Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 73

Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 73
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 2009 53 „Maður verður að líta kreppuna annað hvort jákvæðum eða neikvæðum augum og ég ákvað að líta á þetta sem tækifæri,“ segir arkitektinn og innanhússhönnuður- inn Gulla Jónsdóttir, sem hefur sagt skilið við hönnunarfyrirtækið Dodd Mitchell og stofnað sitt eigið undir nafninu G+ Gulla Jonsdottir Design Group. Gulla hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun sína og hlaut meðal annars fimm verðlaun á hönnunar- hátíðinni Boutique Design 2008 í Miami. „Ég mun sinna arkitektúr, innanhúss- arkitektúr og hönnun í framtíðinni. Ég lærði arkitektúr á sínum tíma en með árunum hef ég leiðst meira út í innanhúss- arkitektúr. Mig langaði að breyta til og fara aftur í arkitektúrinn en sinna hönnuninni líka áfram,“ útskýrir Gulla. Aðspurð segist hún hafa ráðið til sín tvo arkitekta og verða aðalskrifstofur fyrir- tækisins í Los Angeles þar sem Gulla er búsett. Þegar Fréttablaðið náði tali af Gullu stóð hún í ströngu við að mála og stand- setja skrifstofuna en sagðist bjartsýn á framtíðina og sér ekki eftir ákvörðun sinni. „Með hverjum deginum sem líður verð ég sannfærðari um að ég hafi gert rétt. Ég er spennt á að byrja vinnudaginn og það er góð tilfinning,“ segir Gulla að lokum. - sm Spennt fyrir hverjum degi SINN EIGIN HERRA Gulla Jónsdóttir hefur stofnað sitt eigið hönnunarfyrirtæki í borg englanna. Tónlistarmaðurinn Koi held- ur útgáfutónleika í Bæjarbíói í Hafnar firði á föstudag til að kynna plötu sína Sum of All Things sem kom út í september. „Ég byrjaði á henni 2007 þegar ég bjó í Hollandi. Síðan flutti ég heim síðasta haust og kláraði plötuna,“ segir Koi, eða Kjartan Orri Ingvason, sem lýsir tónlistinni sem kántrískotnu popp-rokki. Kjartan spilar á gítar og munnhörpu á plötunni auk þess að syngja. Til viðbótar kemur við sögu á plötunni 21 annar hljóð- færaleikari, enda notaðist Kjart- an við blásturshljóðfæri, strengi og ýmislegt fleira til að útkom- an yrði eins góð og kostur er. Auk tónleikanna í Bæjarbíói heldur hann tónleika á Café Rosenberg á þriðjudaginn. Bæði kvöldin koma einnig fram Lára Rúnarsdóttir og Hjörvar. Kántrískotin popptónlist KOI Kjartan Orri Ingvason spilar í Bæjar- bíói í Hafnarfirði til að kynna plötuna Sum of All Things. Dagslinsur Kr: 2.490.- Hamrahlíð 17 - Húsi Blindrafélagsins 105 Rvk. S: 552 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.