Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 21

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 21
— Hvers vegna spyrðu mig alltaf um það? Ert þú það ekki? -— Fórstu í kvikmyndahús í gær? Með hverj- um? — Linette og Gigi. — Talaði nokkur við þig? — Aðeins Albert, kunningi Gigi, sem sat við hliðina á henni. Hann var afbrýðisamur. Nei, það var nú ekki alveg það. Það var eitthvað flóknara. Honum sárnaði, hvað stefnumót þeirra voru stutt, og að eftir fáeinar minútur myndu þau ekki lengur leiðast hér um, hann gæti ekki lengur talað við hana um hvaðeina, sem honum dytti í hug. Innan stundar yrði hann að skilja við hana og láta sér nægja að þrýsta andliti hennar að sínu aðeins einu sinni enn. Sunnudagurinn var hryllilegur dagur, því að þá gat hann alls ekki hitt hana. Þá fór hún alltaf út með hóp af vinkonum sínum, og hann vissi mætavel, að strákar slógust oft í hópinn. Oft kom það fyrir í einverunni, þegar hann var háttaður, að hann ásakaði sjálfan sig fyrir að vera dapur og velti þvi fyrir sér, hvort hann ynni of mikið. En hann var alls ekki dapur. Honum var órótt. Alls konar hugmjmdir streymdu í gegn um höfuð hans, hugmyndir, sem hann hefði aldrei getað gert sér ljósa grein fyrir. Það var eitt orð, og það var ósköp einfalt lítið orð, sem alltaf stöðugt skildi hann eftir I þungum þönkum — hjón. Og fyrir hugskotssjónum sínum sá hann ætið sömu myndina — foreldra sína undir bogahvelf- ingunni á Rue de l’Escale. Þau höfðu dáið saman í herbergi í Þrándheimi, og þau voru jörðuð í sömu gröf. Frænka hans og Dr. Sauvaget — það voru önnur hjón. Ekkert hafði megnað að stía þeim í sundur. Og jafnvel þótt eitthvað hefði hindrað þau í þvi að hittast, höfðu þau það ætíð á tilfinningunni að þau vteru saman. Og allt í einu, um leið og honum var starsýnt á bátana sigla óhreinan sjóinn, stundi hann þvi upp: — Alice. — Hvað? — Eg held að við ættum að giftast. Hún horfði á hann sínum stóru augum, sem hann þekkti svo vel, og þó hafði hann aldrei getað lesið hugsanirnar á bak við þau. — Gilles. Er þér aivara? ■ Hún kreppti höndina, svo neglui' hennar fóru á kaf I úlnliðinn á honum. Það kom herpingur á varir hennar. Hún var komin á fremsta hlunn með að hlæja, og sannarlega hafði hún reynt, en á síðasta augnabliki, rétt þegar hið ungmeyjar- lega andlit hennar var að breiðast út í hlátri, brast hún í grát. Gilles . . . Meinarðu það? Þú virkilega . . . Jæja þá. Loksins kom að því, og ástaratlot þeirra fengu samstundis nýja merkingu. Kossar þeirra fengu nýtt bragð, enda þótt það væri sum- part vegna hinna söltu tára Alice. Eloi frænka þín leyfir það aldrei. Það kemur henni ekki við. Ég get gert eins og mér sýnist. — En hefur þú hugsað þetta ofan í kjölinn, Gilles. Heldurðu virkilega, að þetta sé mögulegt? Og í fyrsta sinn á æfinni, þar sem þau gengu þarna hlið við hlið, fannst honum, að hann væri orðinn verndari. — Eg ætla að tala um það við pabba þinn á morgun. Við látum lýsa til hjónabandsins þegar í stað og höldum brúðkaupið í Saint-Sauvers. Það var bundið fastmælum. Hann hafði tekið stökkið, og það varð ekki snúið við úr því. Og þar eð hann þurfti á einhverjum að halda til að ræða við um þetta, skrapp hann til Jaja. — Sjáðu nú til, ungi maður. Þegar fólk giftist ungt, fer það vcnjulega mjög vel eða mjög illa. — Þá fer það dásamlega hjá okkur. — Ég vona, að svo fari. Hvað sem öðru líður, þá er það ykkar einkamál. Kærirðu þig um að taka fáeinar ostrur með þér heim í matinn? Jaja þótti það óhugsandi, að Madame Rinquet — og hún þekkti Madame Rinquet alveg eins og hún þekkti alla aðra i Lo Rochelle — gæti séð eins vel um Gilles og hann átti skilið. — Sjáðu til, kona eins og hún er bara elda- buska og allt sem hún kann, er að elda. Hún var hjá de Vievre greifa áður en frændi þinn réði hana til sín, og það þarf enginn að segja mér það, að hún geti framreitt máltíðir eins og Jaja gamla. 1 hennar augum var Gilles ekki annað en við- kvæmur nýfleygur fugl, sem var mjög þurfi mik- illar umsjár. Hún leit á hann alveg eins og hún gerði fyrsta morguninn hans í rúminu, nakinn og Framhald á bls. 18. Befið nytsamar jólagjafir á drenginn: hvítar og mislitar skyrtur slaufur og bindi sokkar og nærföt buxur og peysur. á telpuna: nærföt, náttföt, peysur, buxur úlpur og m. fl. TOLEDO H.F FISCHERSUI^DI TOLEDO H.F.I LAUGAVEGB 2 VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.