Vikan


Vikan - 24.09.1959, Síða 25

Vikan - 24.09.1959, Síða 25
MIKILVÆG ÁKVÖRÐUN. Framh. af bls. 7. — Það er ekki nauðsynlegt að hugsa um Karl, sagði faðir hennar. — Hann giftist vafalaust aft- ur. Hann er glæsilegur og reglusamur maður, sem sérhver kona mundi þrá að eignast. En í augum Johnnýs verður lífið tvískipt, tvö heimili, tvær fjölskyldur, sem gera báðar kröfur til hollustu hans. Hugsaðu um þetta, barnið mitt. 1 þessu kom María til þeirra með te og kök- ur, og þeim vannst ekki tími til þess að tala meira um þetta. Á meðan Nan dreypti á teinu, sá hún, að Ríkarður og Sara voru að fara. Þau komu til þess að kveðja gamla manninn og héld- ust enn í hendur. — Verið þið sæl, sagði hann. — Guð veri með ykkur báðum. Ég hefði viljað leggja ykkur nokk- ur heilræði um hjónabandið, en þið viljið hvort eð er ekki hlusta á mig. Gamalmenni geta gefið mörg hollráð, en unga fólkið vill ekki hlusta á þessi ráð. Það verður að reka sig á, áður en það veit, hvað lifið er. — Hjónaband okkar verður eilíft, sagði Sara. Hún leit upp til Ríkarðs og brosti til hans. Nan sá þau gegnum gluggann niðri á götunni, hönd í hönd. Þau stönzuðu hjá blómasölukonu á horninu, og Ríkarður keypti fjóluvönd, sem hann festi í kraga Söru. Siðan gengu þau áfram í kvöldsólinni. Lífið brosir við þeim, hugsaði Nan angurvær. Þau voru ástfangin .eins og hún hafði eitt sinn haldið, að hún væri ástfangin af Karli ... eins og hún var nú ástfangin af Alex. Hún tók upp veski sitt og hanzkana og sagð- ist verða að fara heim. Hún kyssti föður -sinn stutt. — Ég hata þig, hvíslaði hún og kyssti hann aftur. Síðan hljóp hún út úr herberginu og fékk sér bíl heim. Hún kom inn í kyrrláta forstofuna og lokaði á eftir sér, og aftur var eins og myndin af epla- trénu lifnaði í kvöldsólinni, sem skein inn um gluggana. Síminn var á borðinu vinstra megin við úti- dyrnar. Hún leit á hann með andúð, sem minati jafnvel á hatur, áður en hún gekk að honum og sneri skífunni. Rödd svaraði í símanum, og hún bað um að fá að tala við Alex. — Hann á að vera í klúbbnum, sagði hún. — Hann er van- ur að vera þar um þetta leyti. Hún beið lengi eftir því, a ðAlex svaraði. — Halló, ástin, sagði hann, og rödd hans var hlý og ástleitin. Hún var þurr í kverkunum, þegar hún talaði. — Alex, sagði hún snögglega .— Hefurðu sinnt þessu boði frá Ameríku? -—■ Ég skrifaði og afþakkaði, og ég er reyndar með bréfið í vasanum núna, sagði hann. — Ég var á leiðinni út til þess <að leggja það í póst, þegar þú hringdir. — Leggðu það ekki í póst, sagði hún. Það varð stutt Þögn. Síðan sagði hann lágt: — Nan, hvað er að? Hvers vegna á ég ekki að leggja bréfið í póst? — Vegna þess að þú verður að taka boðinu, sagði hún í örvæntingu. — Þú verður að fara. — Áttu við, að þú viljir losna við mig? — Nei. — Þú ætlar þá ef til vill að koma þangað seinna, þegar allt er komið í lag? — Alex. Hún varð að taka á til þess að verða ekki æst. — Það er allt i lagi. Ég fer ekki með þér, og ég kem ekki heldur. Ég verð eftir hjá Karli. — En .. . Hann skildi ekki, hvað hún átti við. — Ég ætla að tala við Karl i næstu viku, vina mín, — þegar hann kemur aftur frá Irlandi. Okkur kom saman um það í gærkvöldi. Manstu ekki eftir því? — Nei, sagði hún enn. — Ég get ekki farið frá Karli. Hlustaðu nú á mig, Alex. Þetta Þýðir ekki. Spurðu mig ekki, hvers vegna mér er þannig innan brjósts í dag, þótt ég hafi í gærkvöldi ... Rödd hennar brast. — Ég veit aðeins, að ef ég fer frá Karli, get ég aldrei framar horfzt í augu við hann og Johnný. Þögnin sagði meira en ótal orð. Síðan sagði hann hægt og ásakandi: — Með öðrum orðum: Þú elskar mig Þá ekki eins heitt og þú sagðist gera. Hana langaði til þess að hrópa, að Það væri ekki satt. En hún vissi, að ef hún segði meira, mundi hún gefast upp. Hann mundi koma tií hennar til þess að hughreysta hana og sannfæra hana um, að þetta mundi allt blessast, og Þá vissi hún, að hún mundi aldrei leyfa honum að fara til Ameríku einum. Hún þagði lengi, á meðan hún kvaddi ást sína og Alex. Síðan lagði hún tólið á símann og leit á eplatréð tárvotum augum. Hún sneri sér í blindni að stiganum, þegar hún heyrði bíl nema staðar fyrir utan, og stuttu síðar stóð Karl i fordyrinu