Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 64

Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 64
44 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson > Í SPILARANUM Me, the Slumbering Napoleon - The Bloody Core of It Snorri Helgason - I‘m Gonna Put My Name on Your Door Bloodgroup - Dry Land Ourlives - We Lost the Race BB & Blake - BB & Blake > Plata vikunnar GusGus - 24/7 ★★★ „Aðdáendur GusGus fá skammtinn sinn og vel það á fremur alvörugefinni plötu. Endurkoma Daníels Ágústs er fagnaðarefni.“ Kjartan Guðmundsson Franska menningarhátíðin Pourquoi pas? sem haldin var í Reykjavík vorið 2007 er eftirminnileg m.a. fyrir fína tónleika. Hin mjög svo líf- lega sveit Dionysos opnaði hátíðina í Hafnarhúsinu og Emilie Simon spilaði í Háskólabíói með aðstoð íslenskra hljóðfæraleikara. Dionysos heldur upp á 15 ára starfsafmæli þessa dagana með safnplötu og tón- leikahaldi og Emilie var að senda frá sér nýja plötu, The Big Machine, sem er hennar þriðja plata, – fjórða ef platan með tónlistinni úr kvik- myndinni Ferðalag keisaramörgæsanna er talin með. Emilie, sem stundum hefur verið kölluð „hin franska Björk“, nýtur mikilla vinsælda í heimalandinu þar sem hún er marg- verðlaunuð. Hún ákvað hins vegar að breyta til fyrir nýju plötuna og prófa eitthvað alveg nýtt. Í stað- inn fyrir að semja hana á tölvuna í huggulegheit- um heima í Montpellier þá flutti hún búferlum til New York þar sem hún kom sér fyrir í Williams- burg í Brooklyn. Hún setti sér þá reglu að nota engar tölvur við vinnslu plötunnar og spilaði lögin sem hún samdi með hljómsveit á tón- leikum víðs vegar um Bandaríkin áður en hún tók þau upp. Og útkoman er töluvert ólík fyrri plötunum. Á The Big Machine er Emilie undir greinilegum áhrifum frá Kate Bush eins og glöggt heyrist í fyrsta smáskífulag- inu Dreamland og hljómurinn er breyttur. Annað sem er breytt er tungumálið. The Big Machine er næstum öll á ensku sem tekur kannski burt hluta af sjarmanum fyrir suma. En lagasmíðarnar eru mjög góðar og platan hefur fengið fínar viðtökur. Nýjar áherslur Emilíu EMILIE SIMON Hélt ágæta tónleika í Háskóla- bíói vorið 2007 og var að senda frá sér nýja plötu, The Big Machine. Nýjasta Hjálma-platan, IV, er nú komin út á vínylplötu. Vínylsnobbarar landsins gleðjast eflaust við þessi tíðindi og eins þau að Hjálmar stefna á að gefa út hinar plöturnar þrjár á vínylforminu. „Það verður reyndar að bíða eitthvað því við viljum ekki fara alveg strax á hausinn,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gít- arleikari og prímus mótor hjá útgáfufélaginu Borginni. Hann segir rándýrt að láta framleiða vínylplötur og að markaðurinn fyrir þetta útgáfuform sé ekki stór, þótt hann stækki ört. „Þetta er ekki gert af gróðahyggju, heldur finnst okkar bara að það geti verið gaman að allar plöturnar okkar séu til á vínyl þegar til langs tíma er litið.“ Hjálmar á vínyl EKKI GRÓÐAHYGGJA Rándýrt en gaman, segir Guðmundur Kristinn. Þriðja plata Diktu, Get It Together, er loksins komin út. Á plötunni má finna lögin „Let Go“ og „Just Getting Started“, sem hafa verið vinsæl, auk tíu ann- arra. Platan var hljóðrituð sumarið 2009 af sveitinni sjálfri en sænski upptöku- stjórinn Jens Bogren var fenginn til að hljóðblanda verkið. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari og gítar- og píanóleikari, útskýrir tilkomu Svíans. „Hann hefur verið að taka upp metal-bönd aðallega, til dæmis Opeth og Amon Amarth. Við hlustum mikið á metal í band- inu, mismikið þó. Á Bandaríkja- túr í fyrra vorum við á glænýjum mínivan með geðveikum græj- um. Nýja Opeth-platan var mikið spiluð á fullu blasti og við gátum ekki annað en tekið eftir því hvað þetta sándaði rosalega vel. Svaka kraftur og allt kristaltært. Seinna, þegar við fórum að taka upp sjálfir í æfingahúsnæðinu okkar, spurð- um við okkur: Hvað með að finna náungann sem mixaði Opeth? Bara upp á djókið. Það kom svo í ljós að við þekkjum umboðsmanninn hans svo þetta gekk upp. Við gerðum fyrst eitt lag og þegar við fengum það til baka frá honum vorum við ótrúlega sáttir og gerðum heila plötu með þessari aðferð.