Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 49

Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 49
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2009 3fyrirtækjagjafi r ● fréttablaðið ● HÁTÍÐLEGT HANDVERK Þeir sem reka minni fyrirtæki þurfa kannski ekki að gefa eins margar jólagjafir og þeir sem reka stórfyrirtæki og geta því leyft sér að líta um víðari völl í leit að jólagjöfum til starfsmanna. Þá er til dæmis hægt að skoða íslenskt hand- verk, fallega og persónulega gripi sem gleðja viðtakandann og verða hluti af heimilishaldinu. Handverkstæðið að Ás- garði er rómað fyrir fallega muni sem eru búnir til á löngum tíma af mikilli alúð sem skilar sér í vönduðu hand- verki með heilmikla sál. Jólamark- aður Ásgarðs verður haldinn að Ás- garði í Mosfellsbæ laugardaginn 5. desember en starfsmenn Ásgarðs verða einnig með handverk til sölu í Kringlunni milli 26. og 29.nóvember. Alltaf er gaman að fá gjafakörfu eða kassa, stútfulla af varningi sem gleður líkama og sál. Skemmtilegast er að fá eitthvað sem manni hefði aldrei dottið í hug að kaupa sér sjálfur, fram- andi kaffi, öðruvísi sultu eða ilmandi krem til að bera á sig fyrir jólanóttina. Gjafakörfur geta líka verið heilmikil búbót þegar halda á stór jólaboð þar sem þarf að bera á borð kræsingar og veislu- föng fyrir fjölda manns. Þá er gaman að bjóða upp á sérstak lega gott kaffi, öðruvísi hangikjöt eða veg- legan ostabakka. Fréttablaðið fékk nokkur fyrir- tæki til að útbúa gjafir sem gaman væri að fá fyrir jólin. - bb Eitthvað handa öllum og ömmu þeirra líka Girnileg sælkeraostakarfa frá Osta- húsinu: Fyllt ostarúlla með sætri papriku og jurtakryddi, ostarúlla með beikoni og papriku, brie með hvítlauksrönd, brie með sólþurrkuðum tómötum og brie með piparrönd, hvítlauksrjóma- ostur og piparrjómaostur, hummus, ólífur, graflax og graflaxsósa, salami, tveir kexpakkar og þrjá litlar sultur. Þetta er einkar vegleg sælkerakarfa en hægt er að sjá staðlaðar ostakörfur á heima- síðunni ostahusid.is. Þeim er svo hægt að breyta eftir óskum hvers og eins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í þessari gjafakörfu frá Kaffitári kennir ýmissa grasa. Þar eru fjórar tegundir af kaffi, jólate, súkkulaðihúðaðar espresso- baunir, súkkulaðimolar með karamellufyllingu og sírópsflaska. Svona karfa kostar 5.900 krónur. Í gjafakassanum frá Kaffi- tári má finna tvær tegundir af kaffi, kramarhús með súkkulaðimolum, öskju með súkkulaði, kaffipokaklemmu, tvö krembrauð og öskju með smákökum. Þessi kassi kostar 3.400 krónur. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V IL H EL M Gjafakassinn frá L´Occitaine inni- heldur náttúruvænar dekurvörur fyrir bæði karla og konur. Í kassanum er sturtusápa, líkams- mjólk, handáburður og ilmpoki, allt úr Verbena-línunni. Svona kassi kostar 5.670 krónur og þá er handáburðurinn með sem kaupauki. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V IL H EL M ● Í ÞAÐ MINNSTA … Ef ætlunin er að vera á sígildum, góðum og gegnum íslenskum nótum er engin jólagjöf íslensk- ari en kerti og spil. Fallegt kerti veitir öllum fjölskyldum gleði um jólin og ekki spillir ef hægt er að styrkja góðan málstað í leiðinni og til dæmis kaupa kertin af Kertagerðinni á Sólheimum. Spilin geta verið af ýmsum toga og skemmtilegt borðspil er góð jólagjöf. Ýmis spil eru ný á mark- aðnum fyrir þessi jól, til dæmis Sprengjuspilið. Kerti og spil eru ein af þessum pottþéttum jólagjöfum sem allir eru glaðir að fá. ÍSLENSK HÖNNUN OG GOTT MÁLEFNI Flestir skreyta heima hjá sér fyrir jólin og flestum finnst gaman að fá nýtt jólaskraut. Íslenskir hönnuðir hafa undanfarin ár gert garðinn frægan á jólaskreytinga- mörkuðum og hver undra- fallegi og alíslenski gripurinn á fætur öðrum lítur dagsins ljós fyrir hver jól. Kærleiks- kúlan er til dæmis íslenskt jólaskraut sem hannað er sér- staklega fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra ár hvert. Það eru þekktir íslenskir lista- menn sem hanna kúluna sem fær nýtt útlit á hverju ári. Með því að gefa starfsmönnum og vinum fyrirtækja Kærleikskúluna í jólagjöf er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, gefa góða og fallega gjöf og styrkja gott málefni í leiðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.