Vikan - 01.01.1959, Blaðsíða 13
Deiiriiim tmbonis í Iðnó!
Einbjörn og Tvíbjörn fundnir
Iðnó er mikið að gera um
þessar mundir. Til eru
höfundar tveir sem kalla
sig Einbjörn og Tvíbjörn.
Þeir bera ábyrgð á leikrit-
inu Deliríum búbónis, sem
Ríkisútvarpið flutti fyrir
nokkrum árum, og vakti
mikla athygli og kátínu
hlustenda, enda skemmti-
lega samið og inn í það
fléttað skemmtilegum og
fallegum lögum. Nú hafa
þeir Einbjörn og Tvíbjörn
umskrifað leikritið og lengt,
og bætt við söngvum og
dönsum. Lárus Pálsson er
leikstjórinn, leikarar eru
Brynjólfur Jóhannesson,
Steindór Hjörleifsson, Karl
Sigurðsson, Kristín Anna
Þórarinsdóttir, Sigríður
Hagalín, Guðmundur Páls-
son, Árni Tryggvason, Gísli
Halldórsson og Nína Sveins-
dóttir. Leikurinn gerist í
Reykjavík nú á tímum. Ekki
er að efa að margir munu
skemmta sér i Iðnó um jól-
in, þvi með Brynjólfi í
skemmtilegu aðalhlutverki
í leikriti eftir Einbjörn og
Tvíbjörn, verður enginn
fyrir vonbrigðum. Hverjir
eru Einbjörn og Tvíbjörn?
Þeir eru bræðurnir Jón
Múli og Jónas Ámasynir,
Jónassonar frá Múla, en
hvor er Einbjörn og hvor
Tvíbjörn er erfitt að segja
um, því þeir vita það ekki
sjálfir. — Þegar ég hitti þá
um daginn sögðust þeir
alls ekki mega vera að því
að svara spurningum enda
væri öllum þeim spurning-
um, sem mér kynni að detta
i hug, og þær yrðu áreiðan-
lega ekki margar, svarað í
leikriti þeirra Deliríum
búbónis.
— Og hvað í ósköpunum
þýðir nafnið?
—• Það vitum við ekki.
Veiztu þú það?
—- Hvað er list? spyr ég
alls óvænt.
Það er Jón sem svarar:
—• Ja, þessari mikilvægu
spurningu er loksins svar-
að í leikritinu. Annars get-
ur þú sagt að leikrit þetta
sé jólahugvekja. Og hún
kemur eftir jól, þegar aðr-
ar hugvekjur eru mönnum
gleymdar eða máðar, hér er
því ekki um neinn „konku-
rans“ að ræða við þá menn
sem venjulegast skrifa hug-
vekjur um jólin.
Deliríum búbónis er upp-
haflega samið fyrir útvarp
og tók í flutningi 82 mínút-
ur.
—• En núna ?
—- Núna er það allt of
langt, svara þeir.
— Viltu ekki vita eitt-
hvað um tórilistina spyr
Jón, eftir að ég hefi ár-
angurslaust gert tilraun til
þess að knýja fram spurn-
ingu.
Síðan svarar hann henni
án tafar.
— Tónlistin er samin í
hefðbundnum klassískum
stíl fyrir sópranrödd og
vindbassa, og er í 8 köfl-
um og ýmist grave eða vi-
vace. Carl Billich færði í
hljómsveitarbúning.
Hvernig varð leikrit þetta
til?
Jón segir að þegar Jónas
hafi flutt til Norðfjarðar,
hafi þeir í bréfum látið sór
til hugar koma að skrifa
leikrit. Þegar þeir bjuggu
í Reykjavík, í sama húsi og
jafnvel sváfu i sama her-
bergi, gerðu þeir oftlega til-
raunir til þess að skrifa
saman, en alltaf án árang-
urs, en þegar leiðir skildu
og þeir sáu ekki hvor ann-
an, þá gekk það.
Að lokum spyr ég höfund-
ana hvað þeir vilji ráðleggja
ungum rithöfundum.
Við ráðum þeim fastlega
til að halda aldrei út á rit-
höfundabrautina, og þeim,
sem nú þegar eru staddir á
henni, ráðleggjum við að
hætta. Að skrifa er 1% in-
spírasjón og 99% vinna,
eins og fleiri góðskáld hafa
sagt.........
Gestur Pálsson
berf ættur í Aþenu
ARNDÍS Bjömsdóttir
og Gestur Pálsson
leika aðalhlutverkin í
jólaleikriti Ríkisút-
varpsins í ár. Leikritið
heitir í íslenzkri þýðingu
Þórðar Sigurðssonar,
Berfættur í Aþenu, og er
eftir Maxwell Anderson.
