Vikan - 19.03.1959, Side 9
SÖGULOK
„Ég er komirm til þess að ná i manninn minn!“
Hún hló við og kyssti hann á munninn.
„En ég hélt —" byrjaði Reade. ,,Eg skil
ekki. . .“
Hún lagði fingui- á varir hans. „Segðu ekki
orð, elskan! Eg skil. Og Doyle skilur líka. En þú
hafðir rangt fyrir þér. Þetta voru kjánaleg
mistök."
Doyle settist á stólinn andspænis honum og
fór fingnmum gegnum hár sitt. „Og þeir kalla
mig sálfræðing!" sagði hann og andvarpaði. „Guð
minn góður!"
Renee hristi höfuðið. „Mér þykir þetta hræði-
lega leitt, elskan! Eg veit ekki hvernig ég á að
bæta þér þetta. Að hugsa sér að ég •—• ég hafi
ekki trúað því, að þú elskaðir mig.“ H;n starði
út í loftið og brosti. „Og ég fékk þig næstum til
þess að fremja glæp, vegna þess hve ég var
mlkill kjáni!"
„Ég hef víst gefið þér tilefni til að efast,
Renee," sagði Reade, sem smám saman var að
skiljast hvað á gekk. „Eg var bölvaður kjáni!
En hann efaðist enn.
Doyle neri á sér kjálkann. „En ég var samt
mesti kjáninn, Reade! Það var ég, sem stakk upp
á öllu þessu við konuna þína. Það var ég, sem
endilega þurfti að gera úr þessu sálfræðilega til-
raun. Það var ég sem þóttist þekkja mannlegt
eðli!“
Renee brosti veiklulega. „Það er fyrir mestu,
að þú ert heill á húfi, Reade. Og ég mun aldrei
efast um ást þína framar. Ekki eftir það, sem
þú gerðir mín vegna i kvöld!“
„En ég —•“
Doyle greip fram í fyrir honum. „Ég ætlaði að
sýna þér hvílíka ágætiskonu þú ættir. Skilurðu
það? Þetta var sálfræðikenning.“ Doyle glotti.
„Nema hvað tilraunin heppnaðist ekki allskost-
ar.“
„Þú,“ hélt Renee áfram og brosti til Reade.
„Þú, sem lætur alltaf skynsemina ráða.“
Hún kyssti hann á kinnina. „Þú slepptir þér
alveg. Þú gekkst berserksgang. Vegna þess að
þú hélzt, að þú hefðir misst mig."
En Reade var ekki fyllilega ánægður. Hann
sagði: „1 dag leit ég þangað inn. Þið Renee
gátuð ekki vitað, að ég myndi. . . Hvernig . . .“
Renee leit snöggt á Doyle. Hann hló. „Nú, það!
Þvílík tilviljun! Við hittumst þar, til þess að finna
út leið til þess að gera þig bálvondan, og þú
komst einmitt inn á kaffihúsið. Ég varð að grípa
fast í Renee, til þess að hún eyðilegði ekki þetta
gullna tækifæri. Við ætluðumst til, að þú heyrðir
í okkur. En þú gafst ekki Renee tækifæri til
þess að útskýra málið. Og í örvinglan sinni gat
hún ekki sagt þér sannleikann."
„Ég hringdi i Doyle, þegar þú fórst að heim-
an,“ sagði Renee lágt. „Ég var hrædd um, að þú
myndir gera eitthvað af þér, og siðan fór ég
sjálf á eftir þér hingað.“
„Svo að ég hlóð teppum í rúmið og beið eftir
þér,“ útskýrði Doyle.
Reade yppti öxlum og bi-osti kuldalega. Hann
sneri sér að Renee. „Ég skaut ekki Doyle, vegna
þess að ég hafði ekki kjark í mér til þess að
taka.í gikkinn."
Do'yle hristi höfuðið. „Það hefðir þú einmitt átt
að gera, Reade. Ég sé, að ég er langt frá því
að vera góður sálfræðingur."
Reade tók upp byssuna, sem lá á gólfinu, greip
fast um hana og stakk henni i vasann. Hann
tók í handlegg Renee og leiddi hana að dyrun-
um. Hann átti erfitt með að bjóða Doyle góða
nótt, án þess að koma upp um það hatur, sem
hann enn bar til hans.
SÖGULOK
Reade Buckley enskukennari, hefur veðjað
við kunningja sinn, sálfræðinginn Doyle Craft-
on, að ekki sé hægt að fá sig til þess að
myrða. Buckley þykist nú sjá, að Crafton sé
að gera sér dælt við konu hans, Renee, og
veðmálið hafi einmitt verið til þess að breiða
yfir þetta samband þeirra tveggja. En Craft-
on, sem hafðl spáð því, að hann sjálfur yrði
fórnarlamb Buckley, skjátlast, Buckley hefur
ákveðið, að fórnarlamb hans skuli vera
Renee . , .
Nýtt 10 mínútna permanent
„STYLE“
frá elsta og stærsta framleiðanda á hársnyrtivörum
RICHARD HIJDISIIJT
EGGJASHAMPOO
fyrir þurrt og feitt hár, fæst í pökkum og flöskum.
CREIVIE RIISISE
í hverja hárskolun.
E M D CIJ R L (permanent)
notað á einstaka lokka milli ,,permanenta“
DAINIDRUFF TREATIVIEMT
losar yður við flösu.
Fæst í öllum betri
snyrtivöruverzlunum og apótekum
HEILDVERZLUN PÉTURS PÉTURSSONAR
HAFNARSTRÆTI 4. — SÍMAR: 19062 og 11219.
VIKAN
9