Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 28
28 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Íslenzk spilling er nú almælt í öðrum löndum. Hvernig ætti annað að vera? Mikill fjöldi útlendinga hefur beðið stórfellt tjón af viðskiptum sínum við íslenzka banka og kallar á upplýs- ingar og uppgjör og engar refjar. Skaði erlendra lánardrottna bank- anna, fjárfesta og annarra er nú talinn nema um fimmfaldri lands- framleiðslu Íslands. Við þá tölu þarf að bæta eignatjóninu, sem Íslendingar urðu sjálfir fyrir, þegar bankarnir hrundu, en það er nú metið á um tvöfalda lands- framleiðslu. Fjárskaðinn allur er því nú talinn nema um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands eins og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lýst. Reynist þetta mat rétt, hefur ekk- ert bankahrun í samanlagðri hag- sögu heimsins valdið öðru eins fjártjóni miðað við umfang þjóðar- búskaparins, og er þá ýmislegt enn ótalið, svo sem aukin skulda- byrði heimila og fyrirtækja af völdum hrunsins og ýmis kostn- aður vegna uppgjörsins. Og þá er enn ótalið það, sem mestu skipt- ir: álitshnekkir landsins. Hann verður ekki metinn til fjár. Góður orðstír deyr aldregi, segir í Háva- málum. Það getur tekið Ísland langan tíma að endurheimta glat- aðan orðstír og gagnkvæmt traust innan lands og utan. Fregnir frá Íslandi Erlendir blaðamenn reyna skiljan- lega að grafast fyrir um tildrög hrunsins til að geta upplýst les- endur sína um þau. Brezka stór- blaðið Financial Times lagði alla forsíðu helgarblaðs síns um síð- ustu helgi og meira til undir frá- sögn af starfi Evu Joly á Íslandi. Joly segir þar, að hneykslið á bak við bankahrunið sé umfangsmeira en Elf-hneykslið í Frakklandi fyrir áratug, en það var fram að hruni talið mesta fjármála- hneyksli álfunnar eftir stríð. Hún ætti að vita það, hafandi stjórnað rannsókninni. Joly kom þrem yfirmönnum ríkisolíufélagsins Elf-Aquitaine (og eiginkonu eins þeirra) bak við lás og slá fyrir fjárdrátt, en þau vörðust með þeim rökum, að ríkisstjórnin hefði verið höfð með í ráðum frá degi til dags. Dómsmálaráðherrann sagði af sér. Réttarhöldin sviptu hulunni af fjárdrætti, mútum og spillingu í efstu lögum stjórnkerfisins, þótt aðeins fjórir sakborningar af 37 fengju fangelsisdóma auk fjár- sekta. Lífverðir þurftu að gæta Joly dag og nótt í sex ár. Eva Joly lofar ákærum hér heima fyrir lok næsta árs. Hún er bezta trygging þjóðarinnar fyrir því, að rannsókn hrunsins verði ekki einskær hvítþvottur eins og bersýnilega stóð til í byrj- un og saksókn ríkisins renni ekki út í sandinn. Dagbladet í Noregi birti fyrir nokkrum dögum frétt um, að tveir þriðju hlutar Íslend- inga teldu stjórnsýsluna spillta. Blöð í öðrum löndum flytja tíðar fregnir af þessum toga. Íslending- ar ættu að fagna slíkum frétta- flutningi, því að hann eykur lík- urnar á, að rannsókn hrunsins og saksókn ríkisins að henni lok- inni skili árangri. Hér er mikið í húfi. Íslendingar geta aldrei bætt útlendingum nema brot af þeim skaða, sem bankarnir og banda- menn þeirra hafa valdið. Þeim mun brýnna er, að Íslendingar rétti umheiminum sáttahönd og heiti því að afhjúpa sannleikann um tildrög hrunsins og draga ekk- ert undan, hversu illa sem nakinn sannleikurinn kann að koma sér fyrir innlenda menn. Aðeins þannig getur landið vænzt þess að endurheimta traust umheimsins. Bréf framkvæmdastjóra AGS Fyrir skömmu fékk hópur manna, sem hafði beint spurningum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og beðið um fund með forstjóra sjóðsins, svar frá forstjóranum, Dominique Strauss-Kahn. Þar segist hann sammála hópnum um, að upptök kreppunnar á Íslandi megi rekja til bankanna. Hann segir (í þýð- ingu minni): „Bankarnir tóku of mikla áhættu, og eftirlit og reglu- verk brugðust. Grunnurinn var lagður með einkavæðingu bank- anna, en hún átti sér ekki stað að undirlagi AGS: sjóðurinn hafði ekki þá og hefur yfirhöfuð ekki markað sér þá stefnu, að bankar skuli einkavæddir.