Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 26

Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 26
26 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Velta: 47,9 milljónir OMX ÍSLAND 6 806 +0,30% MESTA HÆKKUN ÖSSUR 0,37% MAREL 0,15% MESTA LÆKKUN HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 166,00 +0,00% ... Bakkavör 1,50 +0,00% ... Føroya Banki 134,00 +0,00% ... Icelandair Group 4,00 +0,00% ... Marel 68,00 +0,15% ... Össur 136,50 +0,37% Ósáttur við rannsókn Regin Freyr Mogensen, yfirlögfræðingur Kaupþings, hætti störfum í vikunni. Hann var nýsestur í stjórn 1998 ehf., móðurfélags Haga, í nafni bankans. Regin var einn af þremur stjórnar- mönnum og hafði þar Kaupþing tvo á móti Jóhannesi Jónssyni, stofnanda Bónuss. Regin sagði í samtali við Vísi í fyrradag brotthvarf sitt úr bankanum ekki tengjast stjórnarsetunni. Heyrst hefur að stjórn Kaupþings hafi látið undan pólitískum þrýstingi og fengið utanaðkomandi aðila til að kanna hvort Regin hafi farið út fyrir heimildir í stjórn 1998. Niður- staðan mun hafa verið sú að svo var ekki. Eftir því sem næst hefur komist var Regin ósáttur við van- traustið sem fólst í rannsókninni og sagði starfi sínu lausu. Ekki náðist í Regin til að bera þetta undir hann þegar eftir því var leitað í gær. Ókeypis og ekki nýtt Og meira af Kaupþingi. Bankinn kynnir við- skiptavinum sínum um þessar mundir það kostaboð að þeir geti lækkað yfirdráttarheimildir sínar í netbankanum eftir hentugleika. Breyting- unni fylgja hvorki skilyrði né skuldbindingar og gefur þetta viðskiptavinum bankans færi á að ráða sjálfir ferðinni þegar kemur að því að lækka greiðslubyrð- ina. Flestir eru með yfirdráttarheimildir og nýta margir hana ekki. Á mannamáli má segja að yfirdráttarheimild sem kosti ekki neitt sé svipað brauði sem maður kýs að kaupa ekki. Það kostar ekki neitt. Peningaskápurinn... Umtak, félag sem heldur utan um fasteignir olíufélagsins N1, skuldaði 13,5 milljarða króna í lok árs 2007. Í lok ársins átti félagið eignir á móti skuldum, eða fyrir tæpa 14,4 millj- arða króna. Skuldirnar eru að mestu í evrum, svissneskum frönkum og japönsk- um jenum og standa eftir hrun krón- unnar nú í tæpum tuttugu milljörð- um króna. N1 stofnaði Umtak í ársbyrjun 2007. Félagið hefur ekki skilað árs- reikningi fyrir síðasta ár. Sævar Þór Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Umtaks, segir hafa verið skrifað undir ársreikning um mitt ár og hafi honum verið skilað til ársreikningaskrár. Þá sé það því miður algengt að lán fyrirtækja í erlendri mynt hafi hækkað mikið við fall krónunnar. Hann segir öll lán í skilum og enga gjalddagar í nánustu framtíð. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að framkvæmdastjórar N1, sem eru með afkomutengd laun, hafi síðustu daga verið að innleysa bónusa sína. Þeir nemi í einhverj- um tilvikum tugum milljóna króna. Ástæðan mun ótti þeirra við að lán- ardrottnar félagsins kunni að taka það yfir. N1 er með 1,5 milljarða króna lán á gjalddaga fyrir mitt næsta ár og sjö milljarða á gjalddaga árið eftir. - jab Fasteignafélag N1 skuldum hlaðið Skilanefnd Glitnis hefur enn ekki fundið hvar skuldabréfakrafa upp á 140 milljarða króna liggur í bók- haldi þrotabús gamla bankans. Glitnir gaf skuldabréfið út á fyrri hluta síðasta árs. Fyrir hálf- um mánuði kom upp á fundi með kröfuhöfum að krafan, sem jafn- gildir fimm prósentum af heildar- kröfum í búið, stemmdi ekki við bókhaldið og var endurskoðenda- fyrirtækið Deloitte fengið til að skoða málið. Árni Tómasson, for- maður skilanefndar Glitnis, sagði í samtali við Fréttablaðið í kjölfarið ekkert óeðlilegt þurfa að vera við misræmið. Skuldabréfið kunni að vera fært undir öðrum bókhalds- lið. Niðurstöðu var vænst á föstu- daginn var. Leitin stendur hins vegar enn yfir og mun tilkynning um málið verða gefin út fljótlega, samkvæmt upplýsingum frá skilanefndinni. Ekki liggur fyrir hver á skulda- bréfið en frestur til að skila inn kröfu í bú Glitnis rennur út eftir viku. Reiknað er með því að þorri krafnanna skili sér í búið síðustu dagana fyrir lokafrestinn. - jab Skuldabréfið ófundið ÚR VERSLUN N1 Félag sem heldur utan um fasteignir olíufélagsins N1 skuldar milljarða í erlendri mynt. BLAÐAÐ Í PAPPÍRUM Enn er unnið að því að stemma af bókhald þrotabús Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fjögur fyrirtæki, Eskill, Land- steinar strengur, Kögun og Skýrr, hafa verið sameinuð undir heiti þess síðastnefnda. Gestur G. Gestsson hefur verið ráð- inn forstjóri, en hann var áður framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone og stýrði þar áður Marg- miðlun. Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, og Sigurjón Pétursson, for- stjóri Landsteina Strengs, munu láta af störfum hjá fyrirtækinu. Sigrún Eva Ármannsdóttir, for- stjóri Eskils, og Bjarni Birgis- son, forstjóri Kögunar, munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Sameininguna bar brátt að; starfs- fólki var tilkynnt um hana í gær og forstjórar kvöddu starfsfólk sitt. Starfsfólk sameinaðs fyrirtæk- is er um 320 talsins og áætlaðar tekjur árið 2009 eru tæplega fimm milljarðar króna. Viðskiptavinir þess eru um þrjú þúsund talsins. „Við sameininguna verða hags- munir viðskiptavina í hvívetna hafðir að leiðarljósi. Hið nýja sam- einaða fyrirtæki hvílir á sterk- um stoðum gömlu fyrirtækjanna, sem öll hafa náð góðum árangri og áunnið sér eftirsóknarvert orðspor úti í atvinnulífinu,“ segir hinn nýráðni forstjóri. - kóp Fjögur fyrirtæki í eina sæng GESTUR G. GESTSSON Nýi forstjórinn kemur frá Vodafone og tekur við rekstri fyrirtækisins. Um 320 manns vinna hjá nýja fyrirtækinu. Saga Investments býður 1,7 milljarða króna fyrir Íslenska erfðagreiningu. Erlendir fjölmiðlar segja DeCode hafa runnið út á tíma. Þeir hafa áhyggjur af lífsýnabanka Íslenskrar erfðagreiningar. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa birt fréttir um greiðslustöðvun DeCode, sem lögð var fram í Dela- ware í Bandaríkjunum á þriðjudag. Þeir eru sammála um að sala á genaprófum hafi ekki staðist vænt- ingar, handbært fé fyrirtækisins brunnið upp og það lent í greiðslu- erfiðleikum. Á sama tíma og greiðslustöðvun deCode var lögð fram gerði fjár- festingarfélagið Saga Investments bindandi tilboð í reksturinn. Til- boðið hljóðar upp á fjórtán millj- ónir dala, jafnvirði 1,7 milljarða íslenskra króna. Þar af er ellefu milljónum ætlað að duga á greiðslu- stöðvunartíma DeCode sem endar í janúar, að sögn Bloomberg-frétta- veitunnar. Nokkrir netmiðlar sögðu í gær kaupin tímabundna lausn. Hætt væri við að félagið færi á hliðina innan nokkurra ára, rættist ekki úr áætlunum. Breska dagblaðið Times varaði við því að nýir eigendur fyrir- tækisins kynnu með kaupunum að komast yfir dýrmætan lífsýna- banka Íslenskrar erfðagreining- ar og gætu nýtt hann með öðrum hætti en upphaflega hefði staðið til. Í safni Íslenskrar erfðagrein- ingar (ÍE) eru lífsýni 140 þúsund Íslendinga. Álíka mikið af gögn- um er frá erlendum einstakling- um. Persónuvernd hefur lýst yfir áhyggjum af afdrifum safnsins. Kári Stefánsson, forstjóri DeCode, segir í samtali við Frétta- blaðið ÍE eiga lífsýnabankann og lúti hann afar ströngum skilyrðum Persónuverndar og fleiri eftirlits- aðila. Ekki komi til greina að skilja hann frá félaginu. Sé það stefnan verði ekkert úr sölunni á Íslenskri erfðagreiningu. jonab@frettabladid.is Lífsýnasafnið ekki til sölu ÚR HÚSAKYNNUM ÍE Fjölmargir hafa áhyggjur af afdrifum verðmæts lífsýnabanka Íslenskrar erfðagreiningar. Í honum eru gögn þrjú hundruð þúsund einstaklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veldu það sem þú þarft Við komum með það til þín, fyllum á og tryggjum að vinnustaðurinn þinn eigi alltaf allt til alls. Virðisaukaskattskyld velta fyrirtækja í júlí og ágúst nam 460,1 milljarði króna í júlí og ágúst. Þetta er 0,7 prósenta samdráttur að nafnvirði á milli ára. Að teknu tilliti til verðlags- þróunar er samdrátturinn rúm tíu prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Nýja Landsbankans (NBI). Af tíu atvinnugreinum hefur veltan í flugsamgöngum aukist mest að nafnvirði, um tæpan þriðjung. Samdrátturinn er mestur í bygginga- og mann- virkjagreinunum en veltan þar hefur dregist saman um tæp fimmtíu prósent. - jab Veltan dróst saman um 10%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.