Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 73

Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 73
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 2009 53 „Maður verður að líta kreppuna annað hvort jákvæðum eða neikvæðum augum og ég ákvað að líta á þetta sem tækifæri,“ segir arkitektinn og innanhússhönnuður- inn Gulla Jónsdóttir, sem hefur sagt skilið við hönnunarfyrirtækið Dodd Mitchell og stofnað sitt eigið undir nafninu G+ Gulla Jonsdottir Design Group. Gulla hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun sína og hlaut meðal annars fimm verðlaun á hönnunar- hátíðinni Boutique Design 2008 í Miami. „Ég mun sinna arkitektúr, innanhúss- arkitektúr og hönnun í framtíðinni. Ég lærði arkitektúr á sínum tíma en með árunum hef ég leiðst meira út í innanhúss- arkitektúr. Mig langaði að breyta til og fara aftur í arkitektúrinn en sinna hönnuninni líka áfram,“ útskýrir Gulla. Aðspurð segist hún hafa ráðið til sín tvo arkitekta og verða aðalskrifstofur fyrir- tækisins í Los Angeles þar sem Gulla er búsett. Þegar Fréttablaðið náði tali af Gullu stóð hún í ströngu við að mála og stand- setja skrifstofuna en sagðist bjartsýn á framtíðina og sér ekki eftir ákvörðun sinni. „Með hverjum deginum sem líður verð ég sannfærðari um að ég hafi gert rétt. Ég er spennt á að byrja vinnudaginn og það er góð tilfinning,“ segir Gulla að lokum. - sm Spennt fyrir hverjum degi SINN EIGIN HERRA Gulla Jónsdóttir hefur stofnað sitt eigið hönnunarfyrirtæki í borg englanna. Tónlistarmaðurinn Koi held- ur útgáfutónleika í Bæjarbíói í Hafnar firði á föstudag til að kynna plötu sína Sum of All Things sem kom út í september. „Ég byrjaði á henni 2007 þegar ég bjó í Hollandi. Síðan flutti ég heim síðasta haust og kláraði plötuna,“ segir Koi, eða Kjartan Orri Ingvason, sem lýsir tónlistinni sem kántrískotnu popp-rokki. Kjartan spilar á gítar og munnhörpu á plötunni auk þess að syngja. Til viðbótar kemur við sögu á plötunni 21 annar hljóð- færaleikari, enda notaðist Kjart- an við blásturshljóðfæri, strengi og ýmislegt fleira til að útkom- an yrði eins góð og kostur er. Auk tónleikanna í Bæjarbíói heldur hann tónleika á Café Rosenberg á þriðjudaginn. Bæði kvöldin koma einnig fram Lára Rúnarsdóttir og Hjörvar. Kántrískotin popptónlist KOI Kjartan Orri Ingvason spilar í Bæjar- bíói í Hafnarfirði til að kynna plötuna Sum of All Things. Dagslinsur Kr: 2.490.- Hamrahlíð 17 - Húsi Blindrafélagsins 105 Rvk. S: 552 2002

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.