Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 80
60 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR N1-deild kvenna Valur - Stjarnan 24-24 (13-11) Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 7/4 (11/6), Katrín Andrésdóttir 6 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 3 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Skúladóttir 2 (5), Íris Pétursdóttir 2 (5), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 0 (5) Varin skot: Berglind Hansdóttir 24/2 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Katrín) Fiskuð víti: 6 (Katrín 3, Íris 2, Rebekka) Utan vallar: 4 mín. Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamasan 9/1 (20/3), Þorgerður Atladóttir 4 (8), Aðalheiður Hreinsdóttir 3 (5), Elísabet Gunnarsdóttir 3 (6), Þórhildur Gunnarsdóttir 2 (2), Esther Ragnars- dóttir 2 (5), Jóna Halldórsdóttir 1 (1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 0 (2), Kristín Clausen 0 (2) Varin skot: Florentina Stanciu 11/1, Sólveig Ásmundsdóttir 2 Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Þorgerður, Jóna, Þórhildur) Fiskuð víti: 3 (Kristín, Esther, Þórhildur) Utan vallar: 4 mín. Fylkir - Fram 19-20 (12-7) Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 6, Elín Helga Jóns- dóttir 4, Ela Kowal 4, Sunna María Einarsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Hildur Harðardóttir 1. Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 8, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Marthe Sördal 2, Karen Knútsdóttir 2, Pavla Nevarilova 2. STAÐAN Valur 7 6 1 0 216-130 13 Stjarnan 8 6 1 1 248-178 13 Fram 7 6 0 1 205-148 12 Fylkir 7 3 0 4 172-150 6 Haukar 6 3 0 3 161-165 6 FH 6 3 0 3 162-168 6 KA/Þór 6 1 0 5 138-174 2 HK 7 1 0 6 152-227 2 Víkingur 6 0 0 6 101-215 0 Iceland Express d. kvenna Haukar - Keflavík 67-68 (29-43) Stig Hauka: Heather Ezell 27, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18 (14 fráköst), Telma Fjalarsdóttir 12 (10 fráköst), Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2. Stig Keflavíkur: Kristi Smith 19, Bryndís Guð- mundsdóttir 18 (13 fráköst, 7 stoðsendingar), Marín Rós Karlsdóttir 10, Birna Valgarðsdótt- ir 7, Rannveig Randversdóttir 6, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Sigrún Albertsdóttir 1. Snæfell - Hamar 71-87 (45-41) Stig Snæfells: Kristen Green 36, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 8, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 6, Sara Sædal Andrésdóttir 5, Helga Hjördís Björgvins- dóttir 5, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Gunnhildur Gunnarsdóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 3, Rósa Indriðadóttir 2. Stig Hamars: Koren Schram 26, Kristrún Sigurjónsdóttir 18, Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 14, Fanney Guðmundsdóttir 7, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Íris Ásgeirsdóttir 2. Grindavík - Njarðvík 75-60 (34-31) Stig Grindavíkur: Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Michele DeVault 14, Jovana Lilja Stefánsdóttir 13, Helga Hallgrímsdóttir 11 (18 fráköst), Petrúnella Skúladóttir 10, Íris Sverrisdóttir 9, Berglind Anna Magnúsdóttir 2, Alma Rut Garðarsdóttir 2. Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 23, Auður Jónsdóttir 11, Sigurlaug Guðmundsdóttir 8, Anna María Ævarsdóttir 6, Heiða Valdimarsdóttir 5, Harpa Hallgrímsdóttir 5, Ólöf Helga Pálsdóttir 2. STAÐAN KR 7 7 0 509-340 14 Hamar 7 5 2 514-484 10 Grindavík 7 4 3 454-439 8 Keflavík 7 3 4 468-479 6 Haukar 7 3 4 502-478 6 Snæfell 7 2 5 401-504 4 Valur 7 2 5 405-482 4 Njarðvík 7 2 5 472-519 4 Undankeppni HM 2010 Úkraína - Grikkland 0-1 0-1 Dimitris Salpigidis (31.) Grikkland vann samanlagt, 1-0. Frakkland - Írland 1-1 0-1 Robbie Keane (33.), 1-1 William Gallas (103.) Frakkland vann samanlagt, 2-1, en framlengja þurfti leikinn. Bosnía - Portúgal 0-1 0-1 Raul Maireles (55.) Portúgal vann samanlagt, 2-0. Slóvenía - Rússland 1-0 1-0 Zlatko Dedic (44.) Slóvenía kemst áfram á útivallarmarki þar sem liðin skildu jöfn eftir samanlögð úrslit, 2-2. Alsír - Egyptaland 1-0 1-0 Antar Yahia (40.) Þýska úrvalsdeildin Füchse Berlín - HSV Hamburg 25-37 Rúnar Kárason komst ekki á blað hjá Füchse Berlin. Göppingen - TV Grosswallstadt 27-27 Sverre Andreas Jakobsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt en Einar Hólmgeirsson var ekki með liðinu vegna meiðsla. Hannover-Burgdorf - Gummersbach 24-28 Hannes Jón Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Hann- over-Burgdorf og Róbert Gunnarsson 4 mörk fyrir Gummersbach. SG Flensburg - MT Melsungen 34-30 Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Flensburg. