Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 14
LÍF/EÐ REYKJA- VÍKUR Tómas: skáldið í strœti sínu . . . . Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn og bernskuglöðum hlátri strætið ómar því vorið kemur sunnan yfir sæinn sjá, sólskinið á gagnstéttinni ljómar. ANNIG orkti skáldið ljúfa, Tómas Guðmundsson, um hið glaða Austurstræti æsku ára sinna. Og ég, kynjabarn atomaldar stend í þessu stræti, og mér hefur verið falið að skrifa um það. Og ég þori ekki að birtast ritstjóranum fyrr en ég hefi efni tilbúið. Og mér verður hugsað til Tómasar, mikil póetisk áhrif hefur strætið haft á hann, og í anda sé ég Þórberg Þórðarson á gangi eftir strætinu, skáskjótandi augunum á blómlega júfertu á gangi hinum megin, berandi með sér fögur fyrirheit. Þannip- var það í gamla daga, þá var rómantískur blær yfir bænum, þá fengu menn andlegan inn- blástur undir daufri birtu ljósastaur- anna, þá töltu menn á tveim jafn- fljótum „rúntinn" þá var vor í lofti á hvaða árstíma sem var, þá var skáldlegur blær yfir þessu stræti. Nú hefur modemisminn hertekið það. Nú er það upplýst með óteljandi ljósatækjum, og ber margvislega lit- aða birtu yfir hvern stein. Jafnvel skugginn er horfinn. Og fólkið sem gengur strætið í dag ber merki nýja tímans. Það er á hraðri ferð. Hænt skugga sínum gengur það framhjá upplýstum gluggum verzlana. Þetta er orðið stræti Mammons. Ég spyi- sjálfan mig eins og Elías Mar eitt sinn, ,,Um hvað á að skrifa". Á ég að skrifa um fólkið, eða á ég að skrifa um strætið sem á fólkið. Og ég held áfram að hugsa þar sem ég stend og ég finn betur og betur að strætið hefur engin áhrif á mig svo ég fer að hlusta eftir nið fólks- ins, kannski segir hann mér eitthvað, ef ég gef mér tíma til að hlusta eftir. Rödd berst mér úr fjarska: ,,Og kaupmenn þínir sönnum auði safna og setja hann í örugg fyrirtæki, ef ekki þessa heims, þá hinumegin.“ En hversvegna kalla menn þetta Austurstræti, því ekki Kaupmanna- götu, strætið hefur áður heitið nöfn- um er dönsku kaupmennirnir gáfu því. Lange Fortoug hét það eitt sinn. En hvaða máli skiftir nafn. Strætið er þarna, húsin hverfa og ný koma i staðinn, fólkið sem um það gengur í dag hverfur, en strætið blívur. HEFUR þú, lesandi góður, nokkru sinni gefið þér tíma til þess að staðnæmast í Austurstræti til að virða fyrir þér fólk sem þar á leið um ? Ég hefi grun um svo sé ekki, nema þú sért strákur staddur í strætinu að kvöldlagi til þess að horfa á stelpur. Því enn horfa strák- ar á stelpur þótt Þórbergur sé hætt- ur því, en samt er horfinn allur yndis- þokki, nú verður að flauta eða reka upp hljóð úifsins á mörkinni þegar ung stúlka gengur strætið, og unga stúlkan er löngu hætt að roðna, þótt fráneygðir piltar veiti henni athygli, hún tyggur bara gúmm. Talsmáti æskunnar í dag er frjálslegur, gjör- sneyddur skáldlegum sjarma gamla tímans, og orðin finnast hvergi í orðabókum. Þótt þú aðeins standir á þrítugu, finnst þér þú vera í óltunnu landi, hlustandi á framandi tungu. Það er enn bjartur dagur sem ég stend í strætinu. Margt fólk er á 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.