Vikan


Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 14
 ' 'íi.'ý ffisfcíH -- '<\í. ft js-'y' Mp H I - Í?v' v£ >< ? '■. ''v/ 'A ■ .. . FYRSTA óhappið varð þegar ég kom í þennan heim með mikl- um söng', 4. júní 1926. Eftir það lifði ég lífinu svo sem strákar gera, livorki betur eða verr, og er ekki laust við að mig hafi hent ýmis óhöpp. Ég éi' af söngvina fólki kom- inn, faðir minn Hallur Þorleifsson hefur um mörg ár sungið 1 kórum, og stjómaði á sínum tíma karlakór sem hét Kátir félagar og var mjög vinsæll. Kórinn sá sameinaðist Karlakómum Fóstbræðrum 1945. Móðir mín hefur einnig sungið í mörg ár og mikið komið fram í út- varpinu, hún heitir Guðrún Ágústs- dóttir, auk þess syngur bróðir minn. Er þá nokkur furða þótt ég hafi einnig sungið? Fyrst söng ég opin- berlega 17 ára gamall. Þá uppgötv- aði Dr. Páll Isólfsson mig, og ég söng með honum í Dómkirkjunni á Páska- dagsmorgun. l>á söng móðir mín sópransóló í sama verki. 1951 fór ég til Englands og nam söng í Konunglega tónlístarháskól- anum í London i 3 ár. Meðan ég var þar söng ég í þremur óperu-upp- færslum á vegum skólans, Dr. Bar- toli í Brúðkaupi Figaros eftir Moz- art, Pistol í Falstaff eftir Verdi og The Usher i Trial by Jury eftir Gilbert og Sullivan. Auk þess kom ég fram á hljómleikum á vegum skólans. Svo stalst ég til þess að syngja á nokkrum stöðum, því ekki mátti ég vinna erlendis, jafnvel ekki kauplaust. Það var nú eiginlega mik- ið happ að ekki komst upp um mig. — En óhöppin? — Ja, óhöppin, þau eru nú orðin mörg, en ég held að ég segi þér tvær, þrjár sögur. DAG nokkurn átti ég að syngja á litlum stað fyrir vestan. Þangað ætlaði ég að fara með minn einleikara, en þeir þarna fyrir vestan báðu mig koma án hans ég gæti fengið ágætan undir- leikara í plássinu, auk þess sem það væri mun ódýrara fyrir fé- lagið sem réði mig. Og ég þangað. Þegar vestur kom var sá ágæti und- irleikari, sem mér var ætlaður, kall- aður burt úr plássinu til þess að gegna sínu eigin starfi, og ég stóð þama uppi, einsöngvarinn án undir- leikara. 1 miklum snarheitum var náð i annan mann, sem var gjörsamlega óvanur að annast undirleik, og þekkti auk þess ekki lögin sem ég ætlaði að syngja. Við höfðum rétt tíma til þess að renna yfir lögin áður en skemmtunin hófst og gekk það stórslysalaust. Þegar hin ellefta stund er upp runn- in og ég er byrjaður að syngja, skeður það, að undirleikarinn flettir skakkt blöðum, hefur víst flett tveim blöðum fyrir eitt, nema hvað, hann er allt í einu staddur á allt öðrum Það er venjan, þegar menn láta blöð hafa eitthvað eftir sér, að reyna að tína til það sem merkast er við manninn, og uin hann að segja. Auðvitað er eitthvað gott um alla að segja, en þegar ég hitti Kristin Hallsson söngvara á götu um daginn og bað hann um stutt viðtal, sagðist ég alls ekk! vilja heyra um allt það ágæta sem hann hefði gert um æfina. Það vita jú allir, sem eitthvað fylgjast með tónlistarmálum okkar Islendinga, að Kristinn er einn ágætasti söngvari landsins. Hitt vita kannski færri, að fyrir hann kom ýmsir skrýtnir hlntir, eins og hjá fleimm sem túlka eitthvað fyrir almenning. Kristinn