Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 26
Kátir krakkar á hestbaki
LEIFSÚTGÁFAN
Itátir krakkar
á hestbaki er
eftir þýzku skáldkonuna Ursulu Bruns. Sagan gerist
í Þýzkalandi og segir frá krökkum, sem eiga heima á
búgarði þar í landi. Á þessum búgarði er mikið af
hestiun, sem krakkamir hugsa um og eiga að vinum.
Margt þessara hesta er héðan frá Islandi. Þeir hafa
vérið flúttir til Þýzkalands og orðið beztu vinir vinir
þýzku bamanna, en hestar og böm hafa löngum verið
góðir vinir hér á landi. Er því ekki að efa, að öll ís-
lenzk böm munu hafa gaman af að lesa þessa bók.
Þessi bók Ursulu hefur náð miklum vinsældum,
verið þýdd á mörg mál og auk þess verið kvikmynduð.
Þegar kvikmyndin var gerð, var komið upp stóði á bú-
garði í Þýzkalandi fyrir myndatökuna og léku margir
íslenzkir hestar í myndinni, sem væntanlega verður
sýnd hér á landi áður en langt um líður.
öll böm, sem hafp, verið í sveit að sumrinu, eða eiga
heima í sveit, munu hafa sérstaka ánægju af að lesa
um íslenzku hestana í Þýzkalandi.
„Milli manns og hests og hunds, hangir leyniþráður“.
LÍFÆD REYKJAVÍKUR
Framhald af bls. 15
tekið við að horfa eitthvað langt i
burtu.
— í»ú ert dugleg stúlka, segi ég,
og þennan mann með bögglana, lang-
ar til að gefa þér fimmkall. Ég stend
upp.
Augað eina, fyllist undrun, og síð-
an hefst mikil barátta og erfiði við
að ná í fimmkall úr vasanum. Ég
tek ofan fyrir móðurinni, og held
áfram göngu minni. Þegar ég lít um
öxl, sé ég stóran mann með fangið
fullt af bögglum, og bögglarnir eru
allir á iði. Og það stendur lítil stúlka
og bíður hin rólegasta eftir fimmkall.
KVÖLD í Austurstræti. Veður er
milt, og frostlaust, snjór á jörðu.
Kaupmenn hafa því miður orðið
að loka dyrum sínum fyrir eyðslufús-
um almúga, og þeir eru að taka til
í hillum sinum, bæta við vörum og
telja peninga. Og fólkið tekur á rás
heim í kvöldmatinn. Á skömmum
tíma er gatan auð. En það stendur
ekki lengi. Nú hefst annar þáttur,
kvöldlíf götunnar. Þá ræður æsk-
an rikjum. Pjöldi pilta í hinum ógn-
vekjandi skinn-jökkum og þveng-
mjóum rokkbuxum leggur undir sig
hvern stein í götunni. Og ungar stúlk-
ur, líka í jökkum og þröngum rokk-
buxum, eru mættar. Þetta eru lag-
Fells: þenkjandi í snjókomu ....
legar stúlkur, en þær væru ennþá
laglegri ef þær væru ómálaðar. Þær
eru djarfar, jafnvel frekar. Æska
götunnar stendur fyrir utan Isborg,
ALLRA VEÐRA XON
fánamálinu. Gekk um götur Reykja-
víkur í fornmannabúningi rétt eins
og Oddur á Skaganum á sínum tíma,
þótt fjarri sé oss að líkja þeim sam-
an á nokkurn hátt.
Jóhannes Jósefsson mælti eitt sinn
af munni fram:
Ei fyllt var að barmi
mín kvalanna krús,
sem kyngin og erillinn lána,
þá byggði ég hvíldar og kærleikans
hús
á klettimum frammi við ána.
Við Hitará á Snæfellsnesi hefur
hann reist sumarhús. Þar hefur hann
hunda sína og veiðitæki og unir glað-
ur við laxveiðar á sumrum.
Eitt sinn var sá, er þetta ritar
staddur að Hótel Borg. Hann
var þá mjög ungur að árum. 1
þeim svifum snarast maður inn í
salinn, gengur að peningakassanum
og fer mikinn. Snáðinn spurði föður
sinn, hvat sá mann væri. Hann sagði,
að tarna væri Jóhannes bóndi, sem
ætti Borgina. Hann hefði eitt sinn
verið staddur í miðri eyðimörk
Afríku. Þá réðust að honum tíu blá-
menn, sem vildu manninn feigan.
Hafði Jóhannes þá engin vettlinga-
tök, en sneri þá alla úr hálsliðnum.
Hann sagði, að Jóhannes væri sterk-
asti maður á Islandi og sennilega í
öllum heiminum. Barnsminnið skil-
ur slík stórvirki ekki við sig og enn
ber hann ofurlítinn beyg í brjósti,
þótt hann hafi hvorki fyrr né síðar
reynt nokkuð misjafnt af Borgar-
bóndanum.
cJramka U af Us. 4
öðiu sinni var dagur að kvöldi
kominn á Borginni. Páeinir gestir
sátu enn að sumbli. Einn þeirra, hinn
mætasti borgari, harðneitaði að yfir-
gefa plássið. Hann vældi og veinaði,
sagðist verða að drekka meira, því
asninn, sem drykki gegnum hann,
hefði enn ekki fengið nándar nóg. All-
mikið þóf varð og gekk hvorki né rak.
Þá birtist Jóhannes í salnum. Hann
sá. að í óefni var komið. Snaraðist
upp og kom óðara með beizli. Siðan
beizlaði hann gestinn, sem lét nú fylli-
lega að stjórn, teymdi hann á fjór-
um fótum út úr hótelinu og hottaði
honum út á Austurvöll. Þar komst
borgarinn á beit og Jóhannes tók
framan úr honum mélin og gekk
aftur inn.
Jóhannes Jósefsson er stórbrotinn
maður. Hann er aidrei hálfur í neinu,
ávallt heill og hreinn og beinn. Kem-
ur fram, eins og honum þurfa þykir
hverju sinni og lætur aldrei hlut sinn.
Hann líkist einna helzt voldugu ó-
veðursskýi, þar sem allra veðra er
von, jafnt úrhellis sem þrumuveðurs,
ef þvi lýstur saman við sinn líka.
Hann hefur vafalaust fengið ein-
hverjar byltur síðar á ævinni, eftir
að hann hætti kappglímum, en jafn-
óðum sprottið upp á ný og tekið þétt-
lega í hönd sigurvegarans. Hann er
ekki aktamur maður, lætur engan
segja sér fyrir verkum, er hinn mesti
berserkur til allrar vinnu og ber
aldurinn ótrúlega vel.
Hann á til að vera eikinn og ein-
þykkur, en aldrei glypjulegur eða
hikandi. Hann hefur brotizt gegnum
lífið af fádæma dugnaði og þreki,
sjaldan beitt lagni, en stundum vits-
munum og oft neytt afls en aldrei
liðsmunar.
26
VTKAN