Leikurinn verður fluttur
laugardaginn 27. desem-
ber og tekur um tvo
tíma 1 flutningi...
Gunnar
Kammersanger Tyge
Tygesen, einn aðal
óperusöngvari við Konung-
lega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn er kominn hingað til
lands og er byrjaður að
vinna að við sviðsetningu á
óperunni Rakaranum í
Sevilla, sem Þjóðleikhúsið
sýnir um jólin .. .
Nokkrar sýningar verða
á Horfðu reiður um öxl eft-
ir jól og einnig verður Dag-
bók önnu Frank sýnd
nokkrum sinnum eftir
jól . . .
Gunnar Eyjólfsson stjórn-
ar nú í fyrsta sinn leikriti
hjá Þjóðleikhúsinu. Hann
er að æfa mjög nýstárlegt
leikrit eftir Thornton Wild-
er sem heitir Á yztu nöf,
(The skin of our teeth) og
er þýtt af Thor Vilhjálms-
Á ystu nöf
syni. Leikrit þetta vakti
mikla athygli þegar það
kom fram skömmu eftir
stríðslok síðustu. Hinn frá-
bæri leikari Sir Laurence
Oliver lék aðalhlutverk í
leikritinu í London og fór
með það í leikför til Ástra-
líu nýlega. Með hlutverk hér
fara þau Herdís, Valur og
Regina, Baldvin, Bryndls og
Inga Þórðardóttir. Leikritið
verður frumsýnt um miðjan
janúar...
6. janúar frumsýnir Þjóð-
leikhúsið leikritið Dómar-
ann eftir Wilhem Moberg.
Leikrit þetta var frumsýnt
í Stokkhólmi í fyrravetur
og lauk höfundur við leik-
ritið skömmu áður. Vakti
það mikla athygli og deilur.
Það er nú sýnt í 4 eða 5
löndum. Höfundurinn W.
Moberg kemur til Reykja-
víkur til þess að verða við-
staddur frumsýninguna
og er það í fyrsta sinn
að erlendur höfundur er
viðstaddur frumsýningu A
verki sínu hérlendis. Leik-
stjóri er Lárus Pálsson en
aðalhlutverkin eru i hönd-
um Haraldar, Róberts, Vals,
Rúriks og Baldvins og leik-
stjórinn leikur sjálfur með.
Hvenær kemur fram mað-
ur sem eingöngu lætur sór
nægja að annast leikstjóm ?
HALfl-BJÖRG FÆR SÉR
IflOLLYWOOD-PERIVflAfelEftlT
Hallbjörg Bjarnadóttir
söngkona er nýkomin til
landsins frá Ameríku og
hefur í hyggju að halda
hér söngskenimtanir í
Framsóknarhúsinu.
Margt hefur á daga
liennar drifið þar vestra
og hún hefur lent þar f
ýmsum mannraunum
eftir því sem Vikan hef-
ur heyrt. M. a. fékk hún
sér permanent í Holly-
wood á einni frægusto
nárgreiðslustofu þar í
bæ. Það tókst þó ekki
betur eu svo að nærri
var búið að brenna allt
hárið af söngkonunni og
þóttist hún góð að sleppa
ósköUótt. Þessi meðferð
var þó síður en svo gef-
ins, því permanentið
kostaði hvorki meira né
minna en 40 doUara!
Vinir söngkonunnar
bentu heiini á að hún
gæti höfðað mál gegn
liárgreiðslustofmmi, en
búu mmi ekki hafa látið
verða af því.
Hallbjörg syngur nú í
Framsóknarluisinu við
Tjörnina og virðist svo
sem vinsældir hennar séu
aUtaf jafn miklar. HaU-
björg er fjölhæf mjög,
en þó margir séu þeirrar
skoðunar að hún sé um
of gróf, fær hún fólk til
þess að hlæja um leið og
það hneykslast. Hall-
björg er umdeild, en
enginn efast um hæfi-
leika hennar. Er von-
andi að Framsóknarhús-
ið haldi áfram að ná í
góða skemmtikrafta, og
eftir því sem blaðið hef-
ur hlerað, hyggst það fá
erlenda skemmtikrafta í
byrjun janúar, en ekki
er þó enn búið að ganga
frá samningum. —
Um þessar mundir er
verið að sýna í kvik-
myndahúsum í Kaup-
mannahöfn, stutta auka-
mynd sem kvikmynda-
tökumaður frá danska
sjónvarpinu tók, er hann
var hér með Nínu og
Friðrik. Á myndinni kem-
ur fram m. a. hljómsveit-
in í Framsóknarhúsinu,
og ku myndin vera ágæt.
VIKAN
13