Vikan


Vikan - 24.09.1959, Side 10

Vikan - 24.09.1959, Side 10
seqi^ * * '■ llllgfi börn, er klandri, im' ' ' , í stórræði, O © HrútsmerTciö (21. marz—20. apríl): 1 þessari viku munt Þú veröa aö ráöa fram úr miklu vandamáli, sem getur breytt efnahag þínum til muna. FarÖu þess vegna að öllu með gát. Ef þú átt hætt við því, að þau lendi í einhverju en skeyttu samt ekki skapi þínu á þeim, því að að öllum líkindum eru þau saklaus. Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí): Ef þú ert duglegur og iðinn þessa viku, eru allar iíkur á þvi, að þú aukir vinsældir þínar og fáir jafnvel launahækkun! Á heimilinu kann að vera, að þú lendir í orðasennu við þina nánustu, og væri skynsam- legast fyrir þig að reyna að ná sættum sem fyrst. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þér býðst einstakt tækifæri þessa viku, en hætt er við, að Þú gerir þér ekki grein fyrir, hversu þýðingarmikið þetta er. Gríptu gæsina, meðan hún gefst! Ungt fólk mun koma að máli við ástvin sinn um helg- ina, en ekki er víst, að þeim komi vel saman. Krabbamerkiö (22. júni—23. júlí): Mið- vikudagurinn verður mikill annadagur og skiptir þig mestu þessa viku. Þú ættir að fara heldur sparlega með pen- ingana þessa viku. Amor skýtur einni af örvum sínum niður í kunningjahóp þinn, en ekki er víst, að þér sé nema miðlungi vel við það. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þessa viku getur þú tekið lífinu með ró, því að engin vandamál virðast steðja að. Þú virðist fá nægan tima til Þess að skemmta þér, en notaðu einnig tímann til annars. Um helgar verður þér að öllum lík- indum boðið í eftirsóknarvert samkvæmi. Heilla- tala 5. Meyjarmerkiö (24. ágúst—23. sept.): Einhverjar erjur verða i fjölskyldunni út af einhverjum „svörtum sauði“, og er aldrei að vita, nema þú getir einmitt bætt úr þessum erjum. Þó er ekki víst, að fortölur þínar, — þótt þær séu á rökum reistar, — verði teknar gildar. Helgin verður einkar skemmtileg og viðburðarik. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú skalt nota allar tómstundir þínar þessa viku til þess að hjálpa góðvini þínum, þvi að hann Þarf sannarlega á hjálp að halda Seinni hluta vikunnar munt þú fá heimsókn, sem þér er allt annað en vel við. Líklega verður þessi heimsókn til þess að koma upp um eithvað, sem Þú hefur haldið leyndu. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Lífið virðist ætla að leika við þig Þessa viku, og þú átt það sannarlega skilið, Því að einhver skuggi hefur hvílt yfir tilveru þinni síðustu vikurnar. Einhver send- ing kemur til þín, liklega frá útlöndum, en hætt er við, að þú verðir fyrir nokkrum vonbrigðum af henni. Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Þú ferð í einhverja ferð, annaðhvort þér til skemmtunar eða til þess að reka erindi kunningja þíns, sem ekki sér sér fært að fara í þessa ferð. Þú skalt leit- ast við að kynnast kunningjum þínum nánar, þvi að í hópi þeirra leynist ef til vill lífsförunautur þinn. Heillatala 8. Oeitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Það gerist eitthvað furðulegt á miðvikudag eða fimmtudag, og bá færðu aldeilis að sýna, hvað í þér býr. Konur ættu að hugsa sig um tvisvar, áður en þær leggja einkanlega í ástamálum. Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Þú hefur verið ötull siðustu vikur, en nú steðja vandamálin að úr öllum áttum, og hætt er við, að Þig bresti kjark til þess að horfast i augu við veruleikann. En ef þú sýnir viljastyrk og festu, muntu einnig uppskera ríkulega. Á föstudag gerist eitthvað, sem §§§ kemur þér þægilega á óvart. FiskamerkiÖ (20. febr.—20. marz): Eftir helgina mun kunningi þinn verða til þess að létta af þér þungum áhyggjum. Og sparaðu ekki að sýna honum þakk- læti þitt. Kunningi þinn, sem búið hef- ur erlendis, mun koma öllum á óvart, Það er einkenni hverrar kýn'slóðár að ván- meta þá ungu, en kannski er þetta að breytast til batnaðar. Ungt fólk er farið að skipa vandasamar ■ og ábyrgðarmiklar stöður, við eldri jálkarnir erum hættir aö hneykslast á ykkur, þriðju kynslóðinni, og höfum af alefli snúið áhyggjum okkar yfir á hina fjórðu. Heldurðu annars, að heimurinn fari ekki versnandi? Og hinn aldni kunningi minn tek- ur hressilega í nefið. Við sátum og hugleiddum unga