Vikan - 19.03.1959, Síða 2
PÓSTURINN
„Hár í andliti“.
Til Vikunnar.
Þátturinn „Fegrun á sex vikum“.
Ég las í þætti þínum um daginn að hægt væri
að losna við hár í andliti með rafmagnsaðgerð.
Langar mig nú að vita, hvort þú getur gefið mér
upplýsingar um hvar hægt muni vera að fá
slíkar aðgerðii'. Með fyrirfram þökk.
Donna.
SVAR: •— Kœri lesandi. Þér spyrjið þáttinn
„Fegurð á sex vikum“ um ráð til að eyða hárum
úr andliti. Við viljum benda yður á að fara til
fegurðarsérfrceðinga sem eru orðnir þó nokkrir
hér í höfuðborginni. Til að nefna einhverja er t.
d. .Gróa Sigmundsdóttir ein með þeim fyrstu og
margir að verða þekktir sem seinna hafa komið.
T. d. Ásta Halldórsdóttir, Sólvallagötu 5; Anna
Helgadóttir, Grundarstíg 9; Ásta Johnsen, Póst-
hússtrœti 13. Bezt vœri kannske að fletta upp í
símaskránni og athuga þar „Snyrtistofur" Þá
getið þér sjálfar ákveðið hvert þér kjósið að
fara.
1 von um góðann árangur kveðjum við yður.
Færeyingur skrifar um þjónustu.
Það er ein kaffisjoppa í Hafnarstræti sem ég
heimsótti um daginn. Ég pantaði mér kaffi sem
var mér á borð borið. Rétti ég afgreiðslustúlk-
unni fimm hundruð króna seðil, en hún tók þá
kaffið til baka í snarheitum og setti á sig ljót-
an svip, og kvaðst ekki skipta fyrir svo litla
upphæð sem pöntun mín kostaði. Mér var svo
nóg boðið, að ég ætlaði að ná í sjoppueigand-
ann, en hann var ekki nær staddur. Er hægt að
láta bjóða okkur svona ókurteisi eftir langan
og erfiðan vinnudag eða hvenær sem er? Við
þurfum alla vega að borða og drekka til þess
að lifa. Ég ætlaðist ekki til þess að hún færi
að gefa mér kaffið, heldur að hún sýndi kurteisi
og bæðist kannski afsökunar á því að geta
ekki skift, eða leitaði eftir hvort ég ætti ekki
smærra . . .
Og bréfritarinn finnur að fleiru en þjónustunni
hér á landi, hann segir ennfremur:
Að lokum langar mig til þess að spyrja: Af
hverju tók L.l.TJ. það marga Færeyinga inn í
landið, að það er útilokað fyrir okkur að fá góð
skiprúm ? Helst koma til greina 10—15 lesta bát-
ar, og það einhversstaðar úti á landi, þar sem
aldrei fiskast. Verður þetta svona framvegis?
Ég vonast svo til, Kæra Vika, að þú reynir að
botna í bréfi mínu og bæta mannkynið svolitið.
Pálmasen.
Vikan birtir góðfúslega svör við þessu bréfi.
— leiklistaráhugi.
Kæra Vika.
Okkur datt í hug að skrifa yður og biðja um
svör við nokkrum spurningum.
Er takmakaður aldur við leiklistarskóla og
þarf sérstaka menntun, t. d. í tungumálum?
Er slíkur skóli á kvöldin og er hægt að stunda
vinnu með skólanum?
Þarf sérstaka fegurð og söngrödd?
Hve lengi er hvert námstímabil, og hvað kost-
ar það?
Með fyrirfram þökk
„Þrístirnið.11
SVAR: Pósturinn sneri sér til Ævars Kvaran,
en hann hefur um fjölmörg ár annast leiklistar-
kennslu hér í Reykjavík. Gaf hann okkur eftir-
farandi upplýsingar:
1. Lágmarksaldur er 16 ára, og œskilegt er
að fólk hafi gagnfræðapróf, eða liliðstœða mennt-
un.
2. I flestum tilfellum mun hægt að stunda vinnu
jafnhliða leiklistarnáminu, því skóli hans starfar
frá klukkan 17—19.
3. Gott útlit hjálpar alltaf til ef hœfileikar
eru fyrir hendi, en þess er alls ekki krafist. Ekki
er þess heldur krafist að viðkomandi hafi söng-
rödd, þótt það, sem svo margt annað, sé gott
hverjum leikara.
if. Skólinn starfar frá olctóber til maí, og venju-
legast eru nemendur við nám í tvö ár, og reyna
þá nokkrir við próf upp í Þjóðleikhússkólwm.
— misræmi.
Ágæta blað.
Getur þú frætt mig á því hvað valda muni
því herfilega misræmi í gjöldum leigubifreiða-
stjóra. Bíll frá einni stöð, sem fer með mig ná-
kvæmlega sömu vegalengd, kostar kannski þetta
tveim krónum meira en hjá annari. Dæmi þekki
VIKAN
MÁLTÖKUBLAÐ
Nafn_____________' ____
Heimili________________
Póststöð
Mál A Mittissídd ...........
Mælt frá kragahnappi niður í
mitti í hæð viS mjaðmarhnútu.
Mál D Brjóstvídd ..................
Mælt undir höndum yfir há-
brjóstið.
Mál G Utanlærsmál .....
Mælt frá mjaðmarhnútu
ofan á gólf.
Mál H Skrefmál .............
Mæld skrefhæð ofan í gólf.
Laugaveg 105.
Ef maðurinn er lotinn eða sérlega
beinn, óskast þess getið sérstaklega.
Við veljum efnin eftir upplýsingum yðar.
Peningana til baka ef yður likar ekki. —
Mál E Mittisvídd ..............
Mælt umhverfis mltti 8 cm. fyrir
ofan mjaðmarhnútu.
Mál F Mjaðmarvídd ............
Mælt umhverfis mjaðmir eins og
myndin sýnir.
Öltíma
Mál B Jakkasídd .............
Mælt frá flibbahnappi öll sidd
jakkans.
Mál C Ermalengd ..........
Mælt frá háöxl við ermasaum
(yfir þumalfingur mál töku-
mannsins eins og mynd sýnir)
PRENTSMIBJAN EDDA H.F