Vikan


Vikan - 05.11.1959, Side 12

Vikan - 05.11.1959, Side 12
Ætli presturinn fái jobbið? Ég ÞEKKI menn, sem ætla að sækja um þjóðgarðsvarðarstarfið á Þingvöllum, og tveir af þeim eru svo frægir, að það verður ákaf- lega erfitt fyrir Þingvallanefndina að veija á milli. Annar þeirra er svo mikill mælskumað- ur, að menn, sem unnu með honum fyrir nokkrum árum, sögðu, að honum nægði ekki það, st in liann gæti hugsað sjálfur tilað tala um, heldur þyrfti hann að taka líka ræður og greinar, sem aðrir liefðu samið, og flytja þær. Og einusinni ferðaðist hann um allt landið og flutti erindi, sem var i amerísku timariti, sem heitir Ilarpers Magazine, og auðvitað öfunduðu menn hann af því, að hann er mælskur, og sögðu, að hann hefði stolið er- indinu, þóað það vissi hvert mannsbarn, sem nokkurt vit hafði i kollinum, að hann gieymdi hara að segja frá þvi, að erindið væri þýtt. —- Hinn, sem ætlar að sækja um starfið, er svo mikið tónskáld, að honum dettur ekki einu- sinni í hug að tala við venjulegt fólk. Kunningi minn, sem þekkir einn í Þing- vallanefnd, segist þora að hengja sig uppá, að það verði presturinn, sem fái jobbið, afþví- hvað hann sé drykkfelldur. Þingvallancfnd segi, að það sé heppilegt að hafa þjóðgarðs- vörð, sem sé alltaf svo fullur, að fólkið, sem kemur þangað, sjái það sjálft, hvað drykkju- skapur er óviðeigandi á ÞingvöHum. — Svo eru aðrir, sem segja, að það verði áreiðanlega tónskáldið, sem verði ráðið, tilþessað menn fái frið fyrir honum i bænum, — sérstaklega á veturna, þegar Þingvallaleiðin verður ófær. En ég er bara hræddur um, að menn hugsi ekki nóg úti það, að hann verður kannski i Reykjavik, þegar vegurinn teppist, og þá sitja Reykvíkingar kannski uppi með hann vetur eftir vetur, svoað hann kemst ekki til Þing- valla. Og svo líka hitt, að hann er svo lciðin- legur, að það þorir ábyggilega enginn að koma á Þingvöll á sumrin, meðan hann er þar. En það getur náttúrlega lika verið, að Þing- vallanefnd haldi, að eina ráðið tilað tryggja alminlega umgengni á staðnum sé að hafa svo leiðinlegan þjóðgarðsvörð, að enginn komi þangað. En ég er minnstakosti vissum það, að Þing- vallanefnd hefur ekki neitt annað i huga en helgi staðarins og hag þjóðarinnar í heild, hvorn þeirra sem hún ræður nú kannski til- þessað passa það, að fólk liagi sér þarna al- mennilega og geti komið þangað tilað skemmta sér. Nokkrar athugasemdir] Derringur útaf engu. OG í SAMBANDT við illindin, sem íslend- ingar eru að gera útaf engu á Keíiavíkurflug- velli, vil ég segja það, að einsog við höfum hagað okkur við vestrænu lýðræðisþjóðirnar yfirleitt siðasta árið, er það óvíst, að við fá- um að vera með í varnarsamtökum frjálsra og friðelskandi þjóða ölfu lengur, þóað við biðj- um um það á maganum. Það vita það allir, sem hafa fylgzt nokkuð með í blöðunum, að það eru Bandaríkjamenn og Bretar og Frakkr, sem hafa rétt fyrir sér, og þeir, sem eru á móti þeim, hafa rangt fyrir sér. Og það þarf enginn að lialda það, að við íslendingar njótum einhverra sérréttinda í því máli. Yið erum búnir að halda uppi illind- um við Breta hér við land í meiraen ár, svoað þeir hafa neyðzt tilað hafa hér mikinn her- skipaflota. Og ef við ætlum nú að fara að fjandskapast við Amerikana útaf því, að þeir ætlast tií þess, að við högum okkur einsog menn, þá er það sko alveg áreiðanlegt, að þeir átta sig á því, áðuren langt um liður, að við erum engin friðelskandi þjóð og eigum ekki heima í Atlantshafsbandalaginu. Og þá verðum við reknir úr bandalaginu, nema við sjáum að okkur og förum að haga okkur eins- og menn og hættum að vera með derring, l>óað þeir fiski svolítið í landhelgi hjá okkur og láti okkur liggja svolítið á maganum, sem ekki gerir neinum manni neitt til, nema þá að hann sé eittlivað lasinn, og ætti þá að vera heima hjá sér eða í spítala, en ekki að þvæl- ast útá flugvclli og vera með derring. Og það er orðið alvarlegt mál, þegar íslend- ingar eru búnir að fá á sig svoleiðis orð, að útlendingar, sem eru