Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 5
JÓLAGJÓFIN BUDGE gamli, fréttaritstjóri blaðsins, átti hægt með að fyrirgefa nýgræðingum við blaðið ýmsar yfirsjónir en einn hlut gat hann ekki þolað. Hann varð ókvæða við ef ungu blaðamennirnir sýndu tilfinningasemi og væmni í skrifum sinum. Fyrir nokkrum árum fylgdist ég með glæpa- máli, sem ég hef ekki getað hætt að hugsa um siðan. Það var Johnsons-málið, fjallaði um náungann sem myrti eiginkonu sína á brúðkaups- nótt þeirra í hótelherbergi. Hann hafði stungið skammbyssunni í vasann án þess að sýna á sér nokkur merki geðshræringar, gengið stillilega út og staldrað við til að hengja lítið spjald á hurð- arhúninn: „Sofandi. Gerið svo vel að trufla ekki.“ Budge sagði að hann hefði haft gaman af að hitta þennan náunga. „Svona náungi yrði góður blaðamaður. Svona þarf maður að vera til að komast áfram sem góður fréttamaður. Enga tilfinningasemi." Og ég hafði alltaf staðið í þeirri trú að Budge væri einn þeirra sem aldrei sýndi af sér tilfinn- ingasemi, fyrr en daginn sem öskrið heyrðist í fréttamanninum, öskrið sem yfirgnæfði glamrið í firðriturunum. I-Iann hrópaði: „Taktu línu 3, Cork er með eitthvað um eitthvað slys.“ Grannvaxni náunginn við skrifborðið marði sígarettustubbinn undir skósólanum, færði stól- inn nær borðinu. Hann þreif upp símtólið og talaði í mjúkum tón: Stutt saga eftir PETER THOMSEN „Halló, er þetta þú Cork. Haltu áfram. Segðu mér nánar frá.“ Hann hripaði nokkrar línur á próförk sem lá á borðinu, spurði síðan: „Hvað sagðirðu að nafnið hefði verið? Ha?" Hann hélt áfram að rispa niður í nokkrar mín- útur og sagði síðan manninum í símanum að hringja seinna og segja nánar frá málinu. Hann kveikti I annarri sígarettu um leið og hann lagði símann á. Hann setti hvíta pappírsörk í ritvélina og blés bláum reykjarmekki út um nefið, starði drykk- langa stund á auða örkina. Fingur hans hvíldu á leturborðinu, gældu við stafina og það var sýni- legt að maðurinn var hálf taugaóstyrkur. Hann krækti fótunum utan um stólfæturna og hag- ræddi sér. Síðan byrjaði hann að hamra á rit- vélina og valsinn færðist furðu hratt frá hægri til vinstri. Letrið tók að birtast á pappírsörkinni: „Raunverulegt nafn hennar var Elizabeth Ann Woodsawyer, en í Garfield-skólanum þar sem hún var nemandi i þriðja bekk, var hún ætíð kölluð „Tish“. Hún var vinsæl meðál nemenda og bjóst við einhverri dýrlegustu stund lífs sins þetta kvöld. „Tish, 8 ára gömul dóttir hjónanna Qfcis og Helenu Woodsawyer, 3304 Washington, átti að leika aðalhlutverkið í „Óskinni", hinni árlegu óperettu skólans." • „En óperettunni var aflýst, tilkynnti Armstrong lögregluforingi. „Tish" dó í Hill Memorial-sjúkra- húsinu kl. 1:12 um daginn eftir'að hafa orðið > fyrir bíl á horninu á Washington og 38. götu.“ Blaðamaðurinn reif örkina úr ritvélinni af slíku offorsi að valsinn snerist nokkra hringi á eftir. Hann kallaði á sendilinn, snarsneri stólnum sín- um og hrópaði til Budge: „Eg flýti mér við þetta — nokkrar málsgreinar í viðbót og þá er fréttin búin.“ Hann fór fingrunum um svart hrokkið hárið á sér, lokaði augunum. Hann sá fréttina fyrir sér í huganum og svitaperlur spruttu fram á enni hans. Enn einu sinni tók hann til við að hamra á ritvélina. Nýju málsgreinarnar hljóð- uðu á þessa leið: „E. George Thompson, sá sem stjórnaði bílnum sem ók á stúlkuna, sagði lögreglunni svo frá að hann hefði blindazt af snjóhríð og ekki séð litlu stúlkuna fyrr en rétt í þann mund er hún varð fyrir bílnum. Hún hafði hlaupið yfir göt- Framhald á bls. 11. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.