Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 30

Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 30
30 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Á ártíð hrunsins UMRÆÐAN Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um hrunið Rúmt ár er liðið frá hruni íslenska fjármálakerfisins. Tímamótin eru tilefni ártíðar, en það er minningardagur sem er haldinn þegar ár er liðið frá and- láti. Það sem dó var samfélagsgerð byggð á falskri hugmyndafræði. Árið hefur reynst samfélaginu erfitt. Hvert áfallið hefur rekið annað. Skelfileg ný mál hafa ítrek- að komið í ljós. Endurreisn hefur gengið hægt. Hér skal þó ekki lagst á sveif með þeim sem telja að ekkert hafi verið gert. Vandinn sem við er að glíma er slíkur að íslensk stjórnmála- stétt hefur aldrei staðið frammi fyrir neinu viðlíka. Stjórnmála- og embættismenn voru ekki undirbúnir og gátu ekki brugðist fumlaust við. Fleira hefur þó verið gert en við munum frá degi til dags. Það eitt að félagsleg upplausn í kjölfar hrunsins risti ekki dýpra en raun ber vitni sýnir það glöggt. Hvar er „nýja Ísland“? Í byltingunni síðastliðinn vetur fæddist draumur um „nýtt Ísland“, gagnsætt og réttlátt samfélag sem reist yrði úr rústum hins gamla. Hugmyndin var að segja skilið við kunningjasamfélagið, sam félag einkavinavæðingar, helminga- skiptareglu, þöggunar og kross- eignatengsla Ári eftir hrun er það áleitin spurning hvað líði þeirri gagngeru uppstokkun sem bús- áhaldabyltingin krafðist. Er „nýtt Ísland“ í vændum eða erum við á leið í gamla farið? Hvert stefnum við ef skuldir útrásarvíkinga verða afskrifaðar án þess að þeir missi fé í skatta- skjólum, eignarhald á fyrirtækj- um, meirihluta í hlutafélögum, gjafakvóta eða annan feng frá dögum „hins gamla Íslands“? Það væri merki um að „hið gamla“ hafi borið sigurorð af „hinu nýja“. Verði stjórnmálaleiðtogum sem þjóðin hafnaði veittar vegtyllur að gömlum sið er það merki um hið sama. Ef embættismenn sem rannsóknarnefnd Alþingis sýnir að hafi brugðist verða að nýju lykil- persónur í samfélaginu bendir það enn í sömu átt. Hrunið afhjúpaði gerðir kaupahéðna. Bylting og kosningar kváðu upp dóm yfir stjórnmálamönnum. Í tilfelli emb- ættismanna verðum við að bíða skýrslna sem birtast á nýju ári. „Hið nýja Ísland“ verður ekki til án uppgjörs og raunverulegra sinnaskipta. Það verður sumum sárt. Við skulum þá hafa hug- fast að sársauki í íslensku sam- félagi er ekki öllum ókunnur – til dæmis ekki þeim sem að ósekju urðu fyrir höggi hrunsins. Krafa um uppgjör verður þó að miða að réttlæti en ekki hefnd. Gleðileg breyting Lítum þó ekki framhjá því að sitthvað hefur breyst. Víða má sjá merki samstöðu. Fé safnast fyrir góð málefni. Fyrirtæki og einstaklingar leggja kirkjum og mannúðarsamtökum lið. Sjálf- boðaliðar koma til starfa í hjálpar- starfi innlendu sem erlendu. Miklu fleiri taka til máls en áður. Fólk hræðist ekki eins og áður að kveða upp úr með það hvað því finnst rétt og hvað rangt. Enginn er þess lengur umkominn að hafna því að mál séu á dagskrá. Á sama tíma hefur traust á valdastofnunum minnkað. Það er að sumu leyti gott. Það er ætíð hættulegt að treysta valdi í blindni. Á hinn bóginn þarf fólk að geta treyst helstu stofnunum samfélagsins, geta treyst