Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 56
BAKÞANKAR
Jóns
Sigurðar
Eyjólfssonar
36 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Jólameistaramótið
í glímu aldraðra,
opnum flokki.
Siðlaust en
árangurs-
ríkt!
Hver
er
næst?
Eftir að hafa straujað fötin þín
og brotið þau saman ákvað ég
að raða þeim eftir lit og árstíð.
Þú
hugsar
fyrir öllu
mamma
Ó, elskan.
Hún er æðisleg.
Geymdirðu ekki
kvittunina?
Ái!
Hannes lamdi mig í magann.
Ég gerði það ekki.
Ég lamdi þig í fótinn.
Já,
það
er
rétt.
Sérðu,
hún er
bara að
þykjast.
Ái!
Hannes
lamdi mig í
fótinn.
Þótt það
hafi verið
hinn
fóturinn?
Fréttir af þjóðfundinum mikla í Laugardal, sem mér bárust hingað til
Spánar, urðu til þess að ég fór að hugleiða
hvernig þjóðfélag ég vil. Ég ræddi þetta
meira að segja við Manolo kaupmann
meðan ég var að versla hjá honum fyrir
skemmstu.
HANN og nýlenduvöruverslun hans mega
muna sinn fífil fegri. Karlinn heyrir afar
illa og er ósköp fótalúinn. Þess vegna
ganga viðskiptin oftast hægt fyrir sig
því panta þarf yfir búðarborðið og bíða
uns sá aldni nær í varninginn í hólfum
og hillum sem sumar ná margra metra
upp í loft.
MÉR er minnisstætt þegar ég spurði
hann hvaða rauðvín þetta væri í
efstu hillunni. Ég ætlaði einungis
að forvitnast um vínið en hann
fór þá þegar að fikra sig upp
óstöndugar tröppurnar. Ég
bað hann að hætta þessu
brölti enda sá ég fram á að
vínleiðangur þessi yrði
honum að aldurtila. Hann
hélt sínu striki en
þegar komið var í efsta
þrep varð honum ljóst
að enn vantaði upp á
svo hann næði í flösku.
Ekki veit ég hvort hann
hafði skroppið svona saman frá því að
hann raðaði í efstu hilluna.
MANOLO náði í prik, hélt síðan aftur upp
til að ná í vínflösku og hélt mér í sálar-
angist á meðan. „Þetta er afskaplega gott
vín,“ sagði kaupmaðurinn en náði svo að
fikra flösku fram af hillunni með prikinu
en greip hana svo í fallinu. Ég var við það
að hringja í spænsku neyðarlínuna. „Það
gera fimm evrur, góði,“ sagði hann loks
er hann kom niður.
FRÁ Manolo fór ég í Mercadona-
stórmarkaðinn. Þar sá ég nær ótakmarkað
úrval af ávöxtum sem voru óaðfinnanlegir
í laginu en ekki skítugir og óreglulegir
eins og hjá þeim gamla. En ég hef oft
keypt ávexti í stórmarkaðnum og þeir
reyndust iðulega svo bragðlausir að þeir
minntu á svipbrigði starfsfólksins meðan
það býður góðan daginn með vélrænum
hætti. Eflaust er starfsliðið löngu orðið
hálfgeggjað á pípinu í skannanum,
tómlætislegu viðmóti viðskiptavinanna,
viðbjóðslegum auglýsingastefjum sem
dynja úr hátölurunum og gerviefnunum í
vörunum sem boðið er upp á.
ÉG hef enn ekki ákveðið hvernig
þjóðfélag ég vil nema þá að ég kysi heldur
að hafa það í anda Manolos gamla en
Mercadona.
Mitt framlag til þjóðfundar
Þú ferð samt í
skammarkrókinn!
GÓÐAR
FRÉTTIR
Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur-
horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg.
Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum
landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði.
Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði
vinsamlegast hafi samband við Pósthúsið í síma 585 8300.
Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði:
Nú er Fréttablaðið
aðgengilegt hringinn
í kringum landið.
Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi
Bakkafjörður Mónakó
Baula Verslun
Blönduós N1
Potturinn og pannan
Dalvík N1 – Olís
Egilsstaðir N1
Eskifjörður Shell skáli
Kría veitingastaður
Fellabær Olís
Hella Olís
Hellissandur Hraðbúð N1
Shell
Húsavík N1 – Olís – Shell skáli
Hvolsvöllur N1 – Söluskálinn Björk
Höfn N1 – Olís
Ísafjörður N1
Kópasker Búðin Kópasker
Laugarvatn Tjaldmiðstöðin
Neskaupstaður Olís
Ólafsfjörður Olís
Ólafsvík N1 – Olís
Patreksfjörður Grillskálinn Patreksfirði
N1
Raufarhöfn Verslunin Urð
Reyðarfjörður N1 – Olís – N1
Rif Umboð Shell / Tandur
Sauðárkrókur N1 – Shell skáli
Hlíðarkaup
Siglufjörður Olís
Skagaströnd Olís
Staðarskáli N1
Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí
Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður
Víðigerði Verslunin Víðigerði
Vík N1
Vopnafjörður N1
Þórshöfn N1
Allt sem þú þarft...
Hægt er að fá Fréttablaðið sent
frítt í tölvupósti á morgnana
eða nálgast það á Visir.is.
Patreksfjörður
Bakkafjörður