“ Mesta floppið í Færeyjum Haukur segir nýju plötuna rólegri en þá síðustu, Hunting for Happi ness, sem kom út 2005. „Það er samt alveg rokk á henni. Mesti munurinn finnst mér vera að öll lögin á nýju plötunni eru góð og mér þykir vænt um þau. Við byrj- uðum með einhver 30 lög svo erf- iðast var að velja hvaða 12 lög ættu að koma út. Það er því ekkert upp- fyllingarefni á plötunni.“ Strákarnir í Diktu eru búnir að ströggla í meikinu um hríð. „Við höfum farið í nokkrar tón- leikaferðir til bæði Ameríku og Evrópu og oftast gengið mjög vel,“ segir Haukur. „Fáum reynd- ar bestu viðtökurnar í Bandaríkj- unum. Það kemur alltaf eitthvað út úr þessu hvort sem það koma 200 eða tuttugu á tónleika. Oftar en ekki kynnumst við fólki sem nýt- ist okkur að þekkja seinna meir. Mesta floppið var líklega í Fær- eyjum í fyrra. Í kjölfar velgengni G-fesivalsins fóru allir að halda festivöl og við spiluðum á einu slíku, Jóhannsvöku festivalurinn. Þar var risa útisvið, rigning og drulla og fáir á svæðinu. Stærsta nafnið var, held ég, söngvarinn í The Commitments.“ Doktor rokk Haukur er læknir og vinnur meðal annars á slysavarðstofu Borgar spítalans. „Þetta er óvenju- leg blanda,“ segir hann. „Pabbi (Haukur Heiðar Ingólfsson) var reyndar í rokkinu með Ómari Ragnars syni á frumárum þess. Ég er búinn að vera í tvö til þrjú hundruð prósent vinnu og kær- astan er mjög hrifin af því, eða þannig. Ég tók mér því rokkfrí núna til áramóta til að geta fylgt plötunni eftir án þess að fara yfir um.“ Það eru engir glæsidílar við sjón- deildarhringinn en áfram verður harkað. En eru menn tilbúnir að slaufa öllu ef kallið kemur? „Ég veit nú ekki með að slaufa öllu, en auðvitað langar alla sem eru mikið í tónlist að geta lifað á þessu eingöngu. Þetta er áhuga- málið og hver vill ekki vinna við áhugamálið? Það eru allir í band- inu að grautast í tónlist og starfs- ferli í einu. Trommarinn að klára atvinnuflugmanninn og hinir tveir eru að læra að vera tónlistar- kennarar.“ Dikta heldur upp á útgáfu plöt- unnar á Nasa við Austurvöll í kvöld. Kalli úr Tenderfoot hitar upp kofann. „Það verður öllu tjaldað til,“ segir Haukur. „Miðasalan hefur gengið alveg fáránlega vel svo maður er bæði glaður og hrærður.“ drgunni@frettanbladid.is Rólegri en enn þá rokkaðir EKKERT UPPFYLLINGAREFNI Á NÝJU PLÖTUNNI Haukur Heiðar Hauksson (lengst til vinstri) og félagar hans í Diktu fagna útgáfu nýrrar plötu á Nasa í kvöld. MYND/AUÐUR SIGURBERGSDÓTTIR Nú þegar fyrsti áratugur 21. aldarinnar er að renna sitt skeið á enda keppast tónlistarspekingar við að gera áratuginn upp. Enska tónlistartímaritið NME hefur gefið út sinn lista yfir 100 bestu plöturnar frá 2000 til 2009. Þar eru þrjú efstu sætin skipuð plötun- um XTRMNTR með Primal Scream, Up the Bracket með The Libertines og sú besta þykir þeim vera Is This It með The Strokes. Tvær íslenskar plötur kom- ast á lista NME, Ágætis byrjun með Sigur Rós nær 97. sætinu og Vespertine með Björk er númer 95. Á samskonar lista hjá bandaríska vefritinu Pitchfork eru þrjár íslenskar plötur á topp 200. Vespertine Bjarkar er númer 92, en Sigur Rós eru með plötuna ( ) í 135. sæti og Ágætis byrjun kemst alla leið í áttunda sæti. Pitchfork segja Kid A með Radiohead bestu plötu áratugarins, en Funeral með Arcade Fire og Discovery með Daft Punk koma þar á eftir. Áratugurinn gerður upp IS THIS IT? Plata The Strokes er best að mati NME. MORÐINGJARNIR BB & BLAKE FATAMARKAÐUR Í LAUGARDALSHÖLLINNI OPIÐ FRÁ KL. 11 TIL 19 Í L A UG ARDALSHÖ LLIN N I Íþróttabuxur / herra 2.499 kr. Húfur ódýrt Komdu og gerðu kjarakaup fyrir jólin Nýttkorta-tímabil 999 kr. verð frá

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.