Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 20
20 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
FRÉTTAVIÐTAL: Nýr formaður Heimssýnar
Ásmundur Einar Daðason,
þingmaður VG, er nýr for-
maður Heimssýnar. Hann
er harður andstæðingur
Evrópusambandsaðildar
og telur umsókn misráðna
enda kljúfi hún þjóðina á
erfiðum tímum.
Hefur þú lengi verið einarður and-
stæðingur ESB-aðildar?
„Alveg frá því að ég fór að
fylgjast með stjórnmálum sem
var þegar ég var innan við tví-
tugt hefur mér litist illa á Evrópu-
sambandsaðild. Eftir því sem ég
skoða málið betur sannfærist ég
enn frekar um að þetta sé ekki það
sem er brýnast fyrir land og þjóð,
hvorki núna né nokkurn tíma.“
Hvað hefur mótað þá afstöðu
þína?
„Fyrst og fremst þessi sam-
þjöppun sem hefur orðið í Evrópu-
sambandinu. Þarna er í rauninni
að verða til sambandsríki. Sífellt
færist meira og meira vald til
Brussel. Í Lissabon sáttmálanum
er kveðið á um sameiginlega utan-
ríkisstefnu, forseta Evrópusam-
bandsins og opnað fyrir heimild-
ir fyrir því að Evrópusambandið
komi sér upp her. Þetta verður
alltaf þéttara og þéttara og mark-
miðið er greinilega að koma á fót
Bandaríkjum Evrópu, með sama
hætti og Bandaríki Norður-Amer-
íku. Sjálfstæði okkar og réttur til
að semja fyrir eigin hönd og setja
eigin lög færist að stórum hluta til
Brussel.
Yfirráðin yfir auðlindunum
okkar eru ekki síður mikilvæg. Það
er klárt mál að Evrópusambandið
ásælist þær. Það sem einkennir
okkur er fámennið, yfirfullt land
af auðlindum og óþrjótandi mögu-
leikar þeim tengdum. Fyrir hrun
vorum við stöndugasta þjóð heims.
Það er vegna þess að við eigum
auðlindir og þær eru fyrir Íslend-
inga. Það má ekki rugla skuldsetn-
ingu í tengslum við hrunið saman
við þetta.
Þú ert sauðf járbóndi úr
Dölunum. Fullyrt er að staða sauð-
fjárbænda geti styrkst við Evrópu-
sambandsaðild. Hreyfir það ekki
við þér?
„Margir halda því fram að undir
einhverjum kringumstæðum gætu
hugsanlega einhverjir sauðfjár-
bændur komið betur út við aðild.
En heildin og dreifðu byggðirnar
munu ekki koma betur út. Ríkis-
stuðningurinn hér við landbúnað
er framleiðsluhvetjandi. Styrkja-
kerfi Evrópusambandsins er það
ekki.
Í þessu tilliti þarf líka að hugsa
um tolla. Það er viðurkennd aðferð
að ríki verji framleiðslu sína með
tollum. Evrópusambandið ver sig
sem eitt ríki með tollum og við
hefðum ekkert um þá að segja.
Við gerum líka meiri heilbrigð-
iskröfur í landbúnaði en aðrir og
hér er lítil lyfjanotkun. Matvæla-
öryggi þjóðarinnar er líka í húfi.
Aðild myndi fylgja gríðarlegt högg
fyrir dreifðu byggðirnar þar sem
landbúnaður er undirstaða alls,
þar með talið ferðaþjónustunnar.“
Er ekki rétt að láta samninga-
viðræðurnar fara fram og sjá
hvernig samningurinn lítur út
áður en kveðið er upp úr um kosti
og galla aðildar?
„Því var haldið fram að þetta
væru einhverjar könnunarvið-
ræður og að við fengjum að sjá
hvað væri í boði. En þetta er ekki
þannig. Evrópusambandið er ekki
hlaðborð. Þar er í gildi stjórnar-
skrá sem aðildarþjóðir gangast
undir og við þurfum ekki annað
en að kynna okkur hana til að sjá
um hvað þetta snýst.
Við erum að fara í gríðarlega
kostnaðarsamt ferli sem snýst um
að samhæfa okkar lög og stofn-
anakerfi að Evrópusambandinu.
Að auki get ég sagt að þær kröf-
ur sem meirihlutinn setti fram
sem samningsskilyrði í sumar
eru með þeim hætti að engin
þjóð hefur nokkurn tíma fengið
nokkru slíku framgengt. Ég hef
enga trú á að Evrópusambandið
gefi eftir grundvallarþætti sína,
til dæmis um að stjórn fiskveiða
verði í höndum Íslendinga. Hvað
ætli Bretar og Spánverjar segðu
við því? Það getur vel verið að
við fáum tímabundnar undan-
þágur frá einhverju til að aðlag-
ast Evrópu sambandinu en það er
afar langsótt að halda fram að
slíkar undanþágur geti orðið var-
anlegar.“
Aðildarumsókn Íslands er mál
ríkisstjórnarinnar. Þú situr í þing-
flokki stjórnarflokks. Er það ekki
öfugsnúið?
