Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 4
Jóhannes Jósefsson, glímukóngur lslands 1907 og ’08. Myndin er tekin 1908. SÍÐASTI þjónninn var farinn. Hljómsveitin hætt leik sínum. Ljós loguðu á fáeinum lömp- um. Maðurinn stóð í miðjum salnum og naut þægilegrar kyrrðarinnar. Loftið var mettað reyk og vínþef. Hann var greinilega nokkuð við ald- ur, en bar sig vel, stóð beinn og keikur og allar hreyfingar voru hnit- miðaðar og næstum unggæðislegar. Eorgarbóndinn stóð nokkra stund í sömu sporum. Svo stikaði hann út og slökkti ljósin. Jóhannes Jósefsson fæddist 28. júlí 1883 á Oddeyri við Eyjafjörð. For- eldrar hans voru hjónin Jósef Jóns- son ökumaður og Kristín Etnarsdótt- ir. Snemma þótti drengurinn fær í flestan sjó, var bæði ramur að afli og fylginn sér. Hann nam lestrarvís- indi hjá ömmu sinni gömlu í Bene- diktsbænum á Akureyri og fyrsta bókin, sem hann las var pésinn um Óla hálending. óli þessi var alveg að hans skapi: stal frá þeim riku og gaf hinum fátæku. Síðar gegndi Jóhannes einnig virðulegu kúarektorsembætti, en leiddist það afskaplega. Einnig sat hann yfir fé, þá fært var frá, lömbin tekin frá mæðrunum og rekin á fjall, en setið yfir ánum á daginn, þegar búið var að mjalta þær að morgni og síðan reknar heim á kvíar á kvöldin. Meðan hann gegndi þessu embætti byggði hann sér byrgi uppi í fjöllunum og þar hafði hann mætan kost rímna og ljóðbókmennta. Rétt fyrir aldamótin var hann hesta- kúskur hjá Stefáni á Möðruvöllum og var þá líf í stúfunum, er sjálfur hann segir frá. Glímumenn góðir gistu þá staðinn og þar fékk margur byltu af viöureign við Jóhannes. Oft tók- ust þeir á Júlíus Havsteen, fyrrv. sýslumaður og gekk á ýmsu. Dreng- urinn lærði skylmingar af séra Matt- híasi Jochumssyni. um 1908 og vakti þar feikna athygli og var sæmdur hetjuverðlaunum fyr- ir frammistöðuna. Hann þreytti róm- verska glímu og síðar ferðaðist hann um Evrópu og Ameríku með valið lið og sýndi glímu, sjálfsvörn og margskonar aflraunir við mikinn orðstir. Hann gaf út bók á ensku um íslenzku glímuna og kynnti hana víða á erlendri grund. Hann felldi fyrstur manna japanska glimumeist- arann Diabutzu, einnig gekk hann vopnlaus á hólm við portúgalskan hiiífamann og sigraði í víðfrægri við- ureign. Frægð hans varð mikil og hróðurinn fór víða. Heim kom Jóhannes 1919, en hélt aftur utan nokkru siðar og fór enn víðar. Svo fluttist hann alkominn til fósturjarðarinnar og hóf undirbún- ing að byggingu nýtízku hótels í höf- uðstaðnum. Hann hóf framkvæmdir, fékk einhvern styrk þess opinbera, gegn því að byggingin yrði tilbúin alþingishátíðarárið. Hótel Borg var fullbúin i tæka tíð og Island gat í fyrsta skipti boðið útlendingum mannsæmandi hóteldvöl í höfuðstaðn- um. Bygging Borgarinnar hefur stig- ið valdhöfunum til höfuðs, því enn Svo var sveinninn settur í prent- læri hjá Birni Jónssyni, en undi því illa og strauk í útróðra til Hrís- eyjar. Svo vann hann líka í tóvinnu- verksmiðjunni á Akureyri, þar sem nú er Gef jun-Iðunn. Marga fleiri al- genga vinnu fékkst hann við á