réttlátri málsmeðferð lögreglu og dóm- stóla, treyst því að engir annar- legir hagsmunir stjórni gerðum þingmanna, treyst því að eftirlits- stofnanir séu í raun sjálfstæðar. Til þess að öðlast traust verða almannastofnanir að sýna í verki að þeim sé treystandi. Ódýrt traust er ekki lengur til. Krafa um samstöðu Á ártíð hrunsins er þess krafist af stjórnmálamönnum að þeir slíðri sverð og vinni sem samstilltur hópur að lausn þeirra mála sem á okkur hvíla. Þeir láti stjórnast af einlægum vilja til uppbyggingar, virðingu fyrir pólitiskum and- stæðingum, gagnkvæmu trausti og rödd samviskunnar. Þegar við merkjum að þeir vinni með þetta að leiðarljósi munum við fylgja þeim jafnvel um grýtta slóð. Það er eina leiðin í átt til „nýja Íslands“. Þótt á móti blási megum við aldrei slá af kröfunni um félags- legt réttlæti og velferð öllum til handa, einkum þeim sem standa höllum fæti. Stöndum ennfremur vörð um landið, náttúru þess og auðlindir. Krafan er sú að fram- undan sé betra og réttlátara sam- félag en það sem við kvöddum fyrir ári. Höfundar eru guðfræðingar. ANNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR BALDUR KRISTJÁNSSON PÉTUR PÉTURSSON HJALTI HUGASON SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR UMRÆÐAN Sigurður Líndal skrifar um Icesave-málið Senn virðist líða að því að svokallað Icesave- mál verði afgreitt með lögum frá Alþingi. Eins og kunnugt er samþykkti þingið 2. september sl. lög nr. 96/2009 þar sem heimiluð er ríkisábyrgð á láni Tryggingar- sjóðs innstæðu eigenda frá Bret- um og Hollendingum samkvæmt samningum frá 5. júní sl. Í lög- unum voru settir veigamiklir fyrirvarar: ábyrgðin var tíma- bundin, tiltekin efnahagsleg við- mið skyldu takmarka hana, áskil- inn var réttur til að fá úrlausn tiltekins þar til bærs úrlausnar- aðila um ábyrgð ríkisins og gæti Alþingi takmarkað hana ef niður- staðan yrði íslenzka ríkinu í vil, og loks skyldi farið að íslenzkum lögum við uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans. Í frumvarpi því sem nú er til umfjöllunar í Alþingi er gert ráð fyrir að ábyrgð á láni Tryggingar- sjóðs innstæðueigenda verði ekki tímabundin, þannig að hún hvíli á íslenzka ríkinu unz skuldin sé greidd, að fullir vextir verði greiddir óháð því hvort hagvöxtur verði, að íslenzka ríkið geti ekki takmarkað ábyrgðina – eða fellt hana niður – ef þar til bær úrlausnaraðili komist að þeirri niðurstöðu að íslenzka ríkið beri ekki ábyrgð á láni Tryggingar- sjóðsins og loks að ekki sé gert ráð fyrir að ríkisábyrgð á láninu verði takmörkuð við það að uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans fari að íslenzkum lögum og lúti niður- stöðum íslenzkra dómstóla nema með óeðlilegum skilyrðum, þar sem brezk lög og brezkir dómstól- ar kunna að hafa síðasta orðið um ýmis álitaefni sem rísa. Af umræðum undanfarið verður helzt ráðið að í raun viti enginn með neinni vissu hvaða skuldbindingar íslenzka ríkið gangist undir. Nefndar hafa verið vaxtagreiðslur sem kynnu að nema allt að 300 milljörðum króna, gífurleg gengisáhætta, óvissa um efnahag þjóðar- innar, t.d. ef aflabrestur yrði eða önnur áföll, auk sem þessar kvaðir eru ótímabundnar og líklegt að hvíli á komandi kyn- slóðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, og