Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 20
ANNAR HLUTI Brúðkaupið í Esnandes. Satt a6 segja hafði hann verið að velta þessu fyrir sér vikum saman, en oftar en skyldi á stundum, þegar hugsunin er ekki sem skýrust, eins og til dæmis rétt fyrir svefninn. Þegar augun eru lokuð Qg þyngsli yfir höfðinu, getur ýmis- legt orðið upp á teningnum, og þegar dagur er orðinn albjartur að morgni, roðnar maður af til- hugsuninnl um allar þær hugrenningar. Þessi hiigmynd hafði, samt sem áður, borið ávöxt, og þegar Gilles gekk heim á leið eftir hafnarbökkiinum þetta kvöld, var eins og létt af honum fargi, og þó var eins og eftir fylgdi óljós kvíði. Hann raulaði á göngu sinni, þó fremur eins og böm raula í myrkri til að herða upp hug- ann. Þegar hann kom að húsi Jaja, hratt hann upp hurðinni. Hann leit oft inn um þetta leyti kvölds. Hún þurrkaði af sinum stuttu, feitu höndum á svuntunni, kom á móti honum og spurði: — Jæja, ljúfurinn minn. Hvernig gengur þér? Hún gaf honum alltaf glas af eplamiði án þess að spyrja hann, hvort hann kærði sig um eða ekki, og hann var loks farinn að láta sér þetta vel líka. Þegar engir viðskiptavinir voru á staðn- um, var hún vön að setjast andspænis honum með olnbogana fram á borðið. — Þú heftu lagt af síðan síðast. Er nú áreiðan- legt, að þú fáir nóg að borða? Kvöld eitt, er þau höfðu setið þannig lengi, hafði hún virt hann rækilega fyrir sér og sagt. — Sjáðu nú til, litli ljúfur, ef þú hefðir eitt- hvert vit í kollinum, hvað heldur þú, að þú mynd- ir gera réttast. Þú myndir flytja með þig og þitt hafurtask burt úr þessum myglaða húsræfli þin- um, kaupa þér mikið af finum fötum og fínan bíl, fara héðan á bak og burt og eyða peningun- um þínum einhversstaðar annarsstaðar. Hvar sem þér sjáifum bezt sýnist. 1 París eða á Riviera. Ég hef oft látlð mig dreyma um það að taka mér hvíld frá störfum og setjast að í Nizza. Að hugsað sér, að piltur á þínum aldri skuli liðlang- an daginn vera að sveitast við bókhald og út- reikninga, þegar hann gæti verið að skemmta sér! Það er hreint ekki eðlilegt! Það var nokkuð til í því sem hún sagði. Þegar Gilles hafði komið frá Edgard Plantel, hélt hann á úttroðninni skjalatösku undir handleggnum. Samtalið sjálft hafði verið nánast kátbroslegt. Skrifstofan var klædd með mahoní, og á veggj- unum héngu gamlar myndir af skipum. Planter byrjaði með að leika hinn þægilega, ísmeygilega iieimsmann. Gráa hárið á honum var fallega burstað, skórnir hans gljáfægðir niður undan ljósgráum legghlífunum, dýr vindill milli var- anna . . . — Fáið þér yður sæti, vinur minn. Það gleður mig alltaf að sjá yður, og í hvert sinn sem yður langai’ til, þá skuluð þér líta inn svo við getum rabbað saman. Þér þurfið ekki að óttast, að ég geri út af við yður með tölum. Ég veit mætavel, ! að reikningshald er ekki að skapi unga fólksins. Og reyndar gerir fólk sér ekki réttar hugmyndir um stórfyi’irtæki. Imyndið þér yður, að Mauvoisin hafi sjálfur litið eftir strætisvögnunum ? Ekki aldeilis. Það er verk óbreytts starfsmanns. Hald- ið þér, að ég verði að fara niður og horfa á karl- ana landa úr torgunum eða vera viðstaddur, þegar fiskflutningalestin fer af stað frá stöðinni. I heilbrigðu, gömlu og grónu fyrirtæki eru hjólin vel smurð og snúast af sjálfu sér. Eruð þér enn bindindismaður á tóbak? Og varirnar á Gilles höfðu titrað eins og hann átti vanda til, um leið og hann sagði með prúð- mannlegri festu: Herra Plantel, ég viidi gjarnan að þér af- hentuð mér öll þau skjöl, sem eru viðkomandi málum frænda mins. Plantel varð alveg hvumsa. — En ... en, kæri ungi maður .. . Gilles lét ekki undan og kom til baka hlaðinn af herfangi sinu og fór með það út í Ursulines- hafnarhverfið. Herbergi í hægri álmu hússins, rétt andspænis glugga Clette, var valið fyrir vinnuherbergi og tilheyrandi húsgögn sett í það. Um leið og það var tilbúið, fór Gilles að hafa upp á Poineau, fann hann í kirkjunni fyrrverandi og heilsaði honum kurteislega