Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 24

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 24
 ÞORGEIR SIGURÐSSON: FALLEG KÓNGSFÓRM Igamalli bridgebók er eftirfar- andi setning: „Þú skalt alltaf spila við fyrsta tækifæri spili, sem sagnhafi veit að þú átt.“ Dæmin, sem fylgdu þessari setn- ingu iitu þannig út: Norður K-9-6-3 Vestur 8-7-4 Sagnhafi Á-G-5 1 grandsamning svinar sagnhafi fyrst gosanum og tekur síðan ás- inn. Það er augljóst, að austur verður að setja drottninguna, spil- ið, sem sagnhafi veit hann á, í ás- inn, því þá verður sagnhafi að gizka á, hvort hann eigi á svína níunni eða spila upp á að tían falli hjá austri. NorOur 7 Vestur Austur 10-3-2 K-G-6-4 Sagnhafi Á-D-9-8-5 Þetta er hliðarlitur í tromp- samning. Sagnhafi svínar fyrst drottningunni og byrjar siðan að trompa litinn í blindum. Austur verður að gefa kónginn strax af sér, því annars getur sagnhafi alltaf reiknað með, þegar hann skipuleggur útspilið, að hann geti trompáð lágs i blindum á með- an að kóngurinn, sem hann veit að austur á, birtist ekki. Setningin virðist ekki vera merkileg og eins og sést á dæm- unum, þá eru þau þannig, að svo til hver elnasti bridgespilari mundi ósjálfrátt kasta háspilunum af sér, þó ekki væri til annars en að sýna meðspilara sínum, hvað hann ætti góð spil og hve vel þau lægju fyrir andstæðingana. Þar sem þetta var afar snjöll bók, þá virðist sem þessum kafla væri algerlega ofaukið og ekki mikið af honum að læra. En annað átti eftir að koma í ljós. 1 keppni milli Tafl- og bridge- klúbbsins og Bridgefélags Reykja- víkur í desember s. 1. kom fyrir á 1. borði spil, sem sýnir, að þessi setning á erindi til allra bridgespilara, jafnvel hinna beztu. 1 spilinu áttust við nýbakaðir meistarar B.R., sveit Sigurhjartar Péturssonar og meistarar T.B.K. frá í fyrra, sveit Hjalta Eliasson- ar. Spilarar voru: Herbergi I. Norður: Júlíus Guðmundss. T.B.K. Suður: Hjalti Elíasson, T.B.K. Austur: Guðm. Ólafson, B.R. Vestur: Ingólfur Isebarn, B.R. Herbergi 2. Norður: Ewald Berndsen, B.R. Suður: Sigurhj. Pétursson, B.R. Austur: Róbert Sigmundss., T.B.K. Vestur: Guðjón Tómasson, T.B.K. Vestur gaf. Allir utan hættu. Norður 4 6 K-7-5-2 4 Á-D-G-10 * S-6-5-4 Vestur Austur A 10-9-5-4 A K-7-2 D-G-8-4 A-9-6 ♦ 9 ♦ 8-7-6-5 * D-10-9-7 A 1 O 1 co Buður A Á-D-G-8-3 9 10-3 4 K-4-3-2 * Á-2 Sagnir í herbergi 1: Vestur Norður Austur Suður P P P 1A P 24 P 24 P 3* P 34 Sagnir í herbergi 2: Vestur Norður Atistur Suður P P P 1A P 24 P 24 P 2G P P P P 1 herbergi 1 stanza N-S í 34> sem sennilega er réttasta loka- sögnin og vann norður sögn sína auðveldlega. Hendi norðurs hefur ekki mikinn háspilastyrkleika, en á móti opnun í síðustu hendi er alls ekki ólíklegt, að úttekt sé í spilinu, en þar sem suður opnaði á spaða er líklegast að úttektin sé í grandi. Heppilegasta svar norð- urs við 14 er þvi 2Jj^. Það gef- ur suður svo mikið svigrúm, ef hann á tígul- eða hjartalit, jafn- framt því, sem það getur fælt and- stæðingana frá því að sækja lauf- ið, ef lokasögn N-S yrði í grandi. 1 herbergi 2 var spilað af meiri hörku og lentu N-S í mjög svo vafasömum 3 G. Þeim er auðveld- lega hnekkt með laufaútspili, en austur var ekki svo hólpinn, held- ur katn hann út með 48. Sagn- hafi tók á ♦A á hendinni og spil- aði 46 og er 42 kom frá austri svínaði hann 4Á, er austur lét 47 í eftir að norður hafði gefið niður *4. Nú getur sagnhafi ekki farið rangt í spilið, þvi að eini vinningsmöguleikinn er, að 4K sé eftir einspil. Hann spilaði því litlum spaða frá blindum og fékk austur á 4K. Eftir það vann sagnhafi spilið auðveldlega. En svo við snúum okkur aftur að setningunni, sem minnst var á i upphafi. Eftir að sagnhafi hef- ur tekið ♦A og svínað 4G, veit hann, að austur á 4K (vestur getur verið að gefa með 4K), svo að samkvæmt reglunni ætti austur að losa sig við hann við fyrsta tækifæri. Eftir að norð- ur hefur sýnt einspil á spaða, þá getur hann þetta sér að skaðlausu, því að hann sér, að A-V geta að- eins fengið einn slag i spaða og þó 4K fari í þá stendur vest- ur fyrir slag með 410-9-x-x. Ef austur hefði gert þetta þá hefði hann gerbreytti spilinu frá sjónar- miði sagnhafa. Sagnhafi sér, að ef vestur á 410-9-x-x-x, þá á hann