Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 22

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 22
171G hafði heyrt, að Hafméyjan Ti hennar Nínu væri komin af hafi og ætlaði að taka sér ból- festu við súðurenda tjarnarinnar, svo að ég hringdi' til hennar og bað hana að segjja méf ævintýrið um sig og Hafmejyjyna. j Mér fannst ég verða að byrja á byrjuninni , og , ,sagði. „Þú lagðir snemma áraf ut.i Eg nenni ekki að tala um það, sagði Nína, og ég fann, að hún var annars hugar. Ég reyndi aftur. Mér heíur alltaf fundizt mynd- höggvaralistin stórkostleg -— það að gefa steininum líf — stattu og vertu :\ö steini, segir stúlkan við vealings' Jiátttröllið, og þarna stendur æ síðan iíflaus steinn um aldir, þar til huldu- mærin. kertiut-, leysir hann úr læð- ingi mbð tqfi'um sínUm — gefur hon- um lífiaf stnu lífi og umbreytir hon- uim í ijöfraiidí fegurð. En steinnirin hefur lif, sé það vak- ii og fjötrarnir .brotnir. Mundu, að jiað er eldur í steinunum. Stundum, tiegar ég sé steina, þá er eins og þeir biðji til mín, ég dregst að þeim með einhverju duldu ómótstæðilegu áfli og bókstaflega verð að gera eitt- hvað fyrir þá, og oft sé ég myndina fyrir mér i steininum sjálfum, og þá finnst mér ég þurfa að framkalla hana. 1 öilum löndum og álfum er ég i leit að steinum. Ég gleymi þvi aldrei, þegar ég fór og heimsótti kunningja- konu mína, sem er myndhöggvari og átti stórt landsvæði í fjöllunum hjá Pasadena og St. Bernando í Kali- forníu. Ég var í leit að steinum í fjallinum, og allt í einu fann ég fyrir einhverjum undarlegum steini, sem kom upp úr jarðlaginu, en var þó grafinn djúpt niður. Það var ofsa lok og hálfgerð hríð upp í fjallinu, en þarna pældi ég og pældi með haka og skóflu til að komast að steininum og losa um hann, því að steinninn varð að komast til mín, það fann ég. Þennan stein fann ég fjarri fóstur- mold, en þetta er Njáll. „Mig heimsótti eitt sinn hamingj- an.“ Það var, þegar ég hafði lokið við myndina móðurást, sem er í eigu Reykjavíkurbæjar. Ég hafði orðið fyrir mikilli sorg, þar að auk steðj- uðu að mér veikindi og áhyggjur. Meðan ég var að hressast las ég tölu- vert, þar á meðal „Jenny“ eftir Sigrid Undset. Þú manst, að barnið hennar dó og hún fyrirfór sér. Móö- urást skapaðist undir áhrifum, sem ég varð fyrir við lestur þeirrar skáld- sögu. Móðurást er þá einskonar minnisvarði yfir Jenny og bamið hennar? Það mætti ef til vill segja það. Ég vann við myndina á lítilli vinnustofu við Montpainasse í París við mikla erfiðleika, því að veik var höndin, þótt viljinn væri góður. Það kostaði 40 franka að koma myndinni á sýningu í Grand Palais, en þeir voru endurgreiddii', ef listdómend- urnir úrskurðuð hana ekki hæfa til að vera á sýningunni. Ég beið milli vonar og ótta eftir svari í 14 daga, og stundum kom það fyrir í þessa 14 daga, að ég vissi ekki hvers biðja bæri, því að ég og kisa mín vorum svangar, og þá var hægt að kaupa töluvert af mat fyrir 40 franka. Svo var það eitt kvöld, þegar ég sat inni í köldu vinnustofunni minni og var að borða þurrt brauð með kisu, að barið var að dyrum. Þrír ókunnir inenn stóðu þar og spurðu eftir Nínu -Sæmundsson. Skuggar þeirra urðu svo óeðlilega stórir í flöktandi kerta- ljósinu. Einn þeirra greip utan um mig og lyfti mér í háa loft, og