„Andstaða mín við ákvörðun
um umsókn hefur aldrei dulist
neinum. Ég og fleiri þingmenn
VG létum bóka við ríkisstjórnar-
myndunina að við myndum
berjast gegn þessum áformum
Samfylkingarinnar með öllum
mögulegum ráðum. Þegar málið
var inni í þinginu í sumar vann ég
með framsóknarmönnum og sjálf-
stæðismönnum að því að reyna að
stöðva þetta. Það tókst því miður
ekki en ég mun áfram vinna með
þessum hætti.
Það er svo rétt að minna á að í
stjórnarsáttmálanum stendur að
flokkarnir séu sammála um að
virða ólíkar áherslur hvor um sig
í þessu máli og virða líka réttinn
til málflutnings og baráttu úti í
samfélaginu. Um þetta hlýtur fólk
að vita.“
Býstu við að baráttan með og á
móti Evrópusambandsaðild verði
hörð?
„Þetta er að mínu mati stærsta
mál sem Íslendingar hafa þurft að
útkljá á síðustu árhundruðum og
eðlilega verður tekist á um það.
Vonandi verður það gert með
málefnalegum hætti en það gefur
auga leið að þjóðin er klofin. Það
var varað við því að ekki ætti að
leggja í þennan leiðangur nema
pólitískt bakland væri sterkt,
bæði í þinginu og meðal þjóðar-
innar. Nú hefur komið á daginn að
svo er ekki. Kannanir sýna að sex-
tíu prósent eru andsnúin aðild.“
Getur þessi barátta orðið skað-
leg?
„Já ég held það. Og ég minni á
að ég sagði áður en þingsályktunar-
tillagan var samþykkt í sumar,
og tók þar undir með framsóknar-
mönnum og sjálfstæðismönnum,
að nú þegar við göngum í gegnum
alla erfiðleikana eftir banka-
hrunið og mesta niðurskurð
Íslands sögunnar, meðal annars í
heilbrigðis- og menntamálum, þá
væri í fyrsta lagi vitlaust að eyða
öllum þessum peningum í þetta
og í öðru lagi misráðið að ráðast
í aðgerðir sem skipta þjóðinni
í fylkingar. Þetta væri það síð-
asta sem við þyrftum núna. Við
þessu var sumsé varað. Það er
arfa vitlaust að fara af stað í þetta
núna, einmitt þegar við þurfum
svo mikið á því að halda að ná
samstöðu um ýmis mál úti í þjóð-
félaginu.“
Í ljósi þess að þú finnur Evr-
ópusambandinu flest til foráttu,
hvernig skýrir þú áhuga aðildar-
sinna?
„Þeir verða að svara fyrir sig en
við höfum ólíka sýn á hvernig
möguleikar Íslands verða best
nýttir. Myntumræðan hefur drifið
menn áfram núna og margir segja
að við verðum að ganga í ESB og
taka upp evru hið snarasta. En
þetta virkar ekki þannig. Það er
er mjög langt í að við uppfyllum
Maastricht-skilyrðin fyrir upp-
töku evru.
Mér finnst sjálfsagt að skoða
það að taka upp aðra mynt en um
leið þyrfti að skoða hvort raun-
hæft sé að vera áfram með krón-
una. Í öllu falli þurfum við ekki
að ganga í ríkjasamband og afsala
okkur fullveldi og auðlindum til
þess eins að taka upp nýja mynt.“
ESB-umsókn arfavitlaus
þegar þörf er á samstöðu
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk sam-
tök fólks sem telur hagsmunum Íslendinga best borgið með því að standa
utan Evrópusambandsins.
Hreyfingin var stofnuð í júní 2002. Ragnar Arnalds, fyrrverandi
þingmaður og ráðherra, gegndi formennsku frá stofnun og þar til um helg-
ina. Ásmundur Einar Daðason alþingismaður er nýr formaður og Heiðrún
Lind Marteinsdóttir lögmaður er varaformaður. 43 sitja í stjórninni og eru
margir í þeim hópi kunnir af störfum sínum í stjórnmálum, viðskiptum
og fleiru. Má þar nefna Önnu Ólafsdóttur Björnsson, Atla Gíslason, Birnu
Lárusdóttur, Bjarna Harðarson, Egil Jóhannsson, Frosta Sigurjónsson,
Guðna Ágústsson, Pál Vilhjálmsson, Pétur Blöndal, Ragnar Arnalds, Ragnar
Sæ Ragnarsson, Sigurð Kára Kristjánsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Styrmi
Gunnarsson og Þórhall Heimisson.
