Vikan - 05.11.1959, Side 3
r
Kvæöiö, sem dægurlag þetta er samiö viö,
er eftir DavíÖ Stefánsson skáld frá Fagra-
skógi — og alls ekici ort sem dcegurlagatexti,
enda þótt þau hafi oröiö örlög þess. Þaö þótti
gott kvœöi á þeim tímum, sem raunverulegir
eldar brunnu til raunverulegrar ösku, en nú
þekkist eldur yfirleitt ekki nema í eldsvoöa
og ekki önnur aska en sígarettuaska. 1 þeirri
ösku geta aö vísu leynzt neistar, — jafnvel
hættulegir neistar, — en vart sá eldur, sem
skáldiö tekur líkingu af, en sem sagt, neistar,
og þvi veröur aldrei of varlega fariö, jafnvel
þótt aöeins sé um sígarettuösku aö ræöa. Hald-
iö þvi áfram aö vera eldhræddar ...
Kveðskapur, skáldskapur — eða hvað . . .
Kæra Vika.
Mamma gat gert vísur, og það er víst þess
vegna, að ég fór að fást við að yrkja, strax þegar
ég var krakki. Svo hætti ég því, þegar ég eltist
og vitkaðist, en samt sem áður hef ég gaman af
að lesa kvæði, það er að segja kvæði og ljóð,
sem eru kvæði og ljóð. En þessi nýju skáld eru
að gera mig gersamlega ruglaða í riminu í bók-
staflegri merkingu, og nú langar mig til að spyrja
þig nokkurra spurninga i því sambandi. Fyrst:
— Hvað er kvæði eða ljóð? Annað: — Hvað er
hvorki kvæði né ljóð. Þriðja: — Hvað er leirbull
og glórulaus della? Fjórða: — Hvenær eru menn
að gera gys að öðrum og hvenær að sjálfum sér?
Með beztu þökkum fyrir væntanleg svör.
Þórdís Halldórsdóttir.
Ekkert aö þakka, Þórdís, —- því miöur. Eg
treysti mér nefnilega alls ekki ttl aö svara
neinni af þessum spurningum, aö minnsta
kosti ekki nema fyrir mig. Engu aö síöur birti
ég bréf þitt í þeirri von, aö einhver kunni
aö vita svör viö öllu eöa einhverju af því,
sem þú spyrö um, og sýni þá þér og mér þá
vinsemd aö láta okkur njóta góös af. Sem sé
— oröiö er laust . ..
Sumarleyfisást.
Kæra Vika.
Hvað í ósköpunum á ég til bragðs að taka?
Eg skrapp upp í sveit í sumarleyfinu ásamt vin-
konu minni; við lágum í tjöldum í birkikjarri,
dásamlega rómantísku, skilurðu. Og svo komu til
okkar strákar af næsta bæ þarna, sveitastrákar,
og við ætluðum bara að spila svolítið með þá,
og það tókst vinkonu minni líka með þann, sem
hjá henni lenti, en það fór öfugt með mig, því
að minn var ekki af þeirri sortinni, að hann léti
spila með sig. Hann sló mér svo aldeilis við, að
ég vissi bara ekki, hvaðan á mig stóð veðrið,
og nú var ekki eins og hann væri neitt sjarmer-
andi eða þess háttar, alltaf órakaður og ekki
sérlega þrifalegur með sig. En hann var — eins
og villimaður, gæti ég hugsað mér. Ég var, svei
mér þá, alltaf hálfhrædd um, að hann bara hrein-
Iega dræpi mig, ef . .. Þú skilur, hvað ég á við.