með handabandi. — Segið mér herra Poineau, ber herra Lepart nokkurt skyn á bókhald? — Það ætti hann vissulega að gera. Það er hans verk. — Vilduð þér þá vera svo vænn að fá yður einhvern annan, svo að herra Lepart geti verið til taks, þegar ég þarf á honum að halda? Faðir Alísu var upp með sér yfir hinum nýja frama sínum og þó ekki alveg laus við ótta af því líka. Þaðan í frá var hann nærri daglega kvaddur upp í einkaherbergi Gilles á annarri hæð. Fötin hans fóru illa og voru jarðarfararleg, hreyfingarnar hikandi, gleraugun í stálramma. Fáið yður sæti, herra Lepart. Mig langar til að snúa mér aftur að Eloi-skjölunvun, þar sem í þeim var nokkuð, sem ég botna ekki al- mennilega i. Þessir víxlar, til dæmis, þessir sem voru ábektir af Ducreux . . . Klukkustundum saman sat Gilles þarna með blýanti i hendi, eins og hver annar skólapiltur, sem er í einkatímum. Á slaginu klukkan fjögur var hann vanur að rísa á fætur. — Þakka yður fyrir, herra Lepart. Við látum þetta gott heita i dag. Og Esprit Lapart gekk þá venjulega út í bíl- skúrinn, þar sem yfirboðari hans, Poineau, sendi honum grunsamlegt augnatillit, en áræddi ekki að spyrja neinna spurninga. Fáum mínútum síðar fór Gilles fram hjá Lorrain-barnum, og Bain, sem ætíð var á sínum stað, var vanur að draga gluggatjaldið örlítið frá, til að gefa honum hornauga. Óðruvísi en aðrir elskhugar beið Gilles ekki fyrir utan Publex-skrifstofuna, heldur hélt hann rakleitt gegn um bæinn og inn í skemmtigarð- inn. Fram að vikunni, sem leið, hafði verið dimmt til klukkan fimm, cn nú var kominn febrúar og daginn var tekið að lengja. Margur vegfarandinn sneri sér við til að líta á frænda Mauvoisins stika fram og aftur undir trjánum. Þá birtist Alice, og það var stuttu pilsinu henn- ar að þakka, að hinir fagursköpuðu fótleggir komu vel í ljós. Hár hennar fl'iksaði fyrir vind- inum ,þvi að hún er ekki með hatt. — Halló! Nú í nokkra daga höfðu þau, vegna birtunnar, orðið að bíða eftir því að komast á nokkuð afvik- inn stað, áður en þau gætu kysstst. Þennan dag var rigning, hellirigning, kalt vorregn. — Ertu búinn að bíða lengi? Það brást aldrei, að hún segði þetta. Það var orðið að siðvenju. Og það brást heldur ekki, að hann svaraði: — Nei. Eg er alveg nýkominn. Með eðlilegum kunnugleika tók hún hann und- ir arminn, og þetta lét hann sér vel líka. Hún hallaði sér örlítið upp að honum, og tyllti sér dálitið á tá um leið og hún gekk og þessu hafði hann einmitt oft veitt athygli hjá stúlkum, sem voru ástfangnai’. Hann var ekki með neina regnhlíf. Hún hafði farið að hlægja að honum einn daginn, þegar hann birtist með regnhlíf, sem hann hafði keypt einmitt þann sama dag. — Þú ert svo skoplegur með þetta. Eins og þú héldir á kerti í skrúðgöngu. Regnkápan hans var gegnblaut. Hún var í kápu úr gegnsæju silki. Glitrandi dropar glóðu í hári hennar. — Við förum til regnhlífarinnar okkar. Regnhlifin ,,þeirra“ var geysistórt furutré niðri við ströndina, og þar var alveg fullkomið skjól, nema í helliskúrum. Gillies saknaði oft hinna köldu, dimmu kvölda frá miðjuin vetri, jólasnjósins og hinna miklu frosta, sem á eftir fóru, þegar Aiice stakk hönd- unum ofan í vasana hans til að verma þær. Að morgni voru varir þeirra oft sprungnar. Snjórinn var gulur þennan dag, og fiskibátarn- ir komu að landi í halarófu. Nú myndi ekki líða á löngu áður en skellibjart yrði og krökkt af fólki á baðströndinni. Hann tók hana í fang sér í sömu andránni og gömul kona gekk fram hjá. Hún sneri sér við til að líta á þau, gekk síðan leiðar sinnar og hiisti höfuðið stórhneyksluð. Alice fór að skelli- hlæja. Þau höfðu bæði hneppt frá sér regn- kápunum, og með þvi móti gátu þau fundið hit- ann af líkama hvors annars. Regndropamir, sem seytluðu niður eftir andlitum þeirra, blönduðust saman við kossana. Gilles horfði inn i hin stóru, brúnu augu stúlkunnar. — Ertu hamingjusöm? Framhaldssaga eftir G. Simenon VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.