Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 9
( I » • — t>ú fórst til Hue Saint-Sabas. — Já. fig heyrði þig- meira að segja tala 1 garðinum. Þú fórst til Rue Saint-Sabas, endurtók rödd- in. Þú fórst og hittir — stjúpföður minn. Ég kœri mig ekki um, að þú sért að hitta þann mann. Ég banna þér að hitta hann. Já, ég meina það, ég banna þér það. Nei, það er eJcJci vegna móður minnar. Ég vil ekki, að þú hittir hann aftur, né hann hitti þig. Já, ég banna þér það. Julie lagði heyrnartólið hæversklega aftur á símann án þess að hlusta frekar. Enn hringdi síminn, hún anzaði og hún heyrði röddina bresta með gi'át. „Þessi er sá erfiðasti af þeirn öllum“ hugsaði hún. ( « Hún klæddist í snatri og fór i svart-hvíta kjól- inn. „Ég má helzt ekki heyra talað um stráka á gelgjuskeiði," hugsaði hún. Hvað kemur honum það við? Ungir strákar eru hreinasta piága. Það er gott, að mér er ekki um þá gefið. Koss á enni hans og tveir dropar af ilmvatninu mínu á bak við eyrun á honum, og hann ímyndar sér, að hann sé þar með orðinn elskhugi minn! Hvað sem því líður, þá hef ég það á tilfinningunni, að hann eigi máske eftir að vera sá mest þreytandi af þeim öllum. Það er hugsanlegt, að ég geti losnað við hann með því að heimsækja Espivant aðeins sárasjaldan." Hún vissi, um leið og hún sá sig í speglinum, að hún mundí ekki verða svo sanngjörn. Augnabliki siðar var Coco kominn, og hún hafði öðrum hnöppum að hneppa, því að kunn var hún fyrir þá ánægju, sem hún hafði i nær- veru karlmanna. „Tré á eyðimörk," hugsaði hún um leið og hún leit á Coco. Samt sem áður hlust- aði hún á lýsingu Cocos á kvöldinu áður, háðs- leg á svip. - tijcx-u nú til, Julie . . . Um leið og hann talaði, danglaði hann með fætinum í borðið og var hér um bil búinn að setja blómaskál um koll. . . . Mér er ekki sama um virðuleikann, Julie. Til að refsa honum fyrir orðið, kippti hún í báða enda á bindinu hans, rótaói í hárinu á hon- um og togaði hann í allar áttir, eins og vig- tennt tik, sem leikur sér og lætur í það skina, aó hún geu bitio. Það var ekki mera en svo, að hann gæú hlegið, en reyndi að verja sig. „Julie, þetta eru nýju fötin min! Ég hata, ao noakur snerti á bindinu minu!" Hún kyssti hann, ann- ars hugar þó, og þegar hann fann s.iertingu hinna sterku, köldu máluou vara hennar, hætti han . að tala í einlægri eftirvæntingu. En Julie launaði honum ekki í.ieira og lagöi af stað á undan hon- um niður stigann. Þau gerou Sc.r bæði far um að vera ánægð á meðan á máltíoinni stóð. Fyrir augunum á nokkr- um áhyggjufullum verzlunarmcnnum og fáeinum ungum konum, sem virtust hafa kvikmyndir að markmioi, og þingmanni, sem heilsaði he.i.u dá- lítið of kunnuglega, kom Julie fiam eins og henni væri sama um álitið, sem hún hafði og þúaði Coco fullum hálsi. Hann horlði djupt í augu Juhe. — Hver var þessi náungi, sem þú heilsaðir áðan, þarna yfir í horninu ? — Þingmaður að nafni Puylmare. — Þekkirou hann vel? —Nóg til þess að vilja ekki þekkja hann betur. — Svo þú hefur ekki á móti þv,, að hann sjái okkur saman? — Elskulega barn, gjörðu svo vel að koma því inn í höfuðið, að mér er fjandans sama. Ég meina ,ekki aðeins um Puylmare, heldur um alla — En hvað þú ert elskuleg! En jafnvel á meðan hann var að segja þetta, virtist hann ekki svo viss um, aö húu væri svo elskuleg, þegar öllu væri á botninn hvolft. Hjá óhreinu litlu tjörninni hafði starrahópur, nærri hundrað að tölu, sezt að i trjágreinunum, þar sem greinarnar voru að taka á sig gullinn lit. Þeir voru bústnir og þunglamalegir, og tistij þeirra hljómaði eins og vetrarvindur. — Hvaö ætlarðu að gera i dag, Julie? -— Það er undir ýmsu komið. Hvaða dagur er í dag? — Veiztu aldrei hvaða dagur er, Julie? — Jú, þegar sá fimmtándi er á laugardegi eða sunnudegi. —- Hvers vegna? — Vegna þess, að þá get ég ekki náð í . . . líf- eyrinn minn fyrr en á mánudag. — Julie, sagði han vingjarnlega, það er sá ní- undi í dag. Þú þarft þó ekki á peningum að halda, eða er það ? —. Julie, sagði hann vingjamlega, það er sá ni- — Það eru venjulegar konur, hugsaði hún, sem bjóða svona. Hún sagði „Nei“ með höfðinu og kaus heldur að tala ekki. „Ég mundi bara segja eitthvað heimskulegt, eða öllu heldur að ég gæti ekki að því gert að segja „Já“ úr því að ég verð að borga Madame Sabrier fyrir vikuna, en á ekki eftir nema tvö hundruð og fjörutiu franka, já ég þarf virkilega á peningum að halda,“ hugleiddi hún með sjálfri sér. Hún hallaði sér fram á borðið og strauk um hönd Coco með rós, sem hótelhaldarinn hafði gef- ið henni. Julie, segðu mér nú í einlægni, viltu nú ekki fá dálítið af peningum, sagði Coco. Hún hristi höfuðið enn einu sinni. „Ef ég fer að tala um það, þá endar það ekki nema á einn veg, og ég viðurkenni, að mig langi í allskyns hluti, sem ég hafi þörf fyrir. Eg mundi segja að ég vildi gjarnan fá sokka, hanzka, loðkápu, tvær nýjar dragtir, ilmvötn í lítratali og tylftir af sáp- um. Mér hefir ekki verið svona innanbrjósts í háa herrans tíð. Hvað gengur að mér? Ef ég held mér elcki í skefjum með þetta, ef þessi blessaður sakleysingi fer að gefa mér eitthvað af laununum sinum og heldur svo, að ég sé hon- um skuldbundin, þá verður lífið mér hreinasta kvöl á ný.“ Hún hristi sig, brosti, og fór að púðra á sér nefið. — Þú ert hreinasti engill. Sendu mér dálitla flösku af Fayryland. Og farðu nú með mig heim. Ég verð að hafa fataskipti. Ég á stefnumót við Lucie. Við ætlum að fara að skemmta okkur við Framhald á bls. 23. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.