Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 32

Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 32
32 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Sveinn Valfells skrifar um nýfallinn dóm um hlutabréfaviðskipti Þann 30. apríl 2007 var kosin ný stjórn Glitnis. Undir forystu Þorsteins M. Jóns- sonar ákvað hún samdægurs að borga frá- farandi forstjóra, Bjarna Ármannssyni, tæp- lega 7 milljarða króna af peningum bankans fyrir hlutabréf Glitnis sem Bjarna höfðu áskotnast utan starfssamnings hans. Þessi upphæð er um 20 prósent af hagnaði ársins 2006 og næstum jafnhá og allur arður greiddur það árið. Bjarni fékk 29 krónur fyrir hvern hlut, 7,6 pró- sentum hærra verð en hæsta verð á markaði þennan dag. Bjarni fékk um 500 milljónum króna meira en ef hann hefði selt á hæsta gengi dagsins. Vilhjálmur Bjarnason stefndi stjórn Glitnis vegna þessara viðskipta. Héraðsdómur telur að stjórn Glitnis „hafi hvorki gætt hagsmuna bankans né hluthafa er hún gekk frá kaupum á hlutum Bjarna Ármannssonar á yfirverði. Stjórnin mismunaði einn- ig hluthöfum bankans. Henni bar að sýna ráðdeild við meðferð eigna bankans en það gerði hún ekki“. Samkvæmt Héraðsdómi var samþykkt hluthafa- fundar samkvæmt 55. grein laga um hlutafélög til kaupa félagsins á eigin bréfum ekki lögleg. Þá brutu einkaviðskipti stjórnar Glitnis við fráfarandi for- stjóra einnig 76. grein laga um hlutafélög. Sú grein bannar stjórn og stjórnendum að „gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins“. Hæstiréttur úrskurðar hins vegar að lögleg heim- ild hluthafafundar samkvæmt 55. grein til kaupa félagsins á eigin bréfum hafi legið fyrir. „Eðli máls samkvæmt“ feli 55. greinin í sér „frávik“ frá 76. grein laga um bann við mismunun hluthafa, stjórn hlutafélags „hvorki getur boðið né ber að bjóða öllum hluthöfum að ganga til slíkra kaupa með sömu kjörum“. Hvergi í lögum um hlutafélög er sagt að samþykkt hluthafafundar samkvæmt 55. grein geti fellt 76. grein úr gildi. Greinarnar stangast heldur engan veginn á. Þessi túlkun Hæstaréttar er álíka rökleysa og að segja að ökumanni sem fylgir einni grein umferðar- laga sé ekki skylt að virða aðra, sá sem aki undir hraðamörkum megi fara yfir á rauðu ljósi. Almenningshlutafélag kaupir eigin hlutabréf fyrst og fremst til að skila umframfé úr sjóðum félagsins til hluthafa. Kaup á eigin bréfum kemur í staðinn fyrir eða til viðbótar við arðgreiðslur. Félag getur auðveldlega gætt jafnræðis með því að kaupa bréf á markaði eða í opnu tilboðsferli. Fullyrðing Hæsta- réttar um að stjórn geti ekki gætt jafnræðis milli allra hluthafa við kaup hlutafélags á eigin bréfum er algerlega úr lausu lofti gripin. Hún sýnir mjög alvar- lega vanþekkingu á verðbréfaviðskiptum. Líkt og í öðrum ráðstöfunum vegna fjármögnunar ber stjórn hlutafélags að gæta ráðdeildar og kaupa eigin bréf ódýrt frekar en dýrt. Stjórnin hefði getað keypt bréf Glitnis á markaði þann 30/04/07 á lægra verði en því sem Bjarni bauð. Tilgangurinn með kaupum stjórnar af Bjarna var því greinilega ein- hver annar en venjuleg uppkaup á eigin bréfum. Dómur Hæstaréttar er ekki samkvæmt íslenskum lögum. Dómurinn stangast einnig á við góðar við- skiptavenjur. Hæstiréttur hefur fríað innherja ábyrgð og gefið þeim opið veiðileyfi til þess að fara með fjármuni íslenskra almenningshlutafélaga eftir eigin geðþótta. Höfundur er eðlisfræðingur og hagfræðingur. Hæstiréttur gefur innherjum veiðileyfi UMRÆÐAN Birkir Jón Jónsson, Dagur B. Eggertsson, Katrín Jakobs- dóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifa í tilefni af athafnaviku Í gegnum sögu Íslands hafa margvísleg áföll dunið yfir þjóðina. Sum hafa verið af völd- um náttúru og önnur hafa verið efnahagsleg. Það sem öll þessi áföll eiga þó sameiginlegt er að íslensku þjóðinni hefur tekist að vinna sig út úr þeim. Sú efna- hagskreppa sem við erum nú stödd í ætti ekki að verða undan- tekning á þeirri reglu. Íslending- ar munu halda áfram að tryggja að hér á landi verði lífskjör með því besta sem þekkist. Um þetta er engin ágreiningur þótt stjórn- málamenn deili um aðferðir og leiðir. Það er heldur ekki ágrein- ingur um að vandamál og erfið- leikar leysast ekki nema með því að fólk, stofnanir og fyrirtæki grípi til aðgerða. Ekkert vinnst með athafnaleysi – en á flestu má sigrast með athafnasemi. Þjóðfundurinn sem haldinn var síðastliðinn laugardag sýndi að mörgum finnst kominn tími til þess að fólk snúi saman bökum og hyggi að framtíðinni. Á þjóð- fundinum var jákvæðni og fram- takssemi í öndvegi. Það er við- horf sem þjóðin þarf mjög á að halda og allir ættu að fylkja sér um, óháð stjórnmálaskoðunum. Í þessari viku verða haldn- ir yfir 100 viðburðir á Íslandi