“ Forstjórinn lýsir því í bréfinu, að krafan um lausn IceSave-deilunnar sé krafa Norður landa, og án fulltingis þeirra hefðu endar ekki náð saman. Hann segir, að án efna- hagsáætlunarinnar og aðstoðar sjóðsins hefði gengi krónunnar fallið mun meira en raun varð á og samdráttur framleiðslu og atvinnu orðið meiri en ella. Allt er þetta satt og rétt frá mínum bæjar- dyrum séð, svo sem ég hef lýst áður á þessum stað. Ekki kemur á óvart, að þeir, sem mesta ábyrgð bera á hruninu, reyni að skella skuldinni á sjóðinn. Hitt kemur mér á óvart, að fólk, sem ber enga ábyrgð á hruninu, skuli bergmála gamla gagnrýni á sjóðinn með háreysti og reyna að draga hann til ábyrgðar á ástandinu nú. Slíkar ásakanir hneigjast til að dreifa athygli almennings frá ábyrgð inn- lendra sökudólga. Ísland á allra vörum Í DAG | Rætur kreppunnar ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Glódís Perla Viggósdóttir, Hulda Margrét Erlingsdóttir og Harpa Björnsdóttir skrifa um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Í 6. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi til lífs og þroska segir að sérhvert barn eigi meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildar- ríkin tryggja að það megi lifa og þroskast. Allir einstaklingar undir átján ára aldri eru börn. Börn í bágstöddum löndum þurfa að hafa mikið fyrir öllu, t.d. drykkjarvatni sem við hin mynd- um flokka sem allt of óhreint til að jafnvel þvo fötin okkar upp úr. En vatn er ein aðalundirstaða alls lífs á jörðu. Við á Íslandi höfum rétt á menntun sem við fáum svo sannarlega. Öll börn eiga rétt á mennt- un en ekki eru aðstæður alltaf til þess, annað hvort vegna stríða í löndunum eða fjárhags. Ómenntaður einstaklingur er ekki með full- þjálfaðan heila og er því ekki fullfær um að taka mikilvægar ákvarðanir sem varða framtíðina. Börn sem fá ekki menntun vita ekki betur en að framtíð þeirra felist í því að vinna allan daginn, eiga erfitt líf og bera skyldu til að ná sér í pen- inga með hvaða hætti sem er. Börn eiga rétt á að vita betur, fá fræðslu og njóta þess að vera til. Þau eiga að vakna á hverjum degi með það í huga að þau eigi von. Á Íslandi höfum við það gott en við kunnum ekki alltaf að meta það. Krakkar kvarta undan skólanum, fullorðnum þykir vinnan sín leiðinleg og ef eitthvað fer úrskeiðis lítum við oft neikvætt á það. Kreppan er gott dæmi um það. Sumir fá ekki menntun og aðrir fá enga vinnu og/eða tækifæri. Fjölskyldur í þróunarlöndunum líta ekki alltaf með neikvæðni á líf sitt þrátt fyrir fátæktina. Þá litlu en björtu von sem þær hafa nýta þær sér til að byggja upp sterkari fjöl- skyldubönd og betra líf. Allir í fjölskyldunni treysta og styðja hver annan í einu og öllu og hjálpast að við að halda í vonina. Þetta gætum við Íslendingar tekið okkur til fyrirmyndar. Höfundar skrifa fyrir hönd ungmennaráðs Barnaheilla. Réttindi barna til lífs og þroska skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði Fáðu ódýraumfelgun ogjafnvægisstillingu Framsýnin Baldur Guðlaugsson tilkynnti þáver- andi samstarfsfólki sínu í mennta- málaráðuneytinu að hann hefði ákveðið að láta af störfum 23. síðasta mánaðar. Í bréfinu sagði Baldur umfjöllun fjölmiðla um viðskipti hans með hlutabréf í Landsbanka Íslands, og rannsókn á þeim viðskiptum, hafa truflað dagleg störf hans, auk þess sem hún væri til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á starf og trúverðugleika ráðuneytisins. Segja má að hann hafi verið framsýnn, umfjöllun fjölmiðla um að eignir Baldurs hafi verið kyrrsettar vegna rann- sókna á meintum innherjasvikum hefði mögulega sett blett á trúverðugleika ráðuneytisins. Upplýsingafulltrúinn Í Varnarmálastofnun vinna 46 fastir starfsmenn, álíka margir og í Vestur- bæjarskóla, en þar eru starfsmenn 41. Sá er munur á þessum tveimur stofnunum að sú fyrrnefnda hefur ákveðið að hún verði að hafa upp- lýsingafulltrúa og ráðið