Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 27

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 27
og talar hátt, hlær ótamt og sendir saklausu fullorðnu fólki háðsglósur. Hvernig getur staðið á því að for- eldrar þessara barna láta þau dvelj- ast í strætinu óháð lögum heimilis? Hvað veldur þvi að þessi börn Reykjavíkur eru svo ótamin? Hvað veldur þvi að þau kjósa heldur kald- ann stein götunnar en varma heim- Brynjólfur Bjarnason: og strætið tekur sinn toll .... ilisins? Ég geng nær unga fólkinu, og læt sem ég sé að skoða í glugga SlS. Kannski tekst mér að taka pilt eða stúlku tali. — E>ú þarna, segi ég lágt, til þess að allur hópurinn svari mér ekki. Ég beini orðum mínum að smá- vaxinni veru í stórri úlpu. 3Ég er í fyrstu ekki viss um hvort ég tala við pilt eða stúlku þvi það er ekki lengur takmark ungu stúlknanna sem dveljast í Austurstræti, að líkj- ast „dömu“. Og úlpan gengur til mín stórum skrefum og staðnæmist fyrir framan mig. Köld augu horfa á mig og hann spyr. — Varstað tala vimig? — Já, svara ég. — Hvað viltu? Hvernig á ég að svara honum. Á ég að segja honum að mig langi til þess að spyrja hann um sitt af hverju, skoðanir hans, þrár og framtíðar- fyrirætlanir. — Hvað ertu gamall, spyr ég. — Hver bað þig spyrja? — Ritstjórinn. Ég er nefnilega blaðamaður. — Ef þú heldur að þú skvísir úr mér blaðaviðtal, þá ertu klikkaður, segðu ritstjóranum það. — Ef ég segði þér ungi maður, að búið væri að taka mynd af þér án þess að þú hefðir hugmynd um, og að ég myndi birta myndina, hvað heldurðu að pabbi segði? Hann hugsar litla stund, og segir svo: Hvað viltu vita? — Eitthvað um þig, af hverju þú ert hér í strætinu, en ekki heima hjá þér, hvað þú ætlar að verða. — Hver veit hvað hann ætlar að verða, veist þú hvað þú ætlar að verða ? Og ég verð að viðurkenna, að þessi spurning var út í bláinn. Margir 10 til 15 árum eldri en þessi ungi piltur fyrir framan mig, hafa ekki hugmynd um hvað þeir ætla að verða. — Maður labbar sig barasta oní bæi'.in á kvöldin, til að hitta kunn- ingjana fá sér hamborgara og kók, og fá sér smók. — Ferðu aldrei með kunningja þína heim til þín? — Maður má það ekki fyrir gömlu konunni! Eg þykist vita að gamla konan sé móðir hans. — En kunningjar þínir, geta þeir ekki boðið þér heim til sín? — Blessaður vertu, þetta er sama allsstaðar. — Veistu, að fullorðna fólkið talar um spillta æsku, það talar um að þið þvælist í bílum á kvöldin, strákar og stelpur, reykjandi, drekkandi og ger- andi sitthvað fleira? — Éld það megi kjafta. Sumir gera það að vísu, veit ég, en hvers- vegna eru þá leigubílstjórarnir að taka mannskapinn uppí og rúnta með hann um bæinn. Og hvað er fullorðna fólkið betra? Stattu fyrir utan Hótel Borg á kvöldin maður, og sjáðu fullorðna fólkið sem kemur út þaðan. Argandi og emjandi, blindfullt og vitlaust, kallandi á eftir hverju pilsi, og þetta kallar sig fínt fólk. Svo er það að fárast yfir því að við skulum fá okk- ur kók á okkar Borg, Isborginni! Við höfum hátt, en hvað er þetta, voru þið ekki ung og kát einu sinni. Höfðuð þið ekki gaman af að tala við stelpur. Það eru ekki allir slæm- ir þótt þeir séu hávaðasamir. En nú verður maður að fara að pusa sér heim. Og hann er horfinn. KVÖLDIÐ er liðið og það er kom- in nótt. Borgin sefur. Enduróm- ur dagsins er í eyrum mér, þús- und raddir. Gangstéttirnar eru að rétta úr sér eftir fætur borgaranna. Ég geng einn eftir miðri götu. Það er ekki einu sinni bíll á ferð. Og allt í einu tekur mig sárt, að þetta stræti skuli vera svona móderne. Kannski var sársaukinn til þess að ég skynjaði sál götunnar, gamla sál og þreytta, sál gamla tímans, Hermenn: skildi sjóða uppúr þegar strætið var kallað Lange For- toug. Þegar engin hús voru norðan við götuna, aðeins garðar og port, sem heyrðu til húsunum við Hafn- arstræti. Ég staðnæmist fyrir framan hús á. horni Veltusunds og Austurstrætis. Birta margra kertaljósa þrengir sér út. um litla gluggana, og daufur óm- ur langspils berst mér til eyrna. Það er dansað þarna inni. Sjálfur Jör- undur, Hundadagakonungur, dansar þar. Ég geng út úr strætinu, suður Aðal- stræti, sem margir telja með elstu götum á landinu, sjávargötu Ingólfs. Og á morgun verður nýr dagur, dag- ur anna, og fólk mun hópast sam- an, nýtt fólk, í gömlu stræti . . . Verðlaunabókin er komin í bókabúðirnar Skáldsagan TUNGLSKINSNÆTUR I VESTURDAL hlaut fyrstu verðlaun í norrænni skáldsagna- keppni sem þrjú stærstu vikublöð Norðurlanda efndu til snemma á þessu ári. Samkeppnin fór fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og bár- ust 50 handrit frá hverju þessara landa. Hlut- skörpust varð sagan „Tungskinsnætur í Vestur- dal“ eftir norsku skáldkonuna Grerd Nyquist og hlaut hún 25.000 krónur norskar i verðlaun. Sagan fjallar rnn tízkudrottningu í Osló, sem hverfur frá erli og amstri borgarlífsins, fer að nokkru leyti huldu höfði á prestsetri úti í sveit og lendir í hinum ótrúlegustu ævintýnun. Þar kynn- ist hún einnig þeirri ást er hana hafði alltaf dreymt vun. Sagan er þrungin spennu frá upphafi til enda svo lesandinn getur varla lagt hana frá sér fyrr en lestrinum er lokið. VIKAN Leifsútgáfan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.