Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2009 7ævisögur ● „ Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarson er að mínum dómi albesta ævisagan sem skrifuð hefur verið hér á landi, og þótt víðar væri leitað,“ segir Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur. Þórunn segir allt hjálpast að til að gera söguna góða. „Áhuga- verður maður, sem hefur lifað langa og viðburðaríka ævi, segir frá og óviðjafnanlegur rithöfund- ur færir í letur. Sögur af vondu fólki og góðu fólki, munnmæli um þennan heim og annan, frá- sagnir af eilífðarverum og þjóð- þekktum stórmennum jafnt sem óbreyttum vinnumönnum. Allt svo ljóslifandi og skemmtilegt, eða sorglegt og átakanlegt.“ Þórunn segir vart hægt að ímynda sér vinnuna sem Þórberg- ur hefur lagt í ævisöguna. „En samviskusemi hans, nákvæmni og stílgáfa virðist hafa verið ein- mitt það sem hinn kjaftagleiði klerkur þurfti til þess að búa minningum sínum viðeigandi form. Sagt hefur verið að séra Árni hafi verið síðasti fulltrúi hinnar fornu íslensku frásagna- listar. Ég veit svo sem ekki ná- kvæmlega hvað í henni er fólg- ið en ég veit að Þórbergur sagði í eftirmælum um séra Árna: „Það er ein af náðargáfum snillingsins að trúa því sem hann veit að er lygi,“ segir Þórunn. - kg Allt hjálpast að Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur. „Ég held voðalega mikið upp á ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hann skrif- aði á elliheimili í Gimli í Kanada á þriðja áratugnum,“ segir Einar Kárason rithöfundur. „Sigurður átti stórbrotna ævi. Í harðindum í kringum 1890 ákváðu hann og konan hans að selja allt sem þau áttu og flytja til Kanada. Í ljós kom að það dugði bara fyrir farinu handa öðru þeirra, svo Sig- urður ákvað að fara á undan og vinna fyrir farinu handa henni. það tók hann tólf ár.“ Einar segir söguna skrifaða í yndislegum tón. „Þótt þetta sé saga um gífurlegar hrakningar er Sigurður alltaf þakklátur og glaður og lofar forsjónina og guð fyrir allt sem lífið hefur fært honum,“ segir Einar Kárason. - kg Stórbrotin ævi Einar Kárason rithöfundur. „Lang-uppáhalds ævisagan mín er Hvunndagshetjan eftir Auði Haralds. Hún er ekki bara há- femínísk og sjúklega fyndin, heldur lýsir hún líka þeim gild- um sem foreldrar og samfélagið þröngvuðu upp á stúlkur, og pilta, til að halda þeim niðri og steypa í sama mót um miðbik síðustu aldar,“ segir Ólafía Erla Svans- dóttir bókaútgefandi. „Auður lýsir vel hvernig sam- félagið tók á móti einstakling- um sem féllu ekki inn í hið fyrir- framgefna form; að vilja í fyrsta lagi, giftast fyrsta kærastanum sínum, í öðru lagi eignast barn innan hjónabands og í þriðja lagi geta unnið fyrir sér og börnum sínum án þátttöku þá svokall- aðrar fyrirvinnu, sem var aðal- hlutverk karlmanna á þessum tíma.“ Ólafía segir Auði gera stólpagrín að þessu öllu saman, og þá sérstaklega sjálfri sér. „Hún er alin upp til að verða hin ágætasta rýjamotta fyrir hvern þann sem vill þurrka fætur sína á. Uppreisn fær hún, en þó ekki fyrr en eftir tilheyrandi baráttu við fjölskylduna, kerfið, ofbeldisfullan barnsföður og fjölskyldu hans. Hún verður aldrei aftur að meðalmanneskju sem tekur kreddum samfélagsins sem heilögum sannleik,“ segir Ólafía. - kg Feminísk og fyndin Ólafía Erla Svansdóttir, bókaútgefandi. EFTIRMINNILEGAR ÆVISÖGUR STÓRAUKIÐ ÁHORF Á FRÉTTIR STÖÐVAR 2 OG ÍSLAND Í DAG! Tölurnar tala sínu máli. Um leið og við þökkum áhorfendum frábærar viðtökur, bendum við auglýsendum á þennan skýra valkost. * Skv. rafrænum mælingum frá Capacent í 12-80 ára aldurshópi, meðaláhorf á mínútu fyrstu 8 mánuði ársins. 40%36% Áhorf á Ísland í dag hefur aukist um 40% milli ára Áhorf á fréttir hefur aukist um 36% milli ára Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.