Vefur Heimssýnar er á heimssyn.is
ÍSLENDINGUM BETUR BORGIÐ UTAN ESB
FORMAÐUR HEIMSSÝNAR Ásmundur Einar Daðason hefur verið andsnúinn
Evrópusambandsaðild alveg frá því að hann hóf að fylgjast með stjórnmálum.
Andstaða hans hefur styrkst eftir því sem árin hafa liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Norðfi rðingafélagið heldur upp á 80 ára afmæli
Neskaupstaðar í Fella- og Hólakirkju fi mmtudaginn
19. nóvember kl. 20:00.
Stjórnin
Aðalfundur
GO og GOF 2008
verður haldinn í golfskálanum Urriðavelli fi mmtudaginn
26. nóv. nk. kl. 20:00
Dagskrá:
• Kosning fundastjóra og fundarritara, eftir tillögu stjórnar.
• Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp.
• Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir liðins starfsárs
• Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt.
• Umræður og atkvæðagreiðslur um lagabreytingar og tillögur
félaga
• Kosning stjórnar og varamanna í stjórn
• Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara
• Önnur mál
TÖLVUR Þriðja hver
fartölva verður ónýt
innan þriggja ára.
Þetta er niðurstaða
rannsóknar sem
bandaríska fyrir tækið
SquareTrade fram-
kvæmdi og greint er
frá á vef Aften posten.
Fyrirtækið skoðaði
viðgerðarsögu þrjá-
tíu þúsund tölva á
þremur árum og
komst að þeirri
niðurstöðu að litlar fartölvur, sem
kallaðar eru á ensku
netbooks, bila oftast.
A n n a r s e r u
ódýrustu fartölv-
urnar þær lélegustu,
samkvæmt Square-
Trade, sem segir
ASUS-tölvur standa
sig best og HP verst.
Fyrirtækið Square-
Trade hefur lifi-
brauð af því að selja
tryggingar fyrir
kaupendur heimilis-
tölva. - sbt
Rannsókn á endingu tölva:
Þriðja hver fartölva ónýt
innan þriggja ára
FRÉTTAVIÐTAL
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON
bjorn@frettabladid.is
Evrópusambandið tekur á sig nýja mynd þegar Lissabonsáttmálinn tekur gildi
í byrjun næsta mánaðar.
■ Hvenær tekur hann gildi?
Lissabonsáttmálinn gengur í gildi 1. desember næstkomandi. Leiðtogar Evr-
ópusambandsríkjanna undirrituðu sáttmálann í Lissabon í Portúgal þann 13.
desember árið 2007. Áður en hann gæti tekið gildi þurftu öll aðildarríkin þó
að staðfesta hann. Upphaflega stóðu vonir til þess að sáttmálinn gæti tekið
gildi í byrjun þessa árs, en það tafðist þegar Írar höfnuðu sáttmálanum í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Eftir að Evrópusambandið hafði komið til móts við helstu
gagnrýnisatriði Íra var sáttmálinn á ný borinn undir þjóðina, sem samþykkti
hann loks í október síðastliðnum. Eftir það staðfestu bæði Pólverjar og Tékkar
sáttmálann, en forsetar þessara tveggja ríkja höfðu dregið það í lengstu lög
vegna óánægju sinnar með hann.
■ Hvaða breytingar verða helstar?
Tvö ný embætti verða stofnuð þegar sáttmálinn gengur í gildi. Annað er
embætti forseta leiðtogaráðsins, sem verður í reynd eins konar forsetaemb-
ætti Evrópusambandsins. Forsetinn er kosinn af leiðtogaráðinu og situr í tvö
og hálft ár. Hitt er embætti fulltrúa utanríkis- og öryggismála, sem verður eins
konar utanríkisráðherra sambandsins. Með Lissabonsáttmálanum tekur einnig
ný mannréttindaskrá Evrópusambandsins gildi.
Evrópuþingið fær meiri völd með Lissabonsáttmálanum og þjóðþing
aðildarríkjanna fá einnig aukin áhrif í lagasetningarferli sambandsins. Einnig
verður í fyrsta sinn í lögum sambandsins að finna ákvæði um að ríki geti sagt
sig úr Evrópusambandinu,
sem til þessa hefur verið
illframkvæmanlegt, þó ekki
hafi það verið útilokað og
Grænland hafi gert það árið
1985. Ýmsar fleiri breytingar
verða á starfsemi og stjórn-
kerfi Evrópusambandsins. Til
að mynda er ákvæði um að
ein milljón íbúa geti tekið sig
saman og sent framkvæmda-
stjórninni tillögur, sem taka
þarf til skoðunar.
FBL-GREINING: LISSABONSÁTTMÁLI EVRÓPUSAMBANDSINS
Breytt fyrirkomulag