Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 35

Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 35
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 BURBERRY stendur líkt og mörg önnur tískufyrirtæki höllum fæti eftir efnahagsþrengingar síðasta árs. Fyrirtækið hefur nú ákveðið að breyta um áherslur og leggja meira upp úr fylgihlutum en fötum til að bregðast við breyttu viðskiptaumhverfi. „Ég er í kjól sem ég keypti fyrir tólf árum á kílóamarkaði í Spút- ník og er svo heppin að passar enn á mig,“ segir Sigríður Ásdís Jón- asdóttir sem ávallt er kölluð Sigga Dís. Það voru litirnir í kjólnum sem heilluðu hana á sínum tíma. „Hann er svartur í grunninn en svo eru margir litir í honum. Þannig er bæði hægt að nota hann sem sumarkjól og á veturna yfir hlýrri föt,“ segir hún. Á höndunum ber Sigga Dís fal- legar handstúkur sem hún bjó til sjálf í vinnunni en hún starfar hjá JM design. „Stúkurnar eru úr þæfðri ull með bómullarfóðri og stinga því ekki. Mér finnst þær ægilega hlýjar og praktískar en einnig mjög fallegar,“ segir Sigga Dís sem notar stúkur bæði þegar kalt er í veðri en einnig í vinn- unni þegar hún býr til hálsmen og eyrnalokka. „Við notum einn- ig þæfða ull í skartið. Til dæmis þæfðar ullarperlur og alls konar steina, perlur, kristalla og hraun,“ útskýrir Sigga Dís en fylgihlutir á borð við stúkur, trefla, sjöl og skart eru aðalsmerki JM design. Við kjólinn er Sigga Dís í legg- hlífum sem hún segist mjög hrifin af. „Ég geng mikið í kjólum og á veturna er gott að vera í þykkum sokkabuxum og legghlífum við,“ segir hún og bætir við að yfir- leitt sé fataval hennar samtíning- ur af huggulegheitum og praktík. Hún segist vera mjög hagkvæm í fatakaupum og fatavali. „Ég nota það sem fellur til og nýti tæki- færin þegar ég dett inn á útsölur og lagersölur auk þess sem Rauði krossinn er líka alveg ágætur. solveig@frettabladid.is Huggulegheit og praktík Sigríður Ásdís Jónasdóttir er hagkvæm í sínum tískuinnkaupum. Hún notar það sem til fellur og er dug- leg að nýta sér útsölulagera og Rauða krossinn auk þess sem hún býr til eigin fylgihluti í vinnunni. Sigga Dís í kjól sem hún keypti fyrir tólf árum á kílóamarkaði í Spútník. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Fyrst og fremst í heilsudýnum JÓLATILBOÐ á stillanlegum rúmum 6 mán. vaxtalausar greiðslur • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Hefur góð áhrif gegn streitu • Er slakandi og bætir svefn Opið virka daga frá kl. 9 -18 og laugardaga til jóla kl. 11-16 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð frá 9.750 kr. Nálastungudýnan Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.