Vikan - 19.03.1959, Page 21
FORSAGA:
Gilles Mauvoisin hlýtur óvænt allar eigur
látins frænda sins aö erfðum. Hann sezt að i
húsi frænda sins. Viss skilyrðl fylgja arfinum
og ýmis vandahál virðast steðja að. 1 húsinu
býr einnig hin ótrúa ekkja gamla mannsins,
Colette, sem lengi hefur haft náið samband
við lækninn Sauvaget. Hann er teklnn fastur,
grunaður um morð & konu slnni. óvæntir
atburðir koma í ljós: Þau skötuhjúln liggja
undir þeim grun, að hafa myrt Mauvoisln
gamia. Gilles gengur i hjónaband með Alice
Lepart. Menn Gilles segja upp starfi og hann
veit ekki, hvaðan & sig stendur veðrlð.
var gamla konan vön að segja, þegar Mauvoisin
nálgaðist, þarna kemur björninn. Hann var alltaf
kallaður þessu nafni I kaffihúsinu. Þegar frændi
yðar kom inn, þrýsti hún á hnapp, sem hringdi
bjöllu uppi á næstu hæð. Þetta var merki um að
laga te handa gamla manninum og færa honum
það.“
Rinquet hafði staðnæmzt við bryggjuna, þar
sem eyjabátarnir voru vanir að leggja að. Einn
þeirra átti að leggja af stað eftir nokkrar minút-
ur. Fáeinir hásetar voru að reyna að koma sauð-
þrárri kú upp Iandgöngustigann og áhorfendur
skemmtu sér hið bezta.
„Einstaka sinnum var Bob, frændi yðar, á
kaffihúsinu. Þá var hann vanur að fiyta sér út,
þegar Mauvoisin kom inn, því að Mauvosin gamli
þoldi ekki að sjá hann. Hann talaði alltaf um
hann sem bölvaðan ónytjung, og gamla konan
þorði aldrei að svara honum.
,Hvað er bölvaður ónytjungurinn að gera þessa
dagana? var hann vanur að spyi’ja.
Hann var vanur að reika um kaffistofuna,
með hendur i vösum og hattinn á höfðinu. Stund-
um tók hann upp sardínudós og spurði um verð-
ið á henni, eða þá hann benti á dós af parafín-
olíu og spurði, hvaðan hún væri.
„Meðan hann var þarna, voru allir á nálum.
Frú Eloi benti þrásinnis mönnum sínum að halda
sér saman. Ef skipstjóri var þarna staddur til
þess að panta eitt eða annað, var hann vanur að
skerast 1 leikinn og útkljá málið, ef gömlu kon-
unni og skipstjóranum kom ekki saman um
verðið.
„Eftir nokkrar mínútur kom svo þjónustu-
stúlka með bakka og fór með hann inn á skrif-
stofuna. Mauvoisin gekk á eftir henni, enn með
hattinn á höfðinu. Stundum kom þó fyrir, að
hann tók hattinn ofan í mestu hitunum, til þess
að þerra á sér kollinn, en hann setti alltaf hatt-
inn upp hið skjótasta aftur.
„Teið var alltaf eins eins og líf hans yfirleitt.
Tveir bollar af veiku tei. Tvær sneiðar af ristuðu
brauði smurðar með marmelaði.
Hann settist alltaf í stól frú Eloi, eins og hann
ætti þennan stað. Og ég býst við, að hann hafi
einmitt átt staðinn. Ef hann sá bréf á skrifborð-
inu, tók hann þau og las.
„Mér hefur ekki verið sagt meir, Gilles. Ef
þér viljið fara inn, er bezt að ég bíði hér eftir
yður."
Inni í skuggsælli kaffistofunni sá Gilles
Gérardine frænku sína í sama svarta kjólnum
sínum. Honum fannst hún hafa verið að horfa á
sig. Hann tók á sig rögg, gekk yfir götuna og
opnaði dyrnar.
Honum til mikillar undrunar, tók frænka hans
alls ekki eftir honum. Hún stóð við afgreiðslu-
borðið og horfði á tvo menn, sem voru að leggja
fram pöntun. Hún var teinrétt að vanda, og gull-
slegna nælan hennar var næld i barm hennar,
„Sæl vertu, Gérardina, frænka," bjrjaði hann
feimnislega.
Hún þóttist ekki taka eftir honum í fyrstu.
Hún fölnaði lítið eitt, og í stað þessa að taka
undir kveðju hans, sagði hún kuldalega..
„Hvað vilt þú? . . . Ég veit, að þér finnst þú
hálfvegis eiga þennan stað, og ég geri ráð fyrir,
að þess verði ekki langt að bíða, þangað til þú
átt hann og átt hann einn'."
„En . . .“
„Ég er systir móður þinnar og ég vil ekki hafa
þessa lögreglumenn snuðrandi um allt.“
Hún gekk til dyra og horfði um stund á
Rinquet, sem beið handan við götuna.
„Viltu, að ég hætti í lok mánaðarins?"
Gilles vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann
hefði aldrei getað ímyndað sér, að fimmtug kona,
fyrirtaks kaupsýslukona eins og Gérardina
frænlta, sem var annáluð fyrir skapfestu, gæti
skyndilega kastað öllu frá sér í algerri uppgjöf.
Hann óttaðist, að hún myndi hvað úr hverju
bresta í grát, og hann leitaði að einhverju sem
hann gat sagt til þess að róa hana.
1 þessu kom Bob niður hringstigann. Fyrst
sáust fætur hans, síðan búkurinn, og loks birtist
rautt og sællegt andlit hans uppi í stiganum.
Þegar móðir hans sá hann, kom það henni al-
gerlega úr jafnvægi.
Hún þaut að stiganum, hrasaði við og ýtti Bob
á undan sér upp stigann.
Skyndilega ríkti þögn i stofunni. Aðstoðarmenn
frú Eloi litu imdrandi hver á annan, siðan á
Gilles. Og Gilles, sem var engu minna undrandi,
sneri sér við og gekk skömmustulega til dyra.
Framhald á bls. 13.
YIKAN
21