aðeins 8 slagi og sá níundi getur aðeins fengist á 4K. Rétta spila- mennskan nú væri að taka fyrst á 4D til að fullvissa sig um að austur hefði ekki átt nema tvo spaða og spila siðan á 4K í von um að 4Á liggi rétt. Sennilegt er þó, að mikill meiri hluti bridge- spilara hefði ekki athugað þann möguleika, heldur spila strax á %>K. Eftir það væri spilið alger- lega óvinnandi. Ef hins vegar sagnhafi sæi í gegnum svikin og tæki AD og spilaði vestur inn á 410, þá gæti eins verið að hjarta- litur vesturs væri D-G-8-7, og þá verður sagnhafi að fara rétt í hjartað, sem er hér að gefa a. m. k. tvær umferðir, því þegar vest- ur kemst inn á 410, þá sér hann, að til þess að hnekkja spilinu þurfa A-V að taka 4 slagi strax. Þar sem að *Á og 4K eru í blindum, þá sér hann að eini lit- urinn, sem það er hægt á, er hjarta og mun hann því spila út %)D. Það er semsagt alveg sama hvað sagnhafi gerir, einu mögu- leikar A-V til þess að hnekkja spilinu eftir útspilið, eru að aust- ui’ gefi 4K í 4Á. Austur D-10-2 ^/illllllIMlllllllllllIIIIIIII11•••11lllll11IIIKllIIII11IIIIItll11IIIIIIIIMllllIIllllll111lllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIII lllllll IIIII llllllllllllllIIIlllllIIIIIIlllllllllllllllllIIIIIIII llll • Mll11llllllllllll111IIIIIlllllllllllllllIIllllIIIIIII111lllllllIMIIIIIIIMlII * MII11llllII S P A IJ G Einu sinni í samkvæmi kom ungur spjátrung- ur til Chesterfields lávarðar og spurði hann hvort sér leyfðist að drekka minni djöfulsins. „Því ekki það?“ anzaði Chesterfield, „mér ber ekki að amast við vinum yðar.“ Ábóti einn, sem var ákaflega feitur og digur, ferðaðist til Florenzborgar. Þegar dagsett var orðið, kom hann að borgarhliðinu og hitti bónda nokkurn. „Ætli ég komist inn um hliðið?" spurði hann bóndann. „Það held ég vafalaust," svaraði bóndinn, „ég sá áðan, að tveir eða þrír uxar voru reknir þar inn samsíða og var þó hver þeirra um sig feitari en yðar háæruverðugheit." Ríkur maður var talinn heimskur í meira lagi og var þetta um hann sagt: „Þegar hann talar um naut, þá talar hann eins og maður, en þegar hann talar um menn, þá talar hann eins og naut.“ Einn lærtsveina Sókratesar ætlaði að taka læri- föður sínum fram í fyrirlitningu tímanlegra gæða, og gekk i gauðrifinni og götóttri kápu. „Heyrðu vinur,“ sagði Sókrates við hann; „hé- gómagimin gægist út um götin á kápunni þinni." Þrir Gyðingar voru dæmdir til hengingar, en þegar að aftökunni kom, var einum þeirra gefið líf. Hann fór þó ekki, heldur beið kyrr, og tók böðullinn til stEirfa. Böðlinum leiddist að sjá Gyð- inginn glápa og híma þarna og segir við hann í vonzku: „Snautaðu burt, hundspottið þitt.“ „Háttvirti böðull" anzaði Gyðingurinn, „mig langar til að bíða, þangað til öndin er skroppin úr hinum, því að mér leikur hugur á að ná i eitthvað af fatagörmunum þeirra.“ Það er kunnugt, að Alexander Dumas, hinn frægi rithöfundur, var kominn af blámönnum í aðra ættina. Einu sinni ætlaði maður nokkur að gera hann að athlægi í samkvæmi og sagði við hann: „Er það satt, að þú sért getinn af svört- um foreldrum?" „Að nokkru leyti,“ anzaðí Dumsa, „þvl að faðir min var Múlatti, afi minn blámaður og langafi minn api; mín ættartala byrjar því þar sem þín endar." Auðmaður etnn, sem var bæði átvagl og svefn- purka, barmaði sér alltaf yfir því, að hann gæti ekki sofið á meðan hann æti og ekki etið á með- an hann svæfi. Okurkarl var ákærður fyrir það, að hann tæki í rentu 9 af hundraði, eða þrem melra, en lög heimiluðu. Dómarinn ávítaði hann fyrir ásælni hans og hörku og sagði að guð á himnum sæi athæfi hans. „Það sakar ekki, sagði okurkarlinn, „þegar guð horfir á þessa 9 ofan af himnum, þá getur honum hæglega sýnzt það vera 6 af hundraði. Skáldið Dante spurði eitt sinh borgara einn Flórens, hvað væri orðið framorðlð. „Það er rétt um þann tíma, sem vant er að brynna nautunum," svaraði borgarinn. „Og þér standið hérna ennþá?“ mælti Dante. —o— Prófessorinn: „Fyrirgefið þér ungfrú, að óg heilsaði yður; þér eruð svo lík henni systur minni, að ég hélt endilega, að það væri hún.“ Ungfrúin: „En Björn. Ég sem er systir þín.“ Pófessorinn: „Nú — mig skal þá ekki furða, þótt ég villtist á ykkur.“ ?A VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.