Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 36
 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR2 LÍFSMOTTÓ fyrirsætunnar Kate Moss er „Nothing tastes as good as skinny feels“ sem útleggst á íslensku sem, „ekkert er svo gómsætt að það jafnist á við það að vera grannur“. Þetta lét hún hafa eftir sér í nýlegu viðtali við WWD-tískuvefsíðuna. Munir sem tengjast Michael Jackson verða boðnir upp í New York um helgina. Gimsteinum skreyttur hanskinn sem Michael Jackson klæddist þegar heimurinn leit í fyrsta sinn danssporið Moonwalk verður boðinn upp 21. nóvember næstkomandi. Jackson kom fram í sjónvarpsþættinum Motown 25 árið 1983, söng lagið Billie Jean og dansaði þá fyrir áhorf- endur sem urðu gáttaðir á fótafimi poppkóngsins verðandi. Talið er að fyrir hanskann sem framleiddur var í Kóreu á sínum tíma, fáist um 40 til 60 þúsund dollarar en líklegt er að boð fáist víða að úr heiminum. Fleiri munir Jacksons verða á uppboðinu sem haldið verður á Hard Rock Café á Manhattan í New York um helgina. Þar má nefna glitrandi skó, myndir af Charlie Chaplin sem Jackson teiknaði þegar hann var níu ára, svört skyrta sem goðið hafði áritað, hattar, Benz- bifreið frá 1985 og handskrifuð bréf. Hreinn fjársjóður fyrir Jacksons- áhangendur um allan heim. Hanski Jacksons boðinn upp Hanskinn er talinn vera 40 til 60 þúsund dollara virði. Breski rýmis- og vöruhönnuður- inn Aaron Charles Bullion sneri sér að fatahönnun fyrir skemmstu og gerir herraskyrtur og kven- mannsaxlabönd. Á teikniborðinu eru síðan ullarvörur og yfirhafnir fyrir konur bæði og karla. „Ég elska föt og er nánast öfund- sjúkur út í þá óendanlegu mögu- leika sem konur hafa í fatavali. Að sama skapi finnst mér karl- mannsföt oft skorta sjarma. Fram til þessa hef ég hvorki haft tæki- færi né gilda ástæðu til að snúa mér að fatahönnun að neinu ráði en þegar önnur verkefni runnu út í sandinn vegna kreppunnar ákvað ég að slá til.“ Aaron gerir aðsniðn- ar herraskyrtur með úthugsuðum smáatriðum og kvenmannsaxla- bönd sem eru ígildi skartgripa. „Þau má bæði bera á hefðbundinn hátt en allt eins láta hanga niður með pilsi eða gallabuxum.“ Aaron kom hingað til lands fyrir nokkrum árum og kynntist þá kærustunni, Þóreyju Björk Hall- dórsdóttur fatahönnuði, sem hann- ar undir merkinu Eight of Hearts. Hann hefur unnið við sjónvarps- framleiðslu og auglýsingagerð hjá Sagafilm og Pegasus, við leik- myndagerð í Clint Eastwood mynd- inni Flags of Our Fathers og við að útbúa senur og leikmuni fyrir Stelpurnar. Þá hefur hann starf- að sem sviðsmaður í Þjóðleikhús- inu og við rýmishönnun. „Mér var falið að hanna sjö hús, fjögur þeirra voru byggð en hin þrjú risu aldrei sökum efnahagshrunsins.“ Aaron beinir því sköpunargáf- unni í nýjan farveg og ætlar að sjá hvert það leiðir hann. „Skyrturnar verða fáanlegar í herrafataverslun Kormáks og Skjaldar innan tíðar en auk þess er hægt að nálg- ast vörurnar hans á Pop- up-mörkuðunum sem hafa skotið upp kollinum með reglulegu millibili frá því í haust. Þar er um að ræða milliliðalausa verslun frá hönnuðum til neytenda en markað- irnir skjóta upp kollin- um á nýjum stað hverju sinni. „Þetta er hefð sem hefur skapast í Lond- on, New York og öðrum tískuborgum og gefist afar vel,“ segir Aaron en hægt er að fylgjast með því hvar næsti markaður verður á Facebook með því að slá inn: Milliliða- laus verzlun, frá hönnuði til neytandans. vera@frettabladid.is Axlabönd sem jafnast á við skartgripi Aaron Charles Bullion hefur komið víða við síðan hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Hann hefur starfað við sjónvarpsframleiðslu og rýmishönnun en sneri sér nýlega að því að hanna föt. Aaron beinir nú sköpunargáfunni í nýjan farveg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Axlaböndin eru ígildi skartgripa og má bera með hefðbundnum hætti eða láta hanga niður með pilsi eða gallabuxum. N O R D IC PH O TO /A FP             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0& Frábært úrval af flottum jólafötum frá Stærðir 42-56 Auglýsingasími – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.