Vikan - 19.03.1959, Page 4
þeim oft á skyssur í gagnrýni
sinni.
Ein ástæða þess, að menn
misbeita gagnrýni sinni, er sú
að mönnum hættir til þess að
reyna að mikla sjálfan sig með
gagnrýni sinni. Þetta veldur oft
ósanngjamri gagnrýni, sem
eykur hróður gagnrýnandans á
kostnað þess, sem gagnrýndur
er. Maður, sem sér vel galla í
fari annarra en ekki sína eig-
in, er oft ósanngjam og ýkju-
kenndur í gagnrýni sinni.
Fólk streitist meet móti
gagnrýni, þegar ekki leikur allt
í lyndi fyrir því og er móttæki-
legast, þegar vel gengur. I
fyrsta tilfellinu, hefur það næg-
ar áhyggjur, og finnst ekki á
þær bætandi með því að fara að
hugsa um utanaðkomandi gagn-
rýni. En þegar menn hugsa
hins vegar til gagnrýninnar,
þegar ekkert angrar þá, getur
óhlutlæg gagnrýni komið að
miklu gagni.
Stundum er mönnum auðvit-
að hollt, að úthellt sé gagnrýni
yfir þá. Venjulega skyldi samt
gagnrýnandinn velja sér hent-
ugan stað og tíma til gagnrýni
sinnar. Til dæmis skyldi verk-
stjóri aldrei gagnrýna undír-
mann sinn í viðurvist sam-
verkamanna hans. Hjónum ber
ekki að gagnrýna hvort annað
í viðurvist bama sinna. Manni
ber ekki að gagnrýna vin, ekki
einu sinni einslega, í samkvæmi.
Eru konur taugaóstyrk-
ari en karlmenn?
ER HÆGT AÐ BÆTA MMNID?
NEI, en það er hægt að bæta
hæfileikann til þess að muna,
á sama hátt og ekki er hægt
að bæta sjónina, er hægt
að bæta sjónskynjunina. Við
getum ekki lært að muna
betur, heldur getum við lært
ýmsar aðferðir til þess að út-
nýta minnið. Það er gamalt
húsráð að binda snærisspotta
um fingurinn, til þess að muna
eitthvað, en einmitt þetta er ein
af gmndvallarreglum minnis-
æfinga.
Dr. Leonard Carmichael hef-
ur bent á það í sálfræði sinni,
að næstum allar minnisæfingar
byggist á velþekktum húsráð-
um, eins og það með snærið, og
margir nota ímynduð snæri til
þess að muna eitthvað. Til dæm-
is, ef maður ætlar sér að taka
með sér bók á skrifstofuna og
hugsar urn þetta í einrúmi,
skrifar dr. Carmichael, ,,sér
hann ef til vill fyrir sér hurðar-
húninn á skrifstofu sinni ásamt
bókinni. Það era líkur fyrir þvi,
að næsta morgun muni hann
eftir húninum og þar með bók-
inni.“
Það er beinlínis hægt að mæla
minnið með því að rannsaka
hversu marga hluti eða tölu-
stafi menn geta munað eftir að
hafa litið á þá einu sinni. Nem-
andi, sem er að búa sig undir
munnlegt próf, lærir venjulega
betur, ef hann les upphátt í
stað þess að lesa í hljóði. Yfir-
leitt er auðveldara að læra heilt
kvæði utanbókar en muna eitt
og eitt vísuorð, jafnvel þótt til
séu undantekningar.
Er þaö list að gagn-
rýna aöra?
Sanngjörn gagnrýni er öllum
holl, eins og vitað er. Mark-
mið gagnrýninnar er að sýna
einstaklingnum fram á mistök
sín, svo að hann geti forðast
þau framvegis. Til þess að gagn-
rýnin nái markmiði sinni, verð-
ur hún að vera hlutlæg, verður
að vera gefin á vissum stað og
stund af réttum aðila, og hún
verður að vera þannig, að sá
sem gagnrýndur er verði ekki
fyrir neinni minnkim. Flestir
era fremur lélegir gagnrýnend-
ur, og þar af leiðandi verða
EF til vill ekki, en^a þótt
flestar konur hafi nfcari til-
finningar en menn. Samkvæmt
kenningu Freuds, veldur innri
hvöt konunnar sterkari þrá eft-
ir ástúð, og þetta veldur rík-
ara tilfinningalífi. Margir nú-
tíma kvensálfræðingar játa
hinu ríka tilfinninganæmi kon-
unnar en sættast ekki á að það
stafi af innri hvöt. Þeir benda
á, að höfuðgögnin, sem Freud
byggði kenningar sínar um
sálarlíf kvenna á, hafi verið
fengin að mestu leyti frá karl-
mönnum.
Dr. Karen Homey trúði því,
að hvorki tilfinninganæmi né
ástarsamband sé á nokkum hátt
háð karlmannleik og kvenleik;
að sérkenni bæði kvenna og
karla stafi af menningarorsök-
um. Það eðli konunnar að sinna
mest persónulegum efnum, hef-
ur mótazt af aldagömlum venj-
um, sem hafa orðið þess vald-
andi, að konan er svift allri
ábyrgð utan heimilisins. Þar
sem konan lifir innan viss til-
finningahrings, verður hún að
byggja allt á ástinni, sem verð-
ur henni langstærsti kostur lífs
hennar.
Því miður hefur trúin á það,
Framhald á bls. 24.
4
VIKAN