með ekta frönsku handapati og hávaða tilkynntu þeir mér, að þeir væru dómnefnd frá Grand Palais og að myndin mín hefði hlotið heiðurssess- inm i ' sýningarsalnum og stæði þar undir franska fánanum úrskurðuð bezta mynd sýningarinnar. Þeir buðu mér út að borða á stundinni og vildu állt gera til þess að gera mér glaðan dag, en ég þoldi ekki matinn eftir að ég hafði haft of lítið að borða í langan tíma, svo að ég varð veik og fór heim. En gott er góðs að bíða, og daginn eftii' voru öll Parísarblöð- in full af lofsamlegum ummælum. Síðan hef ég aldrei þurft að vera svöng eða köld. EN svo liðu dagar, og svo liðu ár. Margs er að minnast. Vegur- inn minn lá vestur um haf og í Hollywood varð svo Hafmeyjan til. Síðan var hún send til Florens til að steypa hana í brons, en þegar þang- að kom, var hún öll í molum. Mér hraus hugur við að byrja á verkinu alveg að nýju, en um annað var ekki að ræða. Ég leigði mér því vinnu- stofu hjá prófessor Zamboni í lista- mannahverfi Florensborgar. Þegar ég hugsa til vinnu minnar og að- stæðna allra, meðan á henni stóð, finnst mér sem ekkert nema innri orka frá æskudögum hafi bjargað méi' yfir þetta timabil. Nágranni minn, prófessor Morci, ítalskur myndhöggvari, sá myndina og varð svo hrifinn af henni, að hann sagði, að hún mætti ekki fara frá Florens án þess hún yrði sýnd opinberlega. Hann skrifaði yfirlistadómara Flor- ensborgar, sem úrskurðaði, er hann hafði séð Hafmeyna, að hún yrði til sýnis í Palazzo Strozzi, en það er ein- hver elzta renaissance höll á Italíu, byggð á miðöldum. Þar átti hún að standa i 3 daga; en það ui'ðu 3 vikur. Aðeins stærstu listamönnum er veittur sá heiður að hafa verk sin þar til sýningar, og enga listdóma má birta um listaverk þau, sem þar eru, því að þau eiga að vera hafin yfir alla gagnrýni. Blöðin í Florens gátu þess, að sýning 'Hafmeyjunnar væri menningartengsl milli Reykja- víkur og Florens. Til gamans ætla ég aö láta þess getið, að einn af dyra- vörðunum gaf Hafmeyjunni blóm í hendina hvern einasta dag, sem hún var á sýningunni. Ég vona, að þið hérna heima verðið eins hrifin af henni og þeir þarna suður frá. Þú ert alltaf íslenzkur ríkisborg- ari? Já, og ég á bæði fálkafjöður og fálkaorðuna. Guðmundur Jónsson söngvari gaf mér einu sinni fálka- fjöður og mörgum árum seinna af- henti Thor Thors sendiherra mér fálkaorðuna. Ég þakka þér fyrir viðtalið, Nína. Mig langar til að enda það með því að vitna í þessar ljóðlínur. „Hvort að sigri hrósa máttu, hvort þín bíður tap, skiptir litlu, ef aðeins áttu, andans höfðingsskap.“ S P A U G Á stríðsárunum var hér í Reykja- vík stúlka utan af landi, sem var fjarska góð við hernámsmenn. Það fór líka svo, að hún hélt brátt heim til átthagana með barn undir belti. Henni var vel tekið af foreldrunum, en skömmu síðar eignaðist hún son, sem dafnaði vel. Þegar drengurinn var kominn á skírnaraldur, kom móð- ir hans á fund föður sins og spurði, hvað yrði nú til varnar hennar sóma, þar sem hún vissi ekki um faðerni sonarins. Faðir hennar tók öllu vel og sagði heiini að hafa engar áhyggj- ur. Næsta dág er prestur kallaður til að skýra piltinn, og spyr þá prest- ur, hvað drengurinn eigi að heita. Þá segir karlinn: „Erlendur Sveinn Her mannsson. “ 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.