Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 23
ið Fornar ástir Framhdld af bls. 9. að horfa á skrúðgöngu fegurðardrottninga i veizlusalnum hjá Le Journal. — Hvað um mig? spurði Coco í bænartón. Julie setti upp fjarrænt augnaráð, og leit á Coco gegnum dökk augnahárin. — Ef þig langar tii . . . ef þú ert laus. — Frjáls eins og fuglinn. En aðeins til hálf átta. Við höfum afmælis veizlu í kvöld, það er brúðkaupsafmæli foreldra minna. — Virkilega? Þú hefur ekki talað um þau í háa herrans tíð. Jæja, komdu þá, klukkan er orðin þrjú'. Það nær engri átt að halda áfram að sitja hérna við borðið, eins og við værum í brúðkaupsveizlu. Líttu á Puylarme, sá er að! Hann kom löngu á undan okkur, og þarna er hann enn og drekkur F'ransiscaine. Hann er ekki enn fimmtugur, en eftir úthti að dæma gæti hann verið afi minn! Um leið og þau gengu yfir salinn, tók hún lauslega undir forvitnislega og kunnuglega kveðju þingmannsins, sem mældi Coco frá hvirfli til ilja. Þau óku aftur til Parísar lengri leiðina, og hin gráu augu Cocos gáfu Julie það vel til kynna, hversu mjög hann þráði, að hún væri ,,góð“ við hann. Með augnatilliti og nasahreyf- ingu lofaði hún líka, að hún mundi verða það, og hann fór að aka bílnum eins og atvinnubíl- stjóri sem er aö hefja feril sinn. Julie leið forkunnarvel og hafði af því mikla skemmtun, á hvílíkum hraða Coco ók og hvernig hann tók beygju á hornum. „Hann er alls ekki klunnalegur elskhugi" hugsaði hún. „Hann er full- ur af eölishvöt og hlýju. Það er ég líka. Við höfum nógan tíma þangað til Lucie kemur að sækja mig. Ég ætla ekki að taka teppið af legu- bekknum. Eg hef aðeins eitt lak á rúminu, og þvi hefur verið snúið við með sauminn i miðju. Við höldum áfram rétt eins og við værum úti á gras- inu.“ 1 fordyrinu sá Julie, að andlitið á Coco Vatard var orðið að holdlegri girnd uppmálaðri — heimskulegur á svip, rauðleitur, eins og marinn, undir augunum. Hún var tilneydd að ýta honum til hliðar og segja „Bíddu, bíddu andartak" lágri röddu, hann réði sér ekki fyrir æsing og óþolin- mæði. En áður en lyftan fór af stað, kom hótelvika- piltui-inn hlaupandi og ýtti umslagi inn í milii rimlanna. -■— Bílstjóri kom með þetta til yðar. — Hvenær? kailaði Julie, en var þegai1 komin af stað xipp. Fyrir stundarkorni síðan! skrækti sendillinn. Engin skilaboð fylgdu? Framhald í nœsta blaði. PÓSTURINN Framhald af bls. 3. teknum örfáum titlum, og bókaútgefendur vita því sem er, að bækur borgar sig aðeins að gefa út til jólagjafa. Viltu nú, Vika mín, gefa mér skýringu á þessu fyrirbæri. Með fyrh-fram þökk. Kaupsýslumaðui'. Vikan sneri sér til Andrésar Björnssonar, dag- skrárstjóra, og bað ha/nn að svara þessti bréfi. Andrés sagði,, að útvarpið hefði frá upphafí, talið það skyldu, sína að stuðla aO bókaútgáfu í land- inu, og hefði, œtíð notfœrt sér útkomu nýrra bóka með þvl að Vita lesa kafla og kafla, eða heilar bœkur, og hefði ekki frekar verið miðað við jólamánuðinn eða aðra mánuði. Það vœri ekki útvarpinu að kenna, að svo mikið væri um bókaútgáfu fyrir jólin. r'f'i ^teindóz^pient óskar viÁshiptaviaum sínum og starfsmönnum glecltlegs drs °9 /> akkar vtSskipttn á Inínu án. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.