Og svo urðum við að fara, og hann tók sér það
víst ekki nærri. En síðan er ég bara, hreint og
beint kreisý, — horast og hef ekki gaman af
neinu, og vinkonur mínar eru farnar að ráð-
leggja mér að taka inn vítamín. Mig dreymir
hann og allt þess háttar, og ég skil ekkert í
sjálfri mér. Hvað á ég að gera? Eg verð vitlaus,
ef þetta heldur áfram. Mér finnst allir þessir fínu
strákar hérna svo uppskafningslegir og ekki neitt,
neitt siðan, en áður var ég alltaf hálftrúlofuð
tveimur eða þremur; nú get ég ekki hugsað til
þess, að þeir komi við mig, — hvað þá meira.
Hvað finnst þér, að ég eigi að gera?
Með kærri kveðju.
Sumarskvísa.
Taktu inn vítamín . . .
Ég held ekki.
Kæra Vika.
Þarf maður að kunna nokkuð til að geta orðið
dægurlagasöngkona, — söng, tónfræði, tungumál
og þess háttar? Er það kannski eitthvað sérstakt,
sem af manni er krafizt?
Dódó.
Eg held ekki, aö minnsta kosti ekki, aö þvl
er fyrri spurninguna varöar. Mætti meira aö
segja segja mér, aö bezt væri aö hafa ekkert
af þessu lært. ViÖ seinni spurningunni er svar-
iö hiö sama: — Ég held ekki, — nema hvaö
þaö ætti svo sem ekki aö saka, aö þú heföir
hlotiö drottningartitil einhverra hluta vegna.
AÖrar kröfur, sem kannski koma til greina,
eru þær, aö þú getir ekki lært texta og ekki
sungiö.
I----------------------------------------
VIKAM
Útgefandi: VIKAN H.F.
Ritstjóri:
Gísli Sigurðsson (ábm.)
Auglýsingastjóri:
Ásbjörn Magnússson
Framkvæmdastjóri:
Hilmar A. Kristjánsson
Verð i lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr.
216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram.
Ritstjórn og auglýsingar:
Skipholti 33.
Simar: 35320, 35321, 35322.
Pósthólf 149.
Afgreiðsla og dreifing:
Blaðadreifing, Miklubraut 15, simi 15017
Prenlun: Prentsmiðjan Hilmir h.f.
Myndamót: Myndamót h.f.
---------------------------------------_l
Nú er Jóni Jónssyni
brugöiö. Hann liefur ekki
varaö sig á því aö vet-
urinn hefur haldiö inn-
reiö sína. Honum hefur
förlast fatamenntin og
veriö of léttklœddur á
rúntinum. Og nú er hann
altekinn þessu líka herj-
ans kvefi og mikiö ef
hann getur mætt tii
vinnu í fyrramáliö, þrátt
fyrir heitt fótabaö og
brennsluspritt.
Björn Haysen teiknaöi.
Nú hefst tími heimsókna
Yeturinn er sá tími sem heimilislífið skipar æðsta sess. Þá verður að leggja
Áherzlu á matargerð og bakstur, enda létt með hinum viðurkenndu
* (ígg) krydd- og bökunarvörum
Brúnkökukrydd
Hunangskrydd
Allrahanda
Engifer
Karry
Kardemommur,
Kanel, heill
Kanel
Múskat Kúmen,
Negull, Kókósmjöl
Pipar, Vanillusykur
Saltpétur Sítrónusykur
Rúllupylsu-krydd Lárviðarlauf
Matarsódi Bláber
Súkkat Hjartarsalt
Súpujurtir
Rauðkál
Karamellusósa
Salatolia
Sellofanpappir
i rúllum,
Vínsýra
Vcrdol þvottalögurinn í þvottinn; í uppvaskið.
Brauðraspurinn
er ómissandi við ýmiskonar pönnusteikur,
kótelettur, fisk o. fl.; gefur matnum óviðjafnan-
legt bragð og fallegan rauðgullin lit.
Eplakaka með raspi og rjóma er vinsæll eft-
irmatur.
Heildsölubirgðir
^lti|ih«H Vf
SKIPHOLTI 1 REYKJAVÍK
Simi 2-37-37.
V I K A N
3