loks óvissa um hvort neyðarlögin svokölluðu samrýmist stjórnarskrá og afleið- ingin verði miklar ábyrgðarskuld- bindingar til viðbótar þeim sem fyrir eru ef þau standist ekki. Merkilegt má heita að í þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið virðist ekkert hafa verið fjallað um hversu langt heimild- ir löggjafans ná til að skuldbinda íslenzka ríkið (og þá um leið þjóð- ina) með þessum hætti – hvort ekki sé óhjákvæmilegt að setja slíkum skuldbindingum, sem allt bendir til að verði mjög þung- bærar, einhver takmörk eins og leitazt var við að gera í lögum nr. 96/2009. – Og þá hlýtur stjórnar- skráin að koma til skoðunar. Þar er ekki tekið berum orðum á slíkum álitamálum. Í 21. gr. segir að samþykki Alþingis þurfi til breytinga á stjórnar högum ríkis- ins og í 40. gr. að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema sam- kvæmt lagaheimild. Með frum- varpi því sem nú bíður afgreiðslu liggur vissulega fyrir lagaheim- ild, en verður ekki að gera þá kröfu að hún sé þannig úr garði gerð að skuldbindingum séu sett skýr takmörk og stofni þannig fullveldi ríkisins ekki í hættu? Og hér er álitaefnið hvort frum- varpið fullnægi þessum áskiln- aði. Um það skal ekkert fullyrt, en hins vegar kemur á óvart að þessi þáttur virðist ekki hafa komið til almennrar umræðu. Væri nú ekki rétt að huga að þessu áður en frum- varpið verður samþykkt? Höfundur er lagaprófessor. Icesave og stjórnarskrá SIGURÐUR LÍNDAL Kær búbót á erfiðum tímum UMRÆÐAN Jón Bjarnason skrifar um strandveiðar Eitt af mínum fyrstu verkum sem sjávar- útvegs- og landbúnaðar- ráðherra, var að heimila strandveiðar með undir- ritun reglugerðar þann 25. júní sl., en veiðar þessar höfðu áður verið boðaðar af for- vera mínum í embættinu, Stein- grími J. Sigfússyni. Nú er beðið eftir því að lokið verði mati á árangri tilraunarinnar og lagður grunnur fyrir framhaldi þessara veiða á næsta ári. Eins og við mátti búast hafa komið fram úrtöluraddir gegn þessum veiðum og því m.a. mót- mælt að strandveiðarnar hafi tekist vel og sömuleiðis því hald- ið fram að strandveiðarnar stuðli hvorki að nýliðun í atvinnugrein- inni né bættri aflameðferð. Nú er það svo með þetta mál sem önnur að sitt sýnist hverjum og sannarlega hef ég fengið þakkir fyrir að heimila strand- veiðarnar frá fjölmörgum, m.a. frá flestum ef ekki öllum félögum smábátasjó- manna í landinu. Fyrir skömmu barst mér bréf sem innihélt þakkir fyrir strandveiðar frá smábátasjómönnum og íbúum í Langanes- byggð. Í bréfinu segir m.a.: „Með bréfi þessu viljum við undirritaðir í Langa- nesbyggð koma á framfæri þökk- um okkar fyrir þá miklu framför sem strandveiðikerfið er og það mikla líf sem það hefur hleypt í hafnir landsins. Hér í Langanes- byggð reri í sumar vel á annan tug báta og höfðu um 25 manns beina atvinnu af þessum róðrum auk afleiddra starfa. Kemur slíkt sér vel í ekki stærra byggðalagi. Er það mat okkar að hér sé um kæra búbót að ræða á erfiðum tímum.“ Bréf þetta var undirritað af 183 einstaklingum í Langanes- byggð. Mér er ljúft að þakka þessa kveðju og tel rétt að koma henni á framfæri við landsmenn. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. JÓN BJARNASON Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.