tók því vel að segja mér eitthvað um óhöpp sín sem söngvara. Þess vegna kalla ég viðtalið . . . EINTÚM ÓHÖÞÞ! stað í laginu en ég. Ég hélt áfram að syngja lagið eins og það er, eins lengi og ég gat, og hann hélt áfram að leika undir, að minnsta kosti tveim blaðsíöum á undan mér. Enda fór svo að hann vann kapphlaupið, var fyrstur i mark, en ég gafst upp fyrir hlátri. Ég bað viðstadda af- sökunar og bauðst til þess að reyna aftur við lagið og var þvi vel tekið, og við reyndum einu sinni enn og tókst sæmilega, þótt undirleikarinn væri orðinn yfir sig nei-vus og vissi varla i þennan heim né annan. EITT sinn, skömmu eftir að ég kom heim frá námi, var ég beðinn að skemmta á Selfossi, á einhverri mikilli hátíð þar. Skemmtunin gekk ágæta vel, og ég var byrjaður að syngja síðasta lagið sem var Sverrir konungur. Heyri ég þá allt I einu heljar mikinn gný og hélt ég að stór trukkur væri að aka framhjá Sel- fossbíó, því húsið allt skalf mjög. Svo kom voðalegur hvellur og ég hugsa með mér að nú hafi trukkn- um verið ekið á húsið. „Ekki syng ég svona illa," hugsaði ég. Verður mér þá litið til Weisshappel og sé að hann hendist til í stólnum. Ég horfi á hann með mikilli undrun, því svona var hann ekki vanur að haga sér, þori ekki að horfa lengi á hann og sný mér því aftur fram til áheyr- enda, syngjandi, auðvitað. Þá sé ég mér til skelfingar, að þeir eru allir á hraðri leið út úr húsinu, nema einn. Læknirinn i Hveragerði, Magnús Ágústsson. Hann sat hinn rólegasti. Rann nú upp fyrir mér að hér mundi vera mikill jarðskjálfti. En svo vænt þótti mér um þennan eina áhorf- anda sem eftii' sat, að ég ákvað að ljúka laginu fyrir hann. En fólk tók nú að koma aftur inn í salinn og rétt þegar ég var að ljúka laginu var salurinn aftur orðinn þéttsetinn. Og sjaldan hefi ég fengið hlýrra Iófatak en í þetta sinn. • • OÐRU sinni var ég að syngja í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Á senunni þar var jafnan trekkur, ef opnuð var útidyrahurðin að tjalda- baki. Er þetta nokkuð til óþæginda eins og sjá má af eftirfarandi. 1 þetta sinn var ég með óvanan undir- leikara, en ágætan. Sennilega hefur einhver opnað hurð, nerna ég er allt í einu að syngja í hörku stormi. Skyndilega hættir undirleikurinn, en ég held samt þrjóskufullur áfram að syngja, eins og ekkert hafi í skorisL En þegar bið verður á því að undir- leikurinn hefjist að nýju skotra ég augunum til undirleikarans, en hann er þá alls ekki þar! Hófst nú erfitt tímabil, þar sem ég þurfti hvort- tveggja að gera, halda áfram að syngja, og svipast um eftir undir- leikaranum. Hvar heldurðu að ég hafi fundið hann? Undir hljóðfær- inu! Hann er þar á fjórum fótum, í óða önn af safna saman nójjinum, sem höfðu fokið svona gjörsamlega burtu. Þá var nú erfitt að syngja maður, en það tókst, og það merki- lega við þetta allt saman er, að píanóleikaranum tókst að safna sam- an blöðunum, komast undan hljóðfær- inu, setjast og ljúka laginu með mér. En nú má ég ekki vera að þessu, mín biður æfing. — Og kannski einhver óhöpp ? — Blessaður vertu, einlóm óhöpp. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.