alda- mótaárunum, uppskipun og síldar- og þorskveiðar. Jóhannes var einn aðal frumkvöð- ull að stofnun ungmennafélag- anna. Hann stofnaði hið fyrsta þeirra, Ungmennafélag Akureyrar 1906. Eitt sinn var það á ungmenna- félagsfundi, skömmu eftir stofnun, að meðal viðstaddra voru þrír mætis- menn. Þegar Jóhannes var búinn að tala sig stóran, reis hann upp og mælti: ,,Eg stig á stokk og strengi þess heit, að vinna glímuna á Þing- völlum að sumri, sigla ella og dvelja erlendis í tuttugpi ár.‘‘ Næst reis úr sæti sínu Lárus Rist, kenn- ari: ,,Ég heiti því að synda yfir Oddeyrarál, eða kallast minni maður ella.“ Þá kvað við raust Matthíasar skálds Jochumssonar, sem sagði: „Eg heiti því að verða hundrað ára, eða detta dauður niður ella.“ Allir efndu þeir heit sin: Lárus synti yfir Oddeyrarál með miklum sóma. Jóhannes lá í glímunni, sigldi utan og vann frækilega sigra. Séra Matthias hné niður í prédikunarstóln- um, 85 ára og var þegar látinn. Svo sigldi Jóhannes til Noregs og nam verzlunarfræði á Johannessens- verzlunarskólanum. Þar hreifst hann af frelsisþrá Norðmanna, sem reyndu að losa um samband sitt við Dan- mörku um þær mundir. Hann var réttkjörinn fyrsti formaður sambands ungmennafélaganna, sem vildu Is- lands heill og frelsi. Jóhannes tók þátt í Olympíuleikun- hafa þeir ekki leyft eðlilega og sjálf- sagða þróun í gistihúsamálum Islend- inga. Utlendingar mega sofa á tösk- um sínum á flugvellinum, en hótel má ekki byggja. Jóhannes Jósefsson sýndi mikla rausn og stórmennsku, þegar hann réðst í byggingu Borgarinnar. Það undrast reyndar enginn, sem kynnist manninum. Hann er stórgeðja og ákafur til framkvæmda, kjagsar ekki að neinu og getur bæði verið þægi- legur í viðskiptum og meinlega erf- iður. Þó virðist sumum hann ósann- gjarnari en hann raunverulega er, því hann er ör og skjótur og segir mönnum meiningu sína gjörsamlega óþvegna upp úr þvottalegi smáborg- aralegrar kurteisi. Uppruni og ferill Jóhannesar Jós- efssonar er gott dæmi um mann, sem veit, hvað hann vill, hvikar ekki en sækir sífellt á. Hann hefur sennilega ekki lesið ljóð atómskálds- ins: „Afleiðingarnar leita orsakanna meðal tækifæranna", en afrek hans eru þó í rauninni miklu fleiri en tæki- færin, þótt ótrúlegt sé. Hann byrjar með tvær hendur tómar, en næga dirfzku og mikinn og góðan vilja til sjálfsbjargar. Verður víðfrægasti íþróttagarpur Islendinga á fyrsta hluta aldarinnar, sezt svo á friðar- stól í föðurlandi sínu og lætur brýnt þjóðþrifamál mjög til sín taka. Frá barnæsku hefur hann unað við lestur ís- lenzkra fagurbókmennta, er sagður kunna allar Islendingasögurnar utan- bókar og kann ógrynni af ljóðum og lausavís- um, sem hann flíkar ó- spart. Hann hefur orðið fyrir hollum áhrifum af þjóðlegum bókmenntaarfi þjóðarinnar og dáir skáldið og manninn Matthías Joeh- umsson mest allra. Hann var forystumaður i flokki frelsisunnandi manna og barðist fyrir Framhald á bls. 26. Hótel Borg við Pósthússtræti. Eina hótelið í Reykjavik, sem tvímælalaust er I. flokks. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.