fengnir liingað tilað verja landið og gera eitthvað, sem einhver fífl segja, að brjóti einhver lög, sem alminlegt fólk í Ameríku hefur ekki cinusinni hugmynd um, að séu til, verða orðið að flýja land. Og ég þekki mann, sem maður í ameríska sendiráðinu sagði við um daginn, að við ætt- um að sækja strax um að verða fimmtugasta og fyrsta ríkið í Bandarikjunum, þvi það liefði tekið Hawaí næstum fimmtíu ár að fá upp- göngu, svo við ættum að sækja strax, og lcunn- ingi minn sagðist hafa skammazt sin svo mik- ið fyrir framkomuna á vellinum, að hann hefði ekki vitað, hvað hann ætti að segja, og hann sagðist hafa sagt bara, að hann byggist ekki við, að Ameríkumenn vildu fá svoleiðis pakk i Bandaríkin. r>/=S><ar™* -r-£-y-A</v x. S -v ->0 c/r-i-ST- i <* S /VJTSSSJSSr? j'/Xr. _ . w-íT/VM- //*< A/ Húsnæðismálastofnun ríkisins var sett á laqqirnar með löqum frá 1955. Seqja má að stofnunin sé tviskipt, annars veqar hús- nœðismálastjórn oq hins veqar teiknistofan á Lauqaveqi 24. Húsnæðisrnálastjórn jiekkja aliir, sumir af eiqin raun veqna umsókna um lán oq stöðu í biðröðum að Lauqaveqi 24, þar sem úthlutað hefur verið 215 millj. króna fram til þessa, — oq ciuqir þó ekki til. Tðiknistofuna þekkja hins veqar færri, enda hefur starf hennar verið hljóðlátara, og raitnar tók hún ekki til starfa fyrr en árið 1957. Sveitir landsins haja notið leiðbeininqar Teiknistofn landbúnaðarins um 30 ára skeið. í Reqkjavík búa náleqa allir arkitektar lands- ins, oq menn hafa verið vel settir þar um tæknileqa aðstoð. En hinir smærri kaupstað- ir hafa verið afskiptir, oq áranqurinn hefur orðið sá, að mikið hefur verið bqqqt af óhaqkvæmum oq Ijótum húsum. Húsnæðismálastofnuninni er œtlað að ráða bót á þessu, oq nú hefur teiknistofan qefið út safn af teikningum til kynninqar. Þær teikninqar oq marqar aðrar qeta menn fenqið fyrir lágt verð. Aðallega eru það ein- bqlishús, einföld í sniði oq miðað við, að þan qeti orðið sem ódýrust. Allar auka- teikninqar fyigja og kosta svipað oq teikn- inq af eldhúsinnréttinqu einni sarnan mundi kosta hjá arkitektum. Vikan birtir að þessn sinni sýnishorn af einbýlishúsi frá teiknistofn Húsnæðismála- stofnunar rikisins. Húsið er með byggingar- laqi, sem hefur rutt sér rúms á siðustu ár- um oq orðið vinsælt. Það er i því fólqið, að kjallari er hafður undir svefnhluta hússins, en stofa oq eldhús mitt á milli, þanniq að genqið er hálfa hæð upp i svefnherberqin oq hálfa hæð niður í kjallarann. Á skipulaqi luissins hefur fundizt hagkvœm lausn, og það ætti líka að geta orðið þokkalegt að ytra útliti. Einbýlishús um meniL og málefni awr-stt .z t Að kunna sig í bransanum. SVO ERU það lika menn, sem mig langar að minnast á, sem halda því fram, að það cigi nð leggja niður allan búskap á íslandi og alla út- gerð og allir eigi að verzla — eða eitthvað svo- leiðis, sem borgar sig bezt. Það eru sko ábyggi- lega menn, sem ekki hafa gefið sér langan tima tilað hugsa um, livað þeir eru að segja. Ég þekki mann, sem á bílgarm og kartöflu- garða inní Blesagróf og þarf ekki einusinni að reyta þá, heldur tekur bara uppúr þeim á haust- in og keyrir með kartöflurnar í Grænmetisvcrzl- unina og selur þær fyrir næstum fimm krónur kílóið, og svo kaupir konan hans þær aftur fyrir eina krónu og tuttugu kílóið, og svo selur hann þær fyrir næstum fimm krónur kílóið og hefur stórfé upp úr þessu — og allt skattfrjálst — og þyrfti áreiðanlega ekki að gera neitt annað, ef hann hefði ekki bara gaman af því að standa i búðinni bjá sér. Og ég veit um útgerðarmann, sem átti tvo báta í hittifyrra og gerði þá báða út og tryggði þá sinn hjá hvoru tryggingafélagi og þurfti svo ekki annað en láta þá rekast á, þegar liann vant- aði aur. Og svo, þegar annar báturinn varð ósjó- fær og bann varð að selja hinn, afþví hann gat ekki gert út, nema hann hefði þá báða i gangi, þá fékk hann næstum hundrað og fimmtiu þús- und á einu bretti í fúapeninga og var næstum kosinn á þing.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.