fólkið og við- horf hinna eldri til þess. Eftir þaö samtal, sem verður ekki rakið hér, brá ég mér til fundar við ungan verzlunarstjóra, Bjarna Grímsson, sem stjórnar einni stærstu og umfangsmestu verzlun á öllu landinu. Bjarni hefur skrifstofu niðri. Hún er lítilpóg það eru ekki teppi á gólfinu, rétt aðeins rúm fyrir skrifborð og setubekk framan við. Hann er ekki alls kostar ánægður, þegar ég ber upp erindi mitt. — Viðtal við mig! Það er ekkert um mig að segja, maður. Það er ekki löng saga ungs manns. En hann meinar þetta ekki alvarlega, og innan stundar er hann byrjaður að svara spurningum eins og: —• Hvar ertu fæddur?: — Hér í Reykjavík. Varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1953 og hélt belnt út i sölumennsku hjá SlS, — seldi innlendar iðnaöar- vörur. Ég ferðaðist um allt land, kynntist mörgu fólki. Það, var gott að vera sölumaður. Maður kemur á íjölmarga staði til sjávar og sveita. Núna, sex árum síðar, þegar ég héýri um framkvæmdlr i sjávarþorpum, um nýja báta og ný frystihús, uffl raflagnir og fleira og fleira, þá get ég boriö það saman við ástandið, sem var, þegar ég kom þar. Þannig fylgist ég mun betur með fréttuhum, veit um gildi hlutanna, sem framkvæmdir eru. Haustið 1954 fór ég til Þýzkalands, til Kðlnar í Rínardal, til að nema rekstrárhagfræði. Ég kvæntist, áður en ég fór utan, Hönnu Gunnars- dóttur. Við eigum nú tvær stelpur og einn strák. í Þýzkalandi var ég við nám til haustsins 1957, kom þá aftur til SlS og gerðist verzlunarstjóri hér. — Við skulum ekki hlaupa svo fljótt yfir sögu. Segðu mér eitthvað frá dvöl þinní í Þýzkalandi, eitthvað svona til gamans. — Hvað skal segja. Það er úr mörgu að veljá og margs að minnast. Veturinn 1955 til 1956, 1 janúar og febrúar, voru i Þýzkalandi mestu frost- hörkur, sem komið höfðu i manná minnum. Koná mín var þá úti hjá mér, og við bjuggum I gömlu húsi nálægt miðbænum. Hús þetta hafði hrúnlð til hálfs í sprengjuárás á styrjaldaráruntim, og við bjuggum auðvitað í þeim hluta, sem hrundi. Hér þagnar Bjarni litla stund, lætur hugann reika til þessara erfiðu ára, og hann broslr öðrU hverju af svipmyndum þeim, sem fram hjá llða. — Eigandinn hafði hlaðið múrsteinum upp aftur, sett fjóra veggi og rafta á og klætt þá eitthvað, og þarna hírðumst við. Hringinn í kringum hurð- ina voru ágætar rifur, svo að við sáum prýöisvel fram á ganginn án þess að opna dyrnar, og glugg- inn rétt tolldi í veggnum, og gegnum veggina mátti oft skoða veðráttuna, og við fengum stundum sýnishorn af veðrinu, send inn í gegnum glufurnar. 1 herberginu var vaskur, í hann rann kalt vatn, og niðurfallið var leyst á einfaldan máta. Eigand- inn leiddi sem sé niöurfallið úr vaskinum og beint út um vegginn, og þar endaði sú leiðsla. Þegar maður svo hleypti niður úr vaskinum, fór vatniö þaðan út um vegginn og niður eftir húsinu, hafn- aði á þaki skúrræfils, sem var þar neðan undir, rann eftir þakinu og hafnaði I tjörn, sem myndazt hafði við rennslið. Það var lítið fyrir sýsteminu haft, maður. 1 þessum frostum botnfraus vask- urinn hjá okkur, vatnið rann ekki niður, og vlð urðum því á næturþeli að ausa vatninu og henda út um gluggann. 1 þessum kuldum seldust upp nær öll kol I Þýzka- rUJJJJTJJJJJJJTJJJJJJJl Rætt við Bjarna Grímsson, verzlunarstjóra hjá S.Í.S. í Austurstræti mjojunjijajjjnuuiji. landi. Kolakaupmenn, sem venjulega óku um götur með fulla vagna, földu sig nú 1 hliðargötum og vprú með örfáa poka hver. Og lítill var skammt- urinn þá. Herbergið okkar var kynt með gömlum kolaofni, og það fór heldur betur að kólna hjá ókkur, þegar kolin voru ekki til, enda gustaði herléga inn um rifurnar. Þegar við vorum orðin uppiskroþpa, tók ég það til bragðs, að ég settl kónuna niður i rúm, vafðl hana teppum og trefl- um og hljóp siðan -út á göturnar, þar til ég fann kolákaupmann. Tjáði ég honum, að konan lægi fársjúk og að dauöa komin, og yltl nú allt á þvi, að ég'fengi kolapoka, hvort hún héldi lifi. Maður- inn aumkaðist yfir mig og bar inn poka, og á þehnan máta höfðum við alltaf einhver kol vetur- inn þann. í Köln var lengl samtímis mér Eiríkur Haralds- son, nú menntaskólakennari 1 Reykjavik. Við Elrik- ur brölluðum margt saman. Eitt slnn fréttum við, VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.