og horfði á hana. — Halló, Nan, sagði hann. — En hvað þú ert glæsileg. Hvar hefurðu verið? — Pabbi varð áttræður í dag, sagði hún vél- rænt. — Ég átti ekki von á þér fyrr en í næstu viku. — Ég lauk þessu af, fyrr en ég bjóst við, sagði hann. — Ég tók fyrstu flugvélina heim. Hann stóð kyrr eitt andartak, — siðan gekk hann til hennar og tók i hendur hennar og kyssti hana varfærnislega á ennið. Hún var sorgmædd og vonsvikin á að líta, og hann þráði að geta sagt eitthvað við hana, en hann þorði það ekki, því að siðustu sex mánuðina hafði hún verið svo fjarræn, að engu var líkara en hann væri búinn að missa hana. En nú, — honum til mikillar .undrunar, — sneri hún sér að honum, faðmaði hann að sér og sagði skjálfrödduð: — Karl, ég er svo fegin, að Þú ert kominn heim. Heldurðu, að ég geti komið með þér, þegar þú ferð í næstu ferð? Það er ekki sem verst, þegar Johnný er heima . .. en ég er sv'o einmana, þegar ég er hérna alein . . . og það getur gerzt svo margt ... og ég er hrædd. — Hrædd? Góða Nan, við hvað ættirðu svo sem að vera hrædd? Hann þrýsti henni að sér. Hún gat ekki sagt honum, hvers vegna hún var hrædd. Hún sagðist aðeins vera ákaflega einmana. — En þú átt kunningja, sagði hann. — Og svo búa systir þín og faðir þinn handan við skemmti- garðinn. Og þegar ég fer i þessar ferðir, fer ég ekki til þess að skemmta mér. Nan, þér mundi leiðast á þessum gistihúsum, þar sem ekkert er að gera. — En við gætum verið saman á kvöldin, sagði hún. Hið innra með sér grátbað hún hann um að skilja sig, skilja, að hún var að berjast fyrir hjónabandi þeirra — til þess að afstýra skelf- ingunni. Hann leit í tárvot augu hennar, og þar las hann alla þá sorg og allar þær bænir, sem hún gat ekki tjáð í orðum. — Elskan mín, sagði hann. — Ég veit ekki, hvers vegna Þú vilt vera hjá mér, en upp frá þessu skaltu alltaf vera með mér, hvert sem ég fer, ef þú einungis æskir þess. Hún stundi þungan. — Ég skal ekki verða þér til ama, sagði hún. — Það ertu aldrei, sagði hann brosandi. — Mig hefur alltaf langað til þess að biðja þig að koma með, en ég hef ekki viljað stinga upp á því, vegna þess að ég er svo óttalegur leiðindaseggur, Nan. En stundum gátu leiðindi verið huggun, hugs- aði hún. Og þegar hann gekk upp stigann og hún var orðin ein í fordyrinu, fann hún, að hún gat nú horft á myndina af eplatrénu og fyllzt þeirri gleði, sem hún hafði eitt sinn fundið. Vorsólin var svo sterk, að það var engu lík- ara en tréð og blómin væru lifandi, og himinn- inn var blár eins og augun í litlum drenghnokka. EKKI LÖNG SAGA ... Framh. af bls. 11. yggi í innflutningi og annarri vörudreifingu verð- ur eðlilegt. Ekki þarf annað en líta i kringum sig í hin- um nýrri verzlunum bæjarins til þess að sann- færast um stórhug verzlunarmanna, bæði innan samvinnuhreyfingarinnar og meðal kaupmanna. -— Að lokum, Bjarni, hvað er að segja um verð- lagsákvæðin? — Við búum í dag við verðlagsákvæði, sem eru of þröng. Verzlunarmenn gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til Þess að auka hagnýtingu rekstr- arins, en samt myndast ekki eðlilegt fjármagn í fyrirtækjunum, og þau berjast í bökkum. Við verð- um að kaupa mikið magri af vörum, þegar þær fást, því að öryggi er ekkert fyrir því, að þær fáist næst, þegar þær vantar. Vörubirgðir verða óeðlilega miklar og veltuhraði óeðlilega lítill. Álagningin, sem okkur er skömmtuð, nægir ef til vill víða í nágrannalöndunum, en þar kaupa verzlanir inn til vikunnar. Við verðum oftast að kaupa til mánaða hverju sinni. Mikið fjármagn er því bundið í vörubirgðum, við töpum vöxtum af fénu, og afleiðingin verður rekstrarfjárskortur og lélegri rekstur en æskilegt er. Hátalari gellur: Bjarni Grímsson, gerðu svo vel, — og þessi ungi verzlunarstjóri svarar og hleypur svo af stað i einhverja deildina. Það er í mörgu að snúast. Jónas. Ef þér eruð „Connoisscur‘ á mat, þá biðjið þér kaupmanninn yðar um k r y d d NEGULL heill og -steittur KANILL PIPAR ALLRAHANDA KARDIMOMMUR heilar og steittar ENGIFER MUSKAT í bréfum og boxum. í bréfum nteð uppskrift: HUNANGSKRYDD BRÚNKÖKUKRYDD Heildsölubirgðir: $kipk«H k/f SKIPHOLTT 1 • RF.VKJAVlK V T K A N

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.