Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 3
VIKAHI Útgefandi: VIKAN H.F. Ritst jóri: Jökull Jakobsson (ábrri.) Auglýsingast jóri: Ásbjörn Magnússon. Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. Verð í lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð I Reykjavík kr. 36,00 á mán. — Áskriftar- verð utan Reykjavíkur kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Tjarnargata 4. Sími 15004, pösthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadreifing h.f., Miklubraut 15. Sími 15017. Prentað í Steindórsprent h.f. Kápuprentim í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Myndamót gerð í Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50. Vikan, Reykjavík: Þar sem Isiendingar hafa svo mikinn áhuga á dulrænum efnum, þætti mér ekki ótrúlegt að þeim þætti gaman að heyra um dularfullan at- burð sem gerðist i pósthúsinu í Reykjavík fyrir nokkru. Þar á ég pósthólf og kem þar við nær daglega að vitja um póstinn. Það er siður minn að skilja eftir í hólfinu, þau bréf, sem ég nenni ekki að sinna strax og sæki þau þá seinna, þegar betur stendur á. Fyrir nokkru vitjaði ég um póst í hólfinu og sá þá bréf með póststimpli utan af landi. Eg opnaði bréfið og ákvað að láta það liggja í póst- hólfinu til morguns ásamt blaðapósti sem ég nenti ekki að taka með mér. Bréfið skildi ég vitaskuld eftir opið. Því má nærri geta að mér brá í brún daginn eftir, þegar ég opnaði hólfið og sá ekki betur en bréfið væri horfið en annað komið í þess stað. Þegar ég gætti betur að, sá ég að þetta var sama bréfið. En einhver andi hafði þá fleygt gamla umslaginu en sett bréfið í nýtt umslag, límt það vandlega aftur, skrifað utan á það, sett á það frimerki og meira að segja nýjan Reykja- víkurpóststimpil! Mér þótti þetta kynlegt í meira lagi og vissi ekki hvort hér var um að ræða greiðvikni eða reimleika. Hvað er þitt álit? J- SVAR: Við þorum ekki aö taka beina afstööu til rnálsins. Vildum þá benda á þaö aö þesskonar greiðvikni, sem þú lýsir í bréfinu mun heyra und- ■ir Rannsóknarlögregluna en reimleikar aftur á móti undir Sálarrannsóknarfélagiö. Kæra Vika! 1 47. tbl. birtir þú bréf frá mér, sem ég hef þó aldrei skrifað. Efni bréfsins er ég þó sam- þykkur. Þar sem ég hef verið setjari við Vikuna frá upphafi og blandað geði við marga ritstjóra og blaðamenn hennar má það augljóst vera að ég hefði tjáð ykkur efni bréfsins munnlega og fengið svar á sama hátt. — En nú sé ég í sama tölublaði, í greininni um Ævintýri Loftleiða, að það athyglisverðasta sem ritstjóri Vikunnar sá í Ameríku var það ,,að þar á ritstjórnarskrif- stofunum er það ekki siður að blanda geði við prentara og setjara heldur er allt sent þar á milli þráðlaust.“ Hér hefur eitthvað þvilíkt gerst og yrði það til mikilla bóta ef hægt væri að losna við blaðamenn og ritstjóra úr prentsmiðjunum á þann hátt. Pjetur St. Ræri Pjetur: Við höfum aldrei haldið þvl fram að umrœtt bréf liafi verið frá þér. Pú ert ekki eini maður- inn, sem heitir þessu nafni á Islandi. Bréfið var greinilega undirskrifað Pétur St. þegar þaö barst okkur í hendur, hinsvegar hefur orðiö Pjetur úr því þegar það kom úr höndum prentaranna. Svona lagað þyrfti ekki að koma fyrir, ef sam- band blaðamanna og prentara vœri þráðlaust eins og í Ameríkunni. — Og þá gœti Uka veriö að prentarar gcetu vitnaö rétt í biaöagreinar. Ritstj. Elsku Vika: Við erum tvær vinkonur og erum að deyja úr forvitni. Viltu segja okkur hvort það er karl- maður eða kvenmaður sem svarar póstinum. Stúlla og Gunna. SVAR: Má ekki segja. Kæra Vika. Ég er kaupsýslumaður, og sel margvíslegar vörutegundir. Þó er ég ekki svo heppinn að vera bókaútgefandi. Mikið held ég að þeir séu sælir, bókaútgefendur hérlendis. Þarna fá þeir hverja stórauglýsinguna í útvarpinu, ókeypis, því kvöld eftir kvöld, eru lesnir bókakaflar, og ég get ekki meint að þessi upplestur sé til nokkurs gagns fyrir bókamenn, heldur einungis til þess að auglýsa höfund og bókatitil. Hvað veldur því að bókaút- gefendum er svo hampað í útvarpinu, að undr- un