Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 40
19. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR
Margir vinnuveitendur hafa
komið á þeirri hefð að gefa
starfsfólki sínu eðalkjöt í
hátíðamatinn. Annaðhvort
hangikjöt eða hamborgar-
hrygg eða jafnvel hvort
tveggja.
„Það er mikill annatími hér þessar
vikurnar. Bæði eru jólahlaðborðin
að sigla af stað nú um helgina og
svo fer kjöt frá okkur í jólapakka
starfsfólks stórra og smárra fyrir-
tækja,“ segir Vilbergur Sverris-
son, einn af þremur eigendum
kjötvinnslunnar Esju í Dugguvogi
í Reykjavík. Fullyrða má að kjöt
sé gjöf sem komi að góðum notum
víða og Vilbergur segir suma
ganga hreinlega að því vísu hjá
sínu fyrirtæki.
Í Esju eru unnar margs konar
kjötvörur. Þær fara þó yfirleitt
ekki í verslanir heldur mötu-
neyti, veitingastaði og fyrirtæki
að sögn Vilbergs nema svokölluð
drottningar skinka sem fer á mark-
að fyrir jól og páska. Á leið inn í
vinnslusalina er gengið fram hjá
stórum ofni sem brennir sagi. Þar
er álegg í reyk og þaðan leggur
ljúfan og léttan ilm. Vilbergur er
nýbúinn að hengja upp úrbeinuð
svínalæri í rekka og búa þau undir
reyk. Eftir reykingu kallast þau
bayonneskinka.
„Við gerum þetta dálítið öðru-
vísi en þeir sem eru á búðamark-
aði,“ segir hann. „Við þurfum ekki
að salta kjötið mikið til að auka
geymsluþolið því við verkum það
nánast beint á borðin og í pakkana
rétt fyrir hátíðina.“
Hangikjötslærin eru til bæði
heil og úrbeinuð í Esju en Vilberg-
ur segir þau reykt úti á landi því
taðreykur sé ekki vinsæll innan
höfuðstaðarins. - gun
Lokkandi ilmur
af hátíðamat
Vilbergur Sverrisson með girnilegan hamborgarhrygg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lárus Þórhallsson stoltur með jólahangikjötið.
Londonlamb í vinnslu hjá Pétri Karls-
syni.
Salami og spægipylsa.
Bayonneskinkan rétt ófarin í reykingu.
● ALLIR FÁ ÞÁ EITTHVAÐ ÆTT Þegar gefa þarf mörgum og ólíkum einstaklingum jóla-
gjöf getur verið snúið að finna eitthvað sem öllum líkar. Þá er góð lausn að lauma einhverju
bragðgóðu í jólapakkann. Flestir vilja gera sér dagamun í mat og drykk yfir hátíðirnar en hafa
kannski ekki tíma eða hugmyndaflug til að kynna sér og kaupa allt sem er í boði. Þá er vel
þegið að fá góðan glaðning í gogg og ekki verra ef hann er óvæntur. Ostakörfur eru sí-
gildar og hitta alltaf í mark og ekki er verra að skeyta einhverri framandi sultu eða mauki
með. Reyktur og grafinn lax, fiskpaté og fleira gómsætt úr hafinu gleður líka
á þeirri miklu kjöthátíð sem jólin eru og svo má ekki gleyma
enskum jólakökum, handgerðu konfekti og marsipangrísum.
Þeir sem vilja gefa eitthvað varanlegra ættu að hug-
leiða gjafakörfur með olíum, kryddi og ediki sem
gleðja viðtakandann langt fram eftir ári.
20%
afsláttur á meðan birgðir endast!
Metasys er áhrifaríkt fæðubótaefni sem hefur hjálpað
þúsundum Íslendinga við að létta sig. Að auki er Metasys
mjög heilnæmt og þykir auka orku og úthald. Þeir sem
hafa náð bestum árangri á Metasys hafa bætt inn hæfi-
legri hreyfingu og viðhaft skynsamlegt mataræði
Kíktu inn á www.metasys.is
Þú færð Metasys í heilsu- og
lyfjaverslunum og heilsuhillum
stórmarkaðanna.
100%
náttúrulegt