Vikan


Vikan - 05.11.1959, Síða 11

Vikan - 05.11.1959, Síða 11
'V '■' _ ■' ■-'■;;■ ... * ♦ .. ,, fyrir utan eitthvert kvikmyndahúsið. Sama er að segja um gönguferð á Champs Elysées eða öku- ferð í. röð bifreiða eftir Fontainebleau-veginum. Við komum seint heim í gærkvöld. Eftir loka- æfingu á Michodiere-leikhúsinu snæddum við kvöldverð á Maxim og enduðum svo einhvern tíma um þrjúleytið i nótt á barholu í kjallara nálægt Rond Point, þar sem leikarar eru tíðir gestir. Mér veitist ekki jafnauðvelt og fyrir þremur árum að vera án svefns. Á hinn bóginn virðist Viv’ane aldrei finna til þreytu. Hve iengi dvöldumst við í setustofunni án þess að ræðast við? Áreiðanlega fimm mínútur, það er ég viss um, og fimm mínútna þögn er löng. Ég leit eins litið og mögulegt var á konu mína. Siðustu vikurnar hef ég forðazt að horfa beint framan í hana, og einkasamræður okkar hafa stytzt. Vildi hún segja eitthvað? Mér fannst hún mundu taka til máis, þegar ég sneri mér til hálfs undan. Hún opnaði munninn, hikaði og sagði loks í stað þess, sem hún ætlaði að segja: — Ég ætla að bregða mér til Corinu. Ef þú ert vel fyrir kallaður seinna í dag, gætir þú sótt mig þangað. Corina de Langelle er mjög umrædd vinkona okkar, sem á eitt allra fegursta húsið inni í París, við Saint Dominique-götu. Meðal hinna fjölmörgu uppátækja hennar er það að hafa alltaf opið hús á sunnudögum. — Það er ekki satt, að allir fari út á veðhlaupa- vellina, útskýrir hún, — og fáar konur fara með mönnunum sínum i veiðitúr. Hvers vegna skyldi maður þá þurfa að láta sér leiðast, aðeins af því, að það er sunnudagur? Ný framhaldssaga Ég gekk fram og aftur í sétustofunni og tautaði loks: — Hitti þig seinna. Ég fór fram í anddyrið og opnaði dyrnar á skrifstofunni. Eftir öll þessi ár finnst mér enn skrítið að koma í skrifstofuna ofan af svölunum. Þetta var hugmynd Viviane. Þegar íbúðin fyrir neðan okkur var til sölu, réð hún mér að kaupa hana og setja upp skrifstofu mína þar, vegna þess að það var farið að verða þröngt um okkur, sér- lega þegar við fengum gesti. Loftið á stærsta herberginu var svo rifið úr, en í stað þess komið fyrir svölum í sömu hæð og gólf efri hæðarinnar. —• Erí það þú? Ég svaf, svaraði hún. Hvers vegna skyldi ég spyrja hvað hún gerði í gær- kvöldi, og hvenær hún kom heim? Úr þessu varð mjög hátt herbergi með tvöfaldri gluggaröð, bækur á veggjunum frá gólfi til lofts. og í sannleika sagt svipar því mjög til almennings- bókasafns. Það tók mig talsverðan tíma að venjast því að vinna þarna og taka á móti skjólstæðingum mínum þar. En auk þessa kom ég mér fyrir í einu af herbergjunum, sem óhreyfð voru, og á þar minn afkima, þar sem ég undirbý varnarræður mínar og hef komið fyrir leðursófa til að leggja mig á án þess að þurfa að afklæðast. Ég lagði mig þar i dag. Sofnaði ég í rauninni? Ég er ekki viss. Ég lokaði augunum í rökkrinu, en ég held, að ég hafi allan tímann heyrt vatnið renna niður þakrennuna. Ég býst við, að Viviane hafi líka fengið sér hvild i rósrauða silkiherberg- inu, sem hún hefur komið sér upp næst svefn- herberginu okkar. Klukkan er rúmlega fjögur. Hún hlýtur að vera að klæða sig og mun vafalaust koma hingað til að kyssa mig í kveðjuskyni, áður en hún fer til Corinu. Framh. á bls. 35.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.