Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 6
Þarfnast barnið föður? „Nei, þú skilur mig ekki, góði maður. Þau eiga ekki sama föður. Telpuna átti ég áður en ég giftist, ég segi manninum bara sannleikann, en þennan dreng átti ég með mann- inum mínum, og hann var kominn á annað ár, þegar við skildum, og svo átti ég yngsta barnið með manninum, sem ég bjó með í fyrra. En hann er nú farinn frá okkur." Og þá skildi ég það auðvitað. Hins vegar getur það orðið allflókið, þegar sambýlismennirnir eru fleiri en börn- Fjórða hvert bam óskilgetið. Samkvæmt skýrslum Hagstofunn- ar fæðist rúmlega fjórða hvert barn óskilgetið hér á landi hin síðari ár, lausaleiksbarn, eins og áður var kall- að. Hjónabandið er því sýnilega ekki i miklum metum, enda færast hjóna- skilnaðir mjög í vöxt. Mikill fjöldi óskilgetinna barna sér feður sína aldrei né nýtur þeirra í einu né neinu, en hjónaskilnaður gerist oft með þeim ósköpum, að börnin bíða hans aldrei bætur. Staða hjónabandsins í þjóð- félagi framtíðarinnar er því allt ann- að en örugg. Þvi er spurningin tímabær: Þwrfn- ast barnið föður? Ekki þarfnast barnið föður til þess að verða til. 1 náinni framtlð munu vísindastofnanir geta hafið fjölda- framleiðslu á eingetnum bömum. Konui' geta bráðlega pantað sér frjóvgun í flugpósti, svo að herra sköpunarverksins má fara að stíga niður úr hásæti sínu. Þarfnast það hans fremur sem fyrirvinnu og forráðamanns ? Síðan það kom í ljós, að maðurinn vinnur að meðaltali fyrir meiru en hann ét- ur, sér samfélagið lun, að börn verði ekki hungurmorða, þó að feður þeirra bregðist þeim. Ef móðirin megnar ekki að sjá fyrir þeim, má þá ekki ráðstafa þeim á bamaheimili sveitar eða ríkis, þar sem þau alist upp með öðrum munaðarleysingjum ? Nú, og Pabbi er kominn heim- ef þau þurfa frekari umsinningar síð- ar meir, eru þá ekki sjúkrahúsin og fangelsin ? Það er til mikilvægari hluta, sem barnið þarfnast föður. Barn þarfnast ástar og hlýju, það þarfnast verndar og handleiðslu, og alls þessa væntir það af föður sin- úm. Meðan mimaðarleysinginn þekkir börn, sem njóta föðurástar, mun þrá- in eftir eigin föður ekki slokkna í brjósti hans. Vemdarhlutverk föðurins. Það þykir nú gamaldags, að karl- maður eigi að veita vernd þeirri konu, sém gengur með barni hans. Mörg- um finnst nútímakonan vaxin upp úi slíkri verndarþörf. I raun er það þó svo, að óskilgetið barn, sem fað- irinn kannast ekki við með fastri sambúð og fyrirvinnu, skerðir sæmd og álit móðurinnar. Jafnvíst er hitt, að óskilgetið barn, sem móðirin verður að sjá fyrir ein- sömul, rýrir mjög atvinnumöguleika hennar, enda búa margar einstæðar mæður við sárustu örbirgð. Þvi lagði náttúran föðurumhyggjuna djúpt í eðli dýrsins. Karldýrið veiðir handa afkvæmi sínu og ver það fyrir árásum. Aðeins maðurinn einn getur úrkynj- ast svo, að makinn flýi- ástmey sína hræddur, jafnskjótt sem hann veit, að hún á von á afkvæmi af hans völdum. Slíkur faðir lætur sér ekki bregða, þótt hann sjái afkvæmi sitt velkjast vanhirt og soltið, siðferðilega í hættu, á glapstigum. 1 þessu sam- bandi koma mér í hug orð föður, sem talaði við mig um son sinn, 15 ára, sem ákærður var fyrir innbrot og þjófnað. ,,Eg sendi honum úr, þegar hann var fermdur. Það þykir nú flott af köllum eins og mér, en nú þakkar hann mér það svona." Það voru öll afskipti hans af drengn- um á 15 árum. Margir brigðulir feður hugga sig eflaust við það, að móðirin veiti barn- inu alla nauðsynlega umönnun. Slikt er þó hverri einstæðingsmóður of- vaxið. Engri konu er það ætlandi, að hún veiti barni sínu alla æskilega móðurumhyggju og sjái því jafn- framt farborða með atvinnu sinni. Því skortir margan munaðarleysingjann það, sem hann þarfnast mest: ástúð móður, öruggt heimili og fulla virð- ingu í samfélagi annarra barna. Oft er hann rekinn á örfoka afrétt sam- félagsuppeldsins, meðan móðir hans hrekst lítils virt úr vondu starfi í annað verra. Pví eigum við engan pabba? Barnið þarfnast návistar og ástar föðurtns, þarfnast hans í þeirri stöðu, sem honum ber á heimilinu. Kaunverulegt fjölskylduheimili getur VIKA N óskar öllum lesendum sínum árs og þakkar þeim liðið ár. u Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vandamál- um er þeir kunna að striða viff. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er til hans leita. ÖU bréf sem þættinum eru send skulu stiluð til Vikunnar, pósthólf 149. Umslagið merkt: „Foreldraþáttur". ekki myndast, nema faðrinn sé með. Því er heimili munaðarleysingjans, sem elst upp með einstæðingsmóður, alltaf eins og til bráðabirgða, Með nærveru sinni einni saman veitir heimilisfaðarinn barninu innra öryggi og vellíðan. Hvert barn vill búa við svipaðar aðstæður og önnur börn, og það er viðkvæmt fyrir þeim álits- hnekki, sem það bíður meðal félaga sinna vegna föðurleysisins. Því er lengi búið að svíða undan athuga- semdum leiksystkina, þegar það loksins stynur upp spurningunni: „Mamma, því eigum við engan pabba?“ Hin óþægilega sérstaða föðurleys- ingjans vekur hjá honum tortryggni og andúð gegn samfélaginu og sið- venjum þess. Það er fullsannað, að börnum einstæðingsmæðra og skil- inna foreldra hættir fremur til að leiðast á glapstigu en börnum, sem alast upp við trausta sambúð for- eldranna. Þeim finnst samfélagið hafa brugðizt sér, því hneigjast þau til að taka afstöðu gegn því. Fordæmið orkar sterkar á barnið en áminning. Þvi er líferni foreldra sjálfra afar mikilvægt fyrir siðgæðis- vitund og samfélagsþroska barnsins. Ef faðirinn bregzt bæði móður og barni, þá er það ekki vænlegt til að vekja virðingu sonarins fyrir hjóna- bandinu né föðurskyldunni. Hinn mikli fjöldi baraa, sem elst upp svo að kalla föðurlaus, getur liaft örlagaríka samfélagslega þýð- ingu fyrir þjóðina í heild. Hann er hið dæmigerða fráhvarf frá hjóna- bandinu. Nú hefir hjónabandið sem samlifisform karls og konu e. t. v. ekki eilífðargildi, en mjög langt er í land, þangað til uppeldisstofnanir samfélagsins verða þess umkomnar að taka við uppeldisstarfi foreldra- heimilisins. Um langa tíð mun föður- leysinginn búa við lakari þroskaskil- yrði en önnur börn. og friðar VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.