Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 82

Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 82
62 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir hvaða leikmenn liðanna koma best út í nýja töl- fræðiþættinum á heimasíðu KKÍ. Fyrri talan er gengi liðs leik- manna þegar þeir eru inni á vell- inum en innan sviga er síðan gengi liðsins þegar viðkomandi leikmaður er utan vallar. - óój HÆSTIR Í PLÚS OG MÍNUS: Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfelli +112 (-12) Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík +110 (-30) Hlynur Bæringsson, Snæfelli +96 (+4) Magnús Þór Gunnarsson, Njarðvík +86 (-6) Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli +81 (+19) Sigurður Gunnar Þorsteinss., Keflavík +78 (+29) Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli +75 (+25) Jovan Zdravevski, Stjörnunni +75 (-10) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík +72 (+35) Sveinn Arnar Davíðsson, Snæfelli +72 (+28) Justin Shouse, Stjörnunni +71 (-6) Magnús Helgason, Stjörnunni +68 (-3) Friðrik Stefánsson, Njarðvík +65 (+15) Brenton Joe Birmingham, Grindavík +64 (-15) Páll Kristinsson, Njarðvík +61 (+19) Emil Þór Jóhannsson, Snæfelli +61 (+39) Rashon Clark, Keflavík +59 (+48) Elentínus Margeirsson, Keflavík +59 (+48) *Leik Fjölnis og KR vantar þar sem tölfræðin var tekin á gamla mátann. Finnur Atli Magnússon (+51) og Semaj Inge (+46) ættu því örugglega að vera báðir inni á þessum lista. Iceland Express-deild karla: Hæstu menn KÖRFUBOLTI Ný aðferð er komin fram til að meta mikilvægi leik- manna í körfuboltanum. Snæfell- ingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirs- son og Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson eru hæstir í nýjum tölfræðiþætti KKÍ eftir fyrstu sex umferðir Iceland Express-deildar karla – þeir koma best út í svo- kölluðum plús og mínus tölfræði- þætti. Snæfell hefur unnið þær 180 mínútur sem Pálmi hefur spil- að með 112 stigum og Njarðvík hefur unnið þær 182 mínútur sem Jóhann Árni Ólafsson hefur spilað með 110 stigum. Það er flestum ljóst að tölfræði í körfubolta segir ekki alla sög- una og margir mikilvægir þættir innan leiksins skila sér aldrei inn á tölfræðiskýrsluna eftir leik. Hlutir eins og góðar ákvarðanir, góð vörn, góðar hindranir eða óeigin- girni inni á vellinum stuðla oftast að betri leik liðsins en koma hvergi fram í tölfræðilínu leikmanna. Í nýju tölfræðikerfi KKÍ er þó komin fram ein leið til þess að mæla áhrif leikmanna á leik liða þeirra. Nú er nefnilega hægt að sjá hvernig liðunum gengur þegar ákveðinn leikmaður er inni á en þar má sjá hvort liðið sé í plús eða mínus þegar viðkomandi leikmaður er meðal þeirra fimm sem eru á vellinum hverju sinni. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom til Snæfells fyrir tímabilið og hefur hjálpað sínum mönnum til þess að vinna 4 af 6 fyrstu leikj- um tímabilsins. Snæfell er 112 stig í plús með Pálma inni á vellinum en í 10 stig í mínus þegar hann er utan vallar. Pálmi er sjálfur með 8,8 stig, 5,2 fráköst og 4,2 stoð- sendingar að meðal- tali í leik og framlag hans er upp á 12,3 stig í leik. „Pálmi er okkur gríðarlega dýrmætur. Hann er reynslumik- ill og góður alhliða leikmaður. Hann er skapandi auk þess að vera prýðis skytta,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellsliðsins. „Hann er mjög fórnfús og hugsar fyrst og fremst um liðið áður en hann hugsar um sjálfan sig. Það er frábært fyrir Pálma og ýtir undir sjálfstraustið að fá svona umfjöllun því þetta eru tölurnar sem ekki allir lesa. Frekar er verið að horfa á stigaskorið og einhverjir hafa spurt af hverju hann gerir ekki meira. Þeir hinir sömu gera sér ekki grein fyrir því hvað hann hefur góð áhrif á spilið og hvað hann býr til fyrir okkur,“ segir Ingi, sem býst við enn meiru af Pálma þegar hann fer að spila stöðu skotbakvarðar á ný. Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson er ekki langt á eftir Pálma og áhrif þess að hafa hann ekki inni á vellinum eru enn meiri. Njarðvík er með 110 stig í plús með Jóhann á vellinum en er í mínus 30 stigum þegar hann situr á bekknum. „Jóhann hefur spilað gríðarlega vel á þessu tímabili og verið mun stöðugri í sínum leik en ég hef séð til hans áður,” segir Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Njarðvíkur, en Jóhann er með 20,0 stig, 4,7 fráköst og 3,3 stoð- sendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjunum sem gerir framlag upp á 19,7 stig í leik. Sigurður segir stóran hluta af leik Jóhanns ekki koma fram í töl- fræðinni. „Þarna koma einmitt inn margir hlutir sem koma ekki fram inni á tölfræðinni eins og hvað hann spilar flotta liðsvörn. Tölfræðin hans er líka mjög flott en það er engu að síður fullt af öðrum þáttum leiksins sem hann er mjög góður í. Ákvarðana- taka hans inni á vellinum er sífellt að verða betri og hann er gríðar- lega mikilvægur liðinu,“ segir Sigurður. „Jóhann er mikill liðsmaður og gefur sig í að spila samkvæmt því sem á að gera. Hann er ekkert að reyna of mikið heldur og heldur sig innan leikkerfisins. Það er mjög flott þegar góðir leikmenn eins og hann eru til í að spila eftir því sem á að gera,“ segir Sigurður. Þeir Pálmi og Jóhann skera sig nokkuð úr á listanum en í þriðja sæti er liðsfélagi Pálma, Hlynur Bæringsson. Njarðvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson er síðan í fjórða sætinu. Hér til hliðar má sjá hvaða leik- menn Iceland Express-deildar karla eru í mestum plús í fyrstu sex umferðunum deildarinnar. Hægt er að nálgast þessar upp- lýsingar á nýja tölfræðivefnum á heimasíðu KKÍ. Þar er hægt að sjá +/- fyrir hvern leikmann í hverjum leik. ooj@frettabladid.is Mikill plús að hafa Pálma og Jóhann KKÍ býður upp á nýja tölfræði en nú má sjá hvernig gengur þegar ákveðinn leikmaður er inni á vellinum. Fréttablaðið skoðaði hvaða leikmenn koma best út í fyrstu umferðum Iceland Express-deildarinnar. JÓHANN ÁRNI ÓLAFSSON Kom til Njarðvíkur á ný eftir að hafa spilað í Þýskalandi í eitt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL PÁLMI FREYR SIGUR- GEIRSSON Kom til Snæfells frá KR. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON BESTI KÖRFUBOLTI Í HEIMI ORLANDO MAGIC – BOSTON CELTICS FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 01:00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.