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur eru komnar á sigurbrautina eftir fjög- ur töp í röð í upphafi móts og í gær unnu þær sinn þriðja sigur í röð þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 68-67, í æsispennandi leik á Ásvöllum. Keflavíkurliðið lagði grunninn að mikilvægum sigri í fyrri hálfleik en það var með 14 stiga forskot í hálfleik, 43-29. Keflavíkurliðið hélt Heather Ezell í aðeins sex stigum í fyrri hálfleik en Ezell var nærri því búin að koma sínu liði í fram- lengingu þegar hún skoraði 21 stig í seinni hálfleik. Heather fékk reyndar gullið tækifæri til að jafna rúmum fimm sekúndum fyrir leikslok en klikkaði á seinna víti sínu. Hún var þá búin að skora úr átta vítum í röð. „Heather er stórkostlegur leik- maður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, í léttum tón en Heather var samt einu misheppn- uðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok,“ sagði Jón. „Fyrri hálfleikurinn fór alveg með okkur því það er ekki nóg að spila bara einn hálfleik. Stelpurn- ar mættu bara ekki tilbúnar í leik- inn og það gengur ekki að lenda fjórtán stigum undir á móti alvöru liðum því þau gefa ekki svona for- skot frá sér,“ sagði Henning Henn- ingsson, þjálfari Hauka en hann segir sitt unga lið enn vera að læra. „Þær læra vonandi hvern- ig þær eiga koma til leiks því þær lærðu allavega hvernig á ekki að koma til leiks,“ sagði Henning. Bryndís Guðmundsdóttir átti mjög góðan leik hjá Keflavík þar sem hún var með 18 stig, 13 frák- öst og 7 stoðsendingar. Keflavík- urliðið hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum eftir að hún fékk langþráða leikheimild. „Við vorum aðeins værukærar í seinni hálf- leiknum og við spiluðum ekki vel í honum. Það var einhver spenna í okkur en það var mjög sterkt að klára leikinn og það mun hjálpa okkur mikið í stigatöflunni,“ sagði Bryndís og bætti við: „Mér finnst ég verða betri og betri með tím- anum. Það er erfitt að tapa fjórum leikjum í röð og sérstaklega þegar maður getur ekki verið með og situr á bekknum,“ sagði Bryndís. Stigin tvö voru Keflavíkurlið- inu miklu mikilvægari en hvern- ig leikurinn spilaðist og þjálfar- inn var sáttur í leikslok. „Ég var rosalega ánægður með að ná því að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara að tapa þessu. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessu, hleypt- um þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Hall- dór og bætti við: „Það vissu það allir sem vildu vita að það var ekkert eðlileg byrj- un. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verð- ur talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð,“ sagði Jón að lokum. - óój Heather Ezell var einu misheppnuðu víti frá því að tryggja Haukum framlengingu: Keflavíkurkonur komnar á sigurbrautina BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Átti góðan leik með Keflavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI „Fyrir fram ætluðum við okkur að ná í tvö stig en miðað við hvernig leikurinn þróaðist má segja að eitt stig sé sigur fyrir okkur. Við vorum nánast ekki með í seinni hálfleik en sýndum karakt- er í lokin,“ sagði Elísabet Gunnars- dóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir jafnteflið í toppslagnum gegn Val á Hlíðarenda. Heimakonur voru yfir allan seinni hálfleikinn en gestirnir voru aldrei langt undan og Elísa- bet jafnaði 24-24 með síðasta marki leiksins. Leikurinn hófst á mýmörgum mistökum á báða bóga en Stjörnu- liðið var þó á undan að finna ein- hvern takt á sinn leik. Liðið náði fjögurra marka forystu snemma en þá náðu heimastúlkur að laga varnarleik sinn, sem var ekki upp á marga fiska í byrjun, og sneru taflinu sér í vil. Staðan var 13-11 fyrir Val í hálfleik. Snemma í seinni hálfleiknum komst Valur í 19-15 en Garðabæj- arliðið gafst ekki upp og krækti í ansi mikilvægt stig upp á stöðuna í deildinni að gera. Bæði lið hafa þrettán stig en Stjarnan leikið leik meira. Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var greinilega alls ekki sátt- ur við úrslitin. „Við byrjuðum mjög illa og lékum alls ekki nægilega vel fyrstu tíu mínúturnar. Síðan vorum við betra liðið og áttum að klára þennan leik. En á einhvern óskiljanlegan hátt töpum við stigi hérna. Eina skýringin er sú að það vantaði skynsemi,“ sagði Stefán. „Við höfum verið lengi í gang í leikjunum, ég hef ekki fund- ið ástæðuna fyrir því. En ef við tökum það jákvæða er liðið enn taplaust og var að mínu viti betra liðið í þessum leik.“ Markahæst í liði Stjörnunnar var Alina Tamasan með níu mörk. Hrafnhildur Skúladóttir skor- aði mest fyrir Val, sjö mörk, og þá Katrín Andrésdóttir frábæran leik og skoraði sex. Berglind Hans- dóttir var eins og oft áður í stuði í marki Valsliðsins og varði 24 skot. „Mér finnst mjög gott að hafa náð stigi með Berglindi á móti sér í þessum ham,“ sagði Atli Hilmars- son, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er ekki einn af okkar betri leikjum. Tvö af betri liðum deildarinnar voru þarna að mætast og þetta eru mjög jafnir leikir eins og úrslitin hafa sýnt.“ - egm Stjörnustúlkur sáttari við stigið Valskonur eru enn ósigraðar í N1-deild kvenna en þurftu að sætta sig við eitt stig þegar Stjarnan kom í heimsókn í gær. Bæði lið hafa þrettán stig en Stjarnan hefur leikið leik meira. SKORAÐI ÞRJÚ Hildigunnur Einarsdóttir á fullu í sókn- inni hjá Val gegn Stjörnunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Sex síðustu leikirnir fóru fram í undankeppni HM 2010 í gærkvöldi og nótt. Úrslit réðust í undankeppninni í Evrópu þar sem síðari leikirnir í umspilinu fóru fram. Óhætt er að segja að Frakk- ar hafi sloppið með skrekkinn á heimavelli sínum í París þar sem þeir mættu Írum. Frakkar unnu 1- 0 sigur í fyrri leik liðanna en Írar náðu að svara fyrir sig í gær. Robbie Keane kom Írum 1-0 yfir með marki á 32. mínútu eftir lag- legan undirbúning og fyrirgjöf Damiens Duff. Keane skoraði með hnitmiðuðu skoti úr vítateignum. Írar fengu nokkur færi til við- bótar í leiknum og hefðu vel getað tryggt sér farseðilinn til Suður- Afríku með því að bæta við marki í venjulegum leiktíma. Það gerðist hins vegar ekki og þurfti því að grípa til framleng- ingar. Þar voru það Frakkar sem höfðu lukkudísirnar á sínu bandi í fram- lengingunni. Á 103. mínútu kom há sending inn á teig Íranna. Thierry Henry var við það að missa bolt- ann aftur fyrir endamörk en náði að koma knettinum fyrir sig með hendinni og gefa boltann fyrir markið. Þar var William Gallas mættur og skallaði knöttinn í autt markið. Frakkar skoruðu þar með kol- ólöglegt mark og mótmæltu írsku leikmennirnir því mjög að markið fengi að standa. Guus Hiddink og lærisveinar hans í rússneska landsliðinu máttu sætta sig við 1-0 tap í Slóveníu í gær. Samanlögð úrslit voru því 2-2 en Slóvenar fóru áfram á markinu sem Nejc Pecnik skoraði í blálok fyrri leik liðanna í á Luzhniki- leikvanginum í Moskvu. Rússar misstu tvo leikmenn af velli með rautt spjald í leiknum í gær. Fyrst varamanninn Alexand- er Kerzhakov á 66. mínútu og svo Yury Zhirkov sem fékk að líta sitt síðara gula spjald í uppbótartíma leiksins. Portúgalar komust áfram eftir 1-0 sigur á Bosníu á útivelli og 2-0 samanlagðan sigur. Raul Meireles, leikmaður Porto, skoraði eina mark leiksins í gær. Þá komust Grikkir einnig á HM með 1-0 sigri á Úkraínu á útivelli í gær. Dimitris Salpigidis skoraði eina mark leiksins eftir stungu- sendingu Georgios Samaras. Þetta er í fyrsta sinn sem Grikkir keppa á HM síðan 1994 en þeir urðu Evrópumeistarar árið 2004 undir stjórn Otto Rehhagel sem enn er landsliðsþjálfari Grikkja. Þá bókaði Alsír farseðilinn til Suður-Afríku eftir 1-0 sigur á Egyptalandi er liðin mættust í hreinum úrslitaleik á hlutlausum velli í Súdan. Síðasti leikurinn var svo síð- ari umspilsleikur Kosta Ríka og Úrúgvæ en þeim leik var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Úrslitakeppnin sjálf hefst svo í Suður-Afríku hinn 11. júní næsta sumar en dregið verður í riðla í Höfðaborg þann 4. desember næst- komandi. - esá Síðustu leikirnir í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fóru fram í gærkvöldi og nótt: Hönd Henrys bjargaði Frökkum í París UMDEILT MARK RÉÐI ÚRSLITUM Frakkar fagna marki William Gallas í gær. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.