Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 2
Gefið gaum að skónum Því aðeins er klæðnaður yðar óaðfinnanlegur að skórnir séu vandaðir og vel gerðir 0 Nýja skóverksmiðjan vandar vörur sínar Söluumboð: Bræðraborgarstíg 7 PÓSTURINN Kæra Vika: Mig langar að spyrja þig hvort ávísanir séu ekki peningar. Ég skrapp um daginn inn á veit- ingastað í Austurstræti (Isborg) en þangað hafði ég raunar aldrei komið áður. Þar fékk ég mér snarl af því ég mátti ekki vera að þvi að fara heim. Þegar ég ætlaði að borga, varð ég þess vís að ég hafði ekki á mér lausafé og dró því upp ávísanahefti. En afgreiðslustúlkan þverneit- aði að taka við ávísuninni og stóð nú í nokkru stímabraki. En allt kom fyrir ekki. Hún sagði að forstjórinn hefði bannað þeim að taka við ávísunum. Ég varð að fara út og fékk loks ávís- uninni skipt á Hótel Borg umyrðalaust. Nú lang- ar mig að spyrja þig hvort afgreiðslufólk geti neitað að taka við ávísun? Einn móðgaður. SVAR: Afgrciðslufólki er skylt að taka ávísuu gilda sem greiðslu. Ýmsir forstjórar þora þó ekki annað en banna fólki sínu að taka við á- visunum og hlýtur það að fara eftir þvi hverjir eru fastir viðskiptavinir. Kæra Vika: Ég hef alltaf leitast við að vera syni mínum góð og vernda hann vel gegn öllum spillingaröfl- um, sem fara með svo marga unga menn nú á dögum og leggja líf þeirra í rúst. Ég er ein- stæðingsekkja og hef vakað yfir hverju fótmáli drengsins míns frá þvi hann var agnarlítill og reynt að forða honum frá öllum löstum og illum félagsskap og öðru sem getur komið ungum mönnum á kné. Ég hef margbannað honum að vera með ýmsum félögum sínum sem ég veit að vilja honum miður gott, ég hef líka margbannað honum að vera seint á ferli á kvöldin og látið hann skila mér öllum peningum, sem hann hefur unnið sér inn, svo hann gæti ekki leiðst til þess að kaupa sér neitt sem gæti skaðað hann. Hann er einkabarn og þótt við höfum alltaf verið fá- tæk hef ég reynt að hlynna og hlú að honum eftir megni. En hann hefur reynst mér vanþakklátur. Eftir þvi sem hann eltist hætti að láta mig hafa pen- inga og hlýddi mér ekki í neinu, drabbaði allar nætur stundum og nú síðast braust hann inn með öðrum piltum. Þeim var sleppt og ekkert gert í málinu en ég er alveg í öngum mínum. Ég veit að ekkert af þessu er honum að kenna, þvi hann er góður drengur en það eru þessi félagar hans sem eiga alla sök á hvernig komið er fyrir honum. Segðu mér nú hvað ég get gert í málinu, hann vill aldrei hlusta á mig þó ég sé að gefa honum góð ráð. Sigriður Tómasdóttir. SVAR: Þú liefur rétt fyrir þér í einu, Sigríður mín, að þetta er ekki syni þínum að kenna, a.m. k. ekki eingöngu. En þú hefur rangt fyrir þér í öðru: að þetta sé állt félögum hans að kenna. Mér segir svo hugur að þú eigir sjálf mesta sök- ina. Það er liart að segja þetta, en þú cettir að líta i eigin barm og íhuga hvort þú hafir ekki verið alltof ströng og hörð við son þinn, þótt þér hafi gengið gott til. Að minu viti hefur þú gengið álltof langt í því að banna honum og skert frjálsrœði hans meira en eðlilegt er. Eftir því sem þú segir hefur hann varla mátt um frjálst höfuð strjúka og óánœgja hans hefur brotizt út þegar honum óx fiskur um hrygg. Því miður get ég ekki gefið þér nein algild ráð í þessu efni, þú œttir að tála við son þinn og biðja hann fyrirgefningar á því hvernig þú hefur leikið hann állt frá barnœsku, ef til vill leerir hann þá að bera virðingu fyrir þér og lœtur af öllum prakkarastrikum. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.