Vikan


Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 15
ferli, sumir með böggla undir hendi, það eru að koma jól. Á tveim stöð- um í strætinu eru pottar Hjálpræðis- hersins. Hermenn halda vörð um pott- ana og gæta þess að ekki sjóði upp úr. AUir þurfa að fá fé i sjóði sína, hermenn Krists ekki síður en aðrir. Bifreiðastraumurinn um strætið er óslitinn, nýjar bifreiðar stórar bif- reiðar, langar bifreiðar, stuttar bif- reiðar, flestar eru þær nýjar, öllum útlendingum til mikillar furðu. tjr hinum samfelda nið gangandi og akandi berast rödd hrópandans í eyðimörkinni. Á torginu stendur mað- *r með óslökkvandi löngun til þess að forða einhverjum frá eilífri glöt- un. En nú, í desember, þegar allir eru að flýta sér umfram venjulegan lífsins eril, má enginn vera að því að frelsast. En maðurinn er ákveðinn Austurstræti í vetrarham. i því að láta heyra til sín, og vekja okkur til umhugsunar um eilífðar- málin, og mælska hans er slík að undrun sætir. En nú dýrka menn að- eins einn guð, Mammon, svo maður- inn á torginu er einn með sínum guði. Og sá guð veitir honum ótæm- andi mælsku og óþrjótandi mann- elsku, og maðurinn á torginu brosir við bökum manna sem misst hafa skuggann sinn. ÞAÐ kemur gömul kona gangandi eftir strætinu. Kápan er snjáð, og veitir lítinn yl fyrir kaldri nepju mánaðarins. Hún heldur á litlu jólatré. Það er jólatréð hennar. Og á aðfangadag jóla mun það bera henni birtu, þótt lítið sé. Skildu henni hlotn- ast gjafir á jólunum? Ég er ekki viss um það, ekki þær gjafir sem við viljum fá, ljósið af trénu verður henn- ar gjöf, og hún mun sitja samvistum við skuggann sinn. Þegar allir eru að flýta sér, eru menn ekki einir. Þá ganga þeir samsíðis tímanum, þess vegna skera þeir sig úr sem eiga engan tíma. Þessi gamla kona á engan tíma. Hún gengur svo rólega áfram, gluggarnir upplýstu hafa engin áhrif á hana. Svo hverfur hún mér sjónum. ÞAÐ tekur að rökkva í lofti, en það er ekki skugga að sjá í Austurstræti. Fleiri og fleiri koma, gangandi eða akandi og leggja bílum sinum hjá stöðumælunum. Svo hættir mörgum til þess að gleyma bíl sínum og það stendur hár og digur lögregluþjónn hjá einum bíl. Klukk- an á stöðumælinum tjáir honum að bílstjórinn sé innan fárra sekúntna sekur við lögin. Og lögregluþjónninn bíður, hann hefur nægan tíma. Svo kemur hin ellefta stund, og vörður laga og réttar tekur upp miða, skrif- ar stutt bréf til hins óþekkta bíl- stjóra, og festir miðann við stýrið. Síðan gengur lögregluþjónninn áfram í leit að öðrum tuttugu krónum. Ég tek mér stöðu hjá bílnum og ekki líður á löngu þar til bílstjór- inn kemur. Lágvaxinn maður, rauð- ur í' andliti. Hann á sér einskis ills von, opnar bíl sinn og sér miðann, tekur og les, og verður enn rauðari í andliti, ég sé að hann tautar nokkur orð fyrir munni sér, og ég er viss um að lögregluþjónninn fær hiksta. OG svo hitti ég kunningja minn. 1 fyrstu er hann ókennilegur fyrir bögglum alla-vega gerðum, en þegar ég lít niður á fætur hans, er ég ekki lengur i vafa. Það er eng- inn sem notar svona stóra skó nema kunningi minn. Hann stendur þarna fyrir utan eina verzlun, hreyfingar- laus, og ég sé á því hvernig hann stendur i báða fætur, að hann er lítt hrifinn af tilverunni. — Sæll, kunningi, segi ég rétt si svona. — Sæll sjálfur, umlar hornóttur böggull hálf ílskulega. — Ertu að verzla blessaður? -— Heldur þú að ég standi hér mér til ánægju? — Er ekki ánægjulegt að vera langt kominn með innkaupin? — Þessi jólainnkaup eru að verða hrein vitleysa. Maður lofar sjálfum sér því eftir hver jól, að haga sér eins og vitiborinn maður um næstu jól, en hvað skeður? Um næstu jól hefur verðlag hækkað, kaupgetan i rauninni minni, en maður eyðir aldrei jafn miklum peningum. — Ég held nú að það sé fólkinu sjálfu að kenna, maður þarf ekki endilega að vera á ,,kúpunni“ eftir áramót. Gallinn er sá að maður kaup- ir allt um of dýrar gjafir handa vin- rnn sínum og ættingjum. — Dýrar gjafir? Líttu í kringum þig, sjáðu verzlunargluggana, upp- ljómaðir, skreyttir, og gjafirnar, ó- dýrar jólagjafir stendur þar, ódýrar, huh, rafmagnsrakvél á sjöunda hundrað, það kalla þeir ódýrt, ryk- sugur, 2000 krónur, það kalla þeir ódýrt, hálf verkamannslaun! Það ætti að hengja þessa kaupmenn upp á löppunum. — Þeir eru nú að veita okkur þjónustu, blessaðir, segi ég. Hugs- aðu þér hvað Austurstræti væri dimmt og drungalegt, ef engir væru verzlunargluggarnir með dýrðlegum Ijósum og vöruúrvali. — Mér er fjandans sama, þessar jólagjafir eru komnar út í öfgar, börnin vita ekki hvers á að minnast á jólunum.þau vita aðeins að þá fá þau gjafir, og það er þeim nóg. — Ekki er ég nú sammála um það, segi ég, lít i kringum mig og von- ast til þess að sjá barn á gangi, barn sem ég get spurt: Af hverju eru jól- in? Og við bíðum þarna saman, ég eftir litlu barni, og kunningi minn eftir stóru barni, konunni sinni, sem er enn að velja jólagjafir. Og svo kemur lítil stúlka gangandi með móð1- ur sinni. Stúlkan hefur stór blá augu, hún er svona fimm ára. — Afsakið, segi ég við móður barnsins. Má ég spyrja litlu dóttur yðar einnar spurningar ? Móðirin horfir á mig rannsakandi, síðan á alla bögglana og eitt auga sem sést einhversstaðar inn á milli hrúgunnar, og horfir sakleysislega út í loftið. — Hvað var það ? spyr móðirin. — Mig langar til þess að vita hvort þessi litla stúlka veit af hverju við höldum jól. Móðirin sleppir hönd litlu stúlk- unnar og ég krýp niður og þá erum við jafn há í loftinu. —Veistu af hverju jólin eru, vin- kona? Bláu augun horfa rannsakandi á þennan kall. Síðan á móðurina, svo svarar hún lágt: — Þá fæddist jesúsbarnið. Ég lít upp til vinar míns, sigri hrósandi, rétt eins og ég ætti barnið. Auga hans sem sést, virðist enn upp- Framhald á bls. 26. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.