Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 42
 19. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR Sögur útgáfa lætur ekki nægja að gefa út ævisögu Magnúsar Eiríkssonar tónlistarmanns fyrir jólin, heldur hefur hljóm- sveitin Buff hljóðritað nýjar útgáfur á nokkrum þekktustu lögum hans. „Við erum í skýjunum yfir út- komunni. Þetta gekk svo vel að við værum alveg til í að gera aðra svona plötu,“ segir Hannes Frið- bjarnarson, starfsmaður útgáfu- fyrirtækisins Sögur og trommu- leikari hljómsveitarinnar Buff. Auk þess að gefa út starfssögu Jónas- ar Kristjánssonar, fyrrverandi ritstjóra, og ævisögu Magnúsar Eiríkssonar tónlistarmanns fyrir jólin kemur einnig út á vegum fyr- irtækisins geisladiskurinn Reyndu aftur, þar sem Buffið tekur mörg af þekktustu lögum Magnúsar í spánnýjum útgáfum. Hannes segir hugmyndina að disknum hafa fæðst í sumar. „Tómas Hermannsson hjá Sögum, sem ritaði ævisögu Magnúsar, hafði oftsinnis viðrað þá hugmynd við Magga að fá nokkrar ungar hljómsveitir til að taka nýja vinkla á lögin hans, en Maggi tók aldrei sérstaklega vel í það. Svo spurði Tómas mig hvort Buffið væri til í verkefnið og ég sagði auðvitað strax já. Maggi var líka hrifinn af hugmyndinni. Ég fór í bíltúr með honum til að ræða gerð plötunnar og hann sagði okkur að gera bara það sem okkur sýndist. Ef við vild- um að hann syngi þá skyldum við hringja í hann, en ef ekki þá skyld- um við bara sleppa því. Þetta var mjög fljótákveðið.“ Sjálfur syngur Magnús í nokkr- um lögum á disknum. Hann- es segir hafa verið erfitt að velja lögin sem enduðu á disknum, enda úr miklum fjölda frábærra laga að velja. „Mikið til eru þetta okkar eftirlætislög, en við ákváðum líka að taka ekki lög á borð við Bragga- blús því það hefur verið gert of oft. Við erum auðvitað miklir aðdáend- ur Magga frá blautu barnsbeini, eins og flestir íslenskir tónlistar- menn,“ segir Hannes. Verandi starfmaður útgáfu- fyrirtækisins hafði Hannes lesið ævisögu Magnúsar þegar upp- tökur á Reyndu aftur stóðu yfir í haust. „Í stúdíóinu, sem við bjugg- um til heima hjá Bergi bassaleik- ara, var ég sífellt að segja sögur úr bókinni, sögurnar á bak við lögin og slíkt, til að koma mönnum í rétt- an fíling. Þetta var stórskemmtilegt, og Magnús sjálfur hafði líka mjög gaman af þessu,“ segir Hannes. Aðdáendur Magnúsar frá blautu barnsbeini Umtalaðasta ævisagan vestanhafs um þessar mundir er bók fyrrverandi varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin, Going Rogue: An American Life, sem út kom síðastliðinn þriðjudag. Upphaflega átti bókin að koma út næsta vor, en útgáfudeginum var flýtt. Útgáfufyrirtækið virð- ist ekki draga í efa að bókin komi til með að selj- ast vel, en fyrsta upplag bókarinnar er ein og hálf milljón eintaka. Sögur sem lekið hafa út í aðdraganda útgáfu bók- arinnar snúast langflestar um atburði sem áttu sér stað þegar Palin var varaforsetaefni repúblikana, en John McCain forsetaefni. Palin segir að gríðar- leg spenna hafi ríkt milli stuðningsmanna sinna og stuðningshóps McCains. Þá viðurkennir hún að sér hafi verið meinað að halda ræðu á kosninganótt þegar ljóst var orðið að kosningabaráttan hefði tapast. Þá talar Palin um áfallið sem hún varð fyrir þegar hún uppgötvaði að Bristol, sautján ára dóttir hennar, var barnshafandi. Hún segist ekki hafa vitað að Bristol stundaði kynlíf fyrr en hún fékk hinar af- drifaríku fréttir. Einn vinsælasti spjallþáttastjórnandi Bandaríkj- anna, hinn kaldhæðni David Letterman, hefur síðast- liðnar vikur haft sem fastan lið í þáttum sínum að benda á hluti sem eru skemmtilegri en að lesa ævi- sögu Palin. Að drekka hland og að verða fyrir bíl hafa meðal ann- ars komist þar á blað. Palin lætur allt flakka Bók Palin er umtalaðasta ævi- sagan vestanhafs. ● SYSTIR CASTROS NJÓSNAÐI FYRIR BANDARÍKIN Juanita Castro, systir kúbverska leiðtogans Fídels Castro, upplýsir í nýrri ævisögu sinni að hún hafi njósnað um bróður sinn fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA. Í bókinni, sem heitir Fidel y Raul, mis hermanos. La historia secreta (Fidel og Raul, bræður mínir. Sagan sem aldrei var sögð), segist Juanita hafa njósnað fyrir CIA á árunum 1961 til 1964, en þá flúði hún og fékk hæli í Bandaríkjunum. Í upp- hafi hafi hún verið hlynnt byltingu bróður síns, en misst trúna á henni þegar hann lét myrða andstæðinga sína í stórum stíl og sigldi hraðbyri inn í kommúnismann. Juanita hefur ekki talað við bræður sína í fjörutíu ár. Hannes Friðbjarnarson, trommari Buffsins, segir það mikinn heiður að hafa fengið tækifæri til að hljóðrita lög Magnúsar Eiríkssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.