinu í Kringlunni til klukkan 21 í kvöld Komdu og kynntu þér úrræði vegna húsnæðis- og bílalána Að undanförnu höfum við kynnt úrræði með það að markmiði að auðvelda viðskiptavinum að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins. Má þar nefna höfuðstólslækkun og greiðslujöfnun fyrir einstaklinga á: • verðtryggðum húsnæðislánum • erlendum húsnæðislánum • bílalánum og bílasamningum Úrræðin henta viðskiptavinum misvel og við viljum hjálpa þér að vega og meta kosti þeirra og galla. Þess vegna bjóðum við viðskiptavinum að setjast niður með starfsfólki okkar í kvöld og fara ítarlega yfir þau úrræði sem eru í boði. Ekki verður opið hjá gjaldkerum. Allir viðskiptavinir Íslandsbanka velkomnir.HV ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -2 0 8 3 Starfsfólk okkar í Þjónustuverinu verður einnig við símann til kl. 21 í kvöld. Síminn er 440 4000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.