Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 10

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 10
Hús þetta stendur í nokkrum halla. Þótti því eðlilegt að 2 af svefnherbergjunum ásamt baðherbergi væru 3 þrepum hærri en önnur herbergi (sjá grunnmynd). Það er mjög einfalt i sniðinu og hlutföll þess öll með bezta móti. — Kjallari er undir hálfu húsinu. Arkitekt: Mogens Preisler. Húsið er reist árið 1954. Flatarmál þess er 98 m-. GIJMNAR HERMAMMSSOM: DÖNSK EINBÝLISHÚS ÍHretnar línur — smekkvísi — kæverska. „Aldrei verður góð visa of oft kveðin.“ Þetta á vel við þegar rætt er um danska húsagerðarlist og byggingarhætti. Við Islendingar höfum átt mikil og margvisleg samskipti við Dani, bæði í gegnum súrt og sætt. —• Áhrifa danskrar menn- ingar hefui' gætt hér um margar aldir. Nútíma húsagerðarlist og híbýlamenning á Islandi á ræt- ur sínar að rekja til Danmerkur — allt frá stássstofum danskra kaupmanna og byggingu fyrstu varanlegu húsanna hér á landi (Stjórn- arráðshúsið, Alþingishúsið, Viðeyjarstofa, Hóla- kirkja o. s. frv.) til þess er Islendingar sjálfir fóru að leggja stund á húsagerðarlist og ávöxtur menntunar þeirra fór að koma í ijós. —: Þeir fyrstu lögðu undantekningarlaust leið sína til danska listaháskólans. -— Svo er enn með marga af íslenzkum arkitektum og mun sá hópur vera stærstur sem menntaðir eru þar. Oft hefur verði talað um „dönsk áhrif“ meðal Islendinga í fremur niðrandi merkingu. — Þetta er vonandi misskilningur og hvað húsagerðarlist og híbýlamenningu snertir alrangt. — Þar hafa „dönsk áhrif“ ávallt reynzt holl og e. t. v. skaði að þau skyldu ekki verða meiri, meðan við höfðum við þá hvað mest skipti. — Það hefði verið langt- urn meira af þeim að læra. Sannieikurinn ei sá, að Danir eru „miðað við fólksfjölda", nokkurs konar stórveldi á þessu sviði, einkum hvað híbýli, húsgögn og þar að iútandi snertir. Ekki má þó gleyma því, að íslendingar og Danir eru um margt mjög ó- skyldir: staðhættir gjörólíkir, hugsunarháttur að mörgu leyti frábrugðinn. Um þetta hefur oft og einatt verið i’ætt á hin- um ólíkasta vettvangi og skal ekki farið nánar út í þá sálma hér — Hvað sem því líður getum við vel við unað þeim skei'f sem Danir hafa lagt okkxir fram á þessum vettvangi. Dönsk húsagerðarlist er af mörgum toga spunnin. — Evrópisk byggingarlist, sem þróast hefur í ró og næði meðal nægjusamrar og hag- sýnnar þjóðar í fögru en e. t. v. ekki svipmiklu landi og bera þeirra beztu hús svip þess. •— Þau eru yfirleitt ekki rismikil og þar finnst mörg- um vera skortur á ímyndunarafli og frumleika, — Komum við þá að mjög mikilvægu atriði. — „An Englishman’s home is his castle” hefur verið sagt um Breta og virðist sem þetta hafi verið tekið allt of víða í bókstaflégri merkingu. Hvað Dani snertir ei' þetta yfirleitt meira skoðað í hinni óeiginlegu merkingu. — Við sjá- um þetta ef við virðum fyrir okkur dönsk ein- býlishús. Þar er lögð sérstök alúð og natni i sambandi við öll smáatriði (sem þó skipta svo miklu xxxáli) sem og niðurröðun og stærð herbergja, húsgögn og annað. Heildarnxyndin af öllu þessu verður mjög góð. þar fara saman virðulegur einfaldleiki, hagsýni og smekkvísi en öllu óþarfa tildri sleppt. 1. Inngangur. — 2. forstofa með kjallarastiga. — 3. dagstofa. — 4. arinn. — 5. eldhús með borðkrók. — 6. baðherbergi. — 7. gang- ur. — 8. salemi. — 9.—10. svefnherbergi. — 1]. bílskúr. Þetta 103 fermetra hús, eftir arkitektinn Knud Thorball stendur í brattri brekku þannig að kjallaragólf er á sama fleti og garðurinn fyrir framan. En þar í kjallaranum er einmitt stórt herbergi sem notaö er í sambandi við fjölmennar rnóttökur og samkvæmi. iííb 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.