Vikan


Vikan - 05.11.1959, Side 2

Vikan - 05.11.1959, Side 2
MERKI OKKAR TRYGGING YÐAR Þær vélar, sem endurbyggðar eru lijá okkur, eru ineð „merkiplötu“ sem tilgrein- ir öll mál á þeim slitflötum sem endurnýjaðir liafa verið, og hvenær verkið vai unnið. ATH.: Endurbygging vélarinnar kostar a ð e i n s brot af verði nýrrar. 0 Landspróf og hjúkrun £ Eidur í öskunni £ Sumarleyfisást 0 Kunnátta dægurlaga- söngkvenna Gervineglur. Kæra Vika. Ég leita til þín i vandræöum mínum. Ég hef svo ljótar neglur, að ég verð alltaf að vera með hanzka. Annars brotna þær allar upp í kviku. Ég er farin að sætta mig við sársaukann, en ekki útlitið. Segðu mér, hvar ég geti fengið gervi- neglur. Svaraðu fljótt. Fimmtán ára. Leitctöu lceknis. Þetta stafar nefnilega oft- ast af röngum efnaskiptum, eins getur þaö stafaö af fjörefnaskorti, þótt slíkt muni fátítt nú, þegar fólk skortir yfirleitt ekkert í mat eöa drylck. Ég geri fastlega ráö fyrir, aö lækn- ir kunni þau ráö viö þessu, aö þaö taki ekki nema stuttan tíma aö kippa því í lag. Gervi- neglur eru engin lausn á þessu vandamáli, sem auk þess bagar þig aö öllum Ukindum á öörum sviöum, þótt þú veröir fiess ekki vör. Landspróf og hjúkrun. Kæra Vika. Mig langar til að biðja þig að svara fáeinum spurningum fyrir mig. Ég er að hugsa um að læra hjúkrun, og nú langar mig til að spyrja þig, hvort maður geti komizt í hjúkrunarkvennaskól- ann með iandsprófi. En ég ias einhvern tíma í Vikunni, að maður þyrfti að hafa tekið gagn- fræðapróf til að komast í þann skóla. En ef hægt væri að komast með landsprófi, þá mundi ég stytta mér skólatímann um einn vetur og sleppa gagnfræðaprófinu. Og svo ætla ég að biðja þig að segja mér, hvert aldurstakmarkið er til að komast i skólann. Með kærri kveðju. Björg. Es. Hvernig er skriftin? Landspróf dugir, svo aö þú getur stytt þér tímann um ár þess vegna. Aldurstakmarkiö er átján ár. Skriftin er mjög hreinleg og meiri festa í stafagerö en maöur á yfirleitt aö venjast. Og svo er það gagnfræðaprófið ... Kæra Vika. Við kunningi minn vorum að veðja um, hvort sama úrlausnarefni til gagnfræðaprófs gilti við alla slíka skóla á landinu — og þá samið og sent út af menntamálaráðuneytinu — eða hvort kenn- arar hvers skóla sendu úrlausnarefnið handa nem- endunum. Við vonum, að þú getir sagt okkur hið rétta í þessu máli. Með fyrir fram þakklæti. Tvö í vafa. Viö gagnfrœöapróf er þaö svo, aö hlutaö- eigandi skólastjóri og kennarar sem.ja úrlausn- arefni _ til prófs. Viö landspróf er þaö hins vegar þannig, aö sama verkefni gildir fyrir ailt landiö, og er þaö samiö á vegum fræöslu- málastjórnarinnar. Eldur í öskunni ... Kæra Vika. Okkur langar til að spyrja þig. eftir hvern hann sé, dægurlagatextinn, sem hann Haukur Morthens syngur, og er eitthvað um eid í öskunni . .. Tvær eldhræddar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.