vekur? Margir af minum vinum, sem stunda kaupsýsiu, eru undrandi mjög, og spyrja sem svo: Hvað eigum við, sem seljum ekki bækur, að gera, til þess að fá vörutegund okkar auglýsta ókeypis? Nú vita allir að bækur eru ekki gefnar út á Islandi nema rétt fyrir jólin, að undan- Framhald á bis. 23. I’ENNAVIIMIK Steinunn Vigfúsdóttir, við pilta 18—22 ára, Elsa Tómasdóttir, við pilta 18—22 ára, Ragnhild- ur Pálsdóttir og Herborg Herbjörnsdóttir báðar við pilta 17 -20 ára og Gerður Kristinsdóttir, viö pilta 17—21 árs, allar eru stúlkurnar á Hús- mæðraskólanum, Laugalandi, Eyjafirði. Guðný Þorsteinsdóttir, Miðstræti 16, Neskaupstað, við pilta 17—19 ára. Inga Aradóttir, Anna Ingva- dóttir og Fjóla Ai'adóttir allar á Húsmæðraskól-, anum, Laugalandi, Eyjafirði, við pilta 18—20 ára. Erla Jónsdóttir, Nesjavöllum, Grafningi, Árnes- sýslu, við pilta 18—19 ára. Hildur Ottisen, Syðri- Brú, Grimsnesi, Árnessýslu, við pilta 22—25 ára. Díana Eiríksdóttir og Diddý öskarsdóttir, báðai' Húsmæðraskólanum Laugarlandi, Eyja- firði við pilta 19—21 ára. Inga Ástvaldar, Hús- mæðraskóianum Staðarfelli, Dalasýslu við pilta 18—25 ára. Hreinn Guðvarðsson og Magnús Ólafsson, báðir að Hvanneyi'i, Borgarfirði, við stúlkur 17—45 ára. Sigtryggur Vagnsson og Jónas Jónsson, báðir að Hvanneyri, Borgarfirði við stúlkur 17—22 ára. Terry Bates, 4, Downedge, St. Albans, Herts, Englandi, við stúlkur 15—17 ára. (Skrifar á ensku). Hulda Magnúsdóttir, Keisbakka, Skógarströnd, Snæfellsnessýslu, við pilta 15—22 ára. Halla Hjartardóttir, Knairarhöfn, Hvammssveit, Dalasýslu, við pilta 28—35 ára. Gylfi Jónsson, Miðhúsum, Álftaneshreppi, Mýra- sýslu, við stúlkur 15—18 ára. Jón A. Jónsson, sama stað, við stúlkur 16—20 ára. Hjörleifui' Sveinsson, við stúlkur 17—20 ára, Vignir Dyrving og Bragi Gíslason, báðir við stúlkur 16—19 ára; þeir eru allir á Bændaskólanum að Hvanneyri, Borgarfirði. Ólöf Jónsdóttir og Gunnhildm- Valdi- marsdóttir við pilta eða stúlkur 15—17 ára; báðar eru þær á Núpi, Dýrafirði, V-lsafjarðar- sýslu. A TAKMÖRKUNUM TEÓNDAHJÓN 1 Flóanum voru á leið heim úr kirkju og var húsfreyjan hnuggin mjög og kom loks að því að hún táraðist. Bóndi spurði þá hverju þetta sætti. Þá svaraði konan: „Að þú skulir ekki skammast þín að láta mig ganga um eins og slægða löngu og allar hinar konurnar í kirkjunni eru óléttar." ylNNUKONA á Kjalarnesinu hafði eignast bam í lausaleik og gat ekki í fljótu bragði nefnt föður að því. Hreppstjóri kom ásamt öðmm manni á bæinn og krafðist þess að fá vita um faðerni barnsins. Eftir allmikla vafn- inga nefndi konan eina tíu karlmenn þai' í grendinni, sem til greina gætu komið. Hreppstjóri skrifaði nöfn þeirra á blað, þögull og þolinmóður en leit síð- an til konunnar og sagði: ,,Þú hlýtur að geta nefnt mér ein- hverja fleiri.“ „Viljiði ekki reyna að moða úr þessu fyrst,“ svaraði konan. fTJVEIR æringjar fóru á samkomu Hjálpræðishersins hér í Reykjavík og hlýddu á ræður og sálmasöng. Að samkomunni lokinni gekk sú er henni hafði stjórnað um salinn og mælti nokk- ur orð við hvern einstakan. „Hafið þér fundið Jesúm?“ spurði hún annan æringjann. „Nei, er hann týndur?“ —o— TALI KARLS í Bdduprentsmiðju er vanur að láta allt flakka, sem hon- um dettur í hug. Fyrir nokkur undan- farin jól hefur hann gefið út bæna- kver og myndskreytt faðirvor handa börnum. Hann var spurður hvort hann hefði haft einhvern ágóða af sölunni. „Já, það má græða á öllum andskot- anum,“ svaraði Óli. 'l/'IÐ próf í Laugarvatnsskólanum * hljóðaði ein spurningin á þessa leið: „Hvaða jökull er milli Vatnajökuls og hafs ?“ Enginn treysti sér til að svara spum- ingunni. Nú geta lesendur Vikunnar spreytt sig á henni. PILTUR einn í Verzlunarskólanum var spurður í landafræðitíma í hvaða átt hann þyrfti að fara til að komast frá Timbuktu til Karachi. Til þess að vera alveg viss um svara rétt, sagði hann: „Ég mundi fara fyrst í norður, unz ég kæmist á Norðurpólinn. Síðan mundi ég bara fara í suður.“ VIKAN LANHSBbKASAFN 226503 ÍSLANDS 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.