Svanborgu Sigmarsdóttur tímabundið í það starf. Vafasamt er að Svanborg sé komin í framtíðarstarfið, enda mál manna að tímaspursmál sé hvenær stofnunin verði lögð niður. Vanhæfur landsdómari Styrmir Gunnarsson veltir upp þeirri alvarlegu spurningu í nýrri bók sinni, Umsátrinu, hvort vera kunni að einhverjir ráðherrar þjóðarinnar verði dregnir fyrir lands- dóm og látnir sæta ráðherraábyrgð vegna athafna sinna og athafna- leysis í aðdraganda og eftirmálum bankahrunsins. Af því ærna tilefni væri ekki úr vegi að hreinsa aðeins til í landsdómnum. Einn af kjörnum varamönnum hans er nefnilega ekki bær til þeirrar setu, starfs síns vegna. Sá heitir Unnur Brá Konráðsdóttir og er nú orðinn alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Og eðlilega eru þing- menn ekki kjörgengir í landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is stigur@frettabladid.is A tvinnuleysi er nýr veruleiki á Íslandi. Hér hefur um langt árabil verið næga atvinnu að hafa en á fáeinum mánuðum í vetur sem leið fór atvinnuleysi úr nánast engu upp í hátt í tíu prósent. Vinna jókst aftur þegar voraði en þegar kom fram á haustið fór atvinnuleysið að aukast að nýju og búist er við því að það verði ekki minna í vetur en raunin var í fyrravetur. Fjöldi atvinnulausra í landinu stendur nú í tæplega þrettán þúsundum og gert er ráð fyrir að um sautján þúsund manns verði atvinnulausir á Íslandi um næstu áramót. Á höfuðborgarsvæðinu hefur fjöldi viðskiptavina Vinnu- málastofnunar tífaldast milli ára. Á sama tíma hefur náms- og starfsráðgjöfum við stofnunina fjölgað úr sjö í tíu. Við blasir að þessi fámenni hópur annar hvergi nærri margföldum fjölda við- skiptavina. Margir menntaðir náms- og starfsráðgjafar eru þó án atvinnu en Vinnumálastofnun skortir fé og fjölgun starfsmanna stofnunarinnar hefur einkum verið í hópi þeirra sem sinna bóta- útreikningum og greiðslum til atvinnulausra. Þórdís Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Vinnumála- stofnun, bendir í forsíðufrétt blaðsins á þá staðreynd að miðað við að hver ráðgjafi nái til 800 til 1000 einstaklinga á mánuði taki það tólf mánuði að ná til allra þeirra sem séu á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að þetta er fjarri því nægjanlegt utanumhald. Vitað er að atvinnuleysi er hættulegt bæði andlegri og líkam- legri heilsu. Fjárskortur er þó það sem hamlar fjölgun ráðgjafa til að koma til móts við þennan hóp og lágmarka það tjón sem langtímaatvinnuleysi veldur honum. Hætt er við að sá sparnaður eigi eftir að koma í bakið á þjóðinni síðar. Það er ekki síst unga fólkið sem fer illa út úr atvinnuleysi og því er nauðsynlegt að halda þeim hópi virkum. Það krefst stöðugs utanumhalds um hópinn og einnig framboðs á úrræðum sem eru til þess fallin að byggja upp einstaklingana, viðhalda virkni þeirra og búa þá undir að takast á við margbreytileg störf í framtíðinni. Nú stendur yfir vinna í félags- og tryggingamálaráðuneytinu sem beinist að því að veita hluta bótagreiðslna til virkni- og náms- úrræða. Þetta er skref í rétta átt sem ber að fagna, ekki síst ættu forsvarsmenn launafólks að gera það. Bregðast verður við atvinnuleysinu með markvissum aðgerðum og nýta þá reynslu sem skapast hefur í þeim löndum þar sem atvinnuleysi hefur verið landlægt. Ef ekki verður brugðist við getur hér farið eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar að hér vaxi upp kynslóð sem ekki þykir það endilega sjálfsagður hluti af fullorðinslífi að vera í starfi og afla tekna. Þetta er veruleiki sem enginn óskar sér. Horfast verður í augu við að hér dugar ekki að tala og skrifa skýrslur heldur verða að koma til aðgerðir. Hugmyndaauðgi er góð og gild og forsenda allrar þróunar. Hins vegar verður fjármagn að koma til líka. Annað gæti reynst dýrt til framtíðar. Vinnumálastofnun heldur ekki í við fjölgun atvinnulausra. Getur eitt viðtal á ári verið nóg? STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.