undir merkjum Alþjóðlegr- ar athafnaviku. Þessi þátttaka sýnir þá athafna- og sköpunar- gleði sem þjóðin býr yfir. Hvort sem fólk finnur orku sinni far- veg í rekstri fyrirtækja, sköpun menningar, nýsköpun í vísindum eða með því að vinna góðverk fyrir náunga sinn þá getur hver og einn komið miklu til leiðar og haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Um þetta er heldur ekki deilt, hvar sem menn standa í stjórnmálum. Hið öfluga sjálfboðaliða- og hugsjónastarf sem fólk innir af hendi um land allt um þessar mundir er svo sannarlega þakk- arvert. Við hvetjum alla til að styðja jákvætt frumkvæði og taka þátt í því. Það er mikilvægt að við stöndum saman um þá fjölmörgu hluti sem við erum öll sammála um. Birkir Jón Jónsson er varafor- maður Framsóknarflokksins, Dagur B. Eggertsson er vara- formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir er varafor- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er vara- formaður Sjálfstæðisflokksins. Við styðjum öll athafnasemi SVEINN VALFELLS Útlendingar hafa hag af styrkingu krónunnar UMRÆÐAN Magnús Orri Schram skrifar um efnahags- mál Nokkur umræða er nú um gengis áhættu vegna Icesave-uppgjörs. Á það hefur verið bent að tekjur TIF eru miðað- ar við íslenskar krónur (krafan á bankann) en gjöldin eru í erlendri mynt (lánið sem Alþingi er að gangast í ábyrgð fyrir). Þar af leiðandi er komin gengisáhætta – veiking krónunnar mun þá hækka gjöldin en styrking krónunnar minnka gjöldin. Þar sem miðað er við gengi krónunnar í apríl 2009 hlýtur því lykilspurning að vera: Teljum við að gengi krónunn- ar hafi verið veikt eða sterkt þá? Flestir telja reyndar að gengið hafi verið mjög lágt skráð þá. Styrking krónunnar frá apríl 2009 er því íslenska ríkinu til hagsbóta. Þá hefur því verið haldið á lofti að almennir kröfuhafar hafi hag af því að gengi krónunnar sé veikt, því þá aukast líkurnar á því að þeir fái eitthvað útúr bankanum þegar forgangskröfum hefur verið sinnt. Á hitt ber hins vegar að líta að aðrir forgangs- kröfuhafar (þ.e. hollenska og breska ríkið) hafa hag af styrkingu krónunn- ar næstu sjö árin. Það er vegna þess að þeir breyta sínum erlendu kröfum yfir í íslenskar kröfur í kröfu- lýsingarferlinu og miða þá við gengið í apríl 2009. Dæmi: Ákveðinni upp- hæð í evrum er breytt yfir í t.d. 100 milljónir íslenskar krónur 22. apríl. Þessari 100 milljóna kröfu er svo lýst haustið 2009. Styrkist gengi krónunnar frá apríl 2009, fær viðkomandi fleiri evrur fyrir þessa 100 milljóna kröfu þegar greiðist upp í kröfuna. Því hefur sá sami mikinn hag að styrkingu krónunnar á næstu árum. Þessi umræða sýnir vel hvað það er erfitt að reka (og leggja niður) alþjóðlegt fyrirtæki í mynt örlítils hagkerfis. Gengis áhætta gegnsýrir í raun allan rekstur í ferðaþjónustu og inn- og útflutn- ingi á Íslandi. Þar liggur rót vand- ans og þess vegna hljóta skyn- samir menn og konur að horfa til breytinga á myntmálum þjóðar- innar. Höfundur er alþingismaður. MAGNÚS ORRI SCHRAM KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR BIRKIR JÓN JÓNSSON DAGUR B. EGGERTSSON Á þjóðfundinum var já- kvæðni og framtakssemi í öndvegi. Það er viðhorf sem þjóðin þarf mjög á að halda og allir ættu að fylkja sér um, óháð stjórnmálaskoðunum. 13.00 Málþing opnað 13.05 Ávarp Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 13.10 Hversu Evrópuvædd eru íslensk sveitarfélög? Jóhanna Logadóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands með áherslu á Evrópufræði 13.30 Rétturinn til aðgangs að gögnum hjá Evrópusambandinu Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur 13.50 Stefnur og stofnanir upplýsinga- og þekkingarsamfélagsins í ESB-löndunum og Íslandi Bergljót Gunnlaugsdóttir, MA í Evrópufræðum frá Háskólanum á Bifröst, forstöðumaður bókasafns Flensborgarskóla 14.10 Kaffihlé – bóksala Alþjóðamálastofnunar 14.40 Vestræn samvinna og öryggis- og varnarmálastefna ESB Vilborg Ása Guðjónsdóttir, MA í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 15.00 Evrópuvæðing utanríkis-, öryggis- og varnarmála Margrét Cela, doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Lapplandi 15.20 Umræður – frummælendur svara fyrirspurnum úr sal 15.50 Evrópustyrkir Samtaka iðnaðarins og Alþjóðamálastofnunar Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar 16.00 Málþingi slitið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands www.hi.is Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu og stundakennari við Háskólann í Reykjavík Málþing á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Samtaka iðnaðarins í Öskju, sal 132, föstudaginn 20. nóvember kl. 13 – 16 Allir velkomnir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.