Vikan - 05.11.1959, Side 15
En svo er sem honum detti allt
í einu snjallræði í hug. —
Heyrðu . . . viltu ekki lána mér
steinlímshnullunginn, sem ég
skildi eftir hjá þér um daginn?
stakk hann honum einmit í hann aftur. Og svo
datt hann vitanlega niður úr skálminni, datt á
gólfið beint fyrir framan tærnar á „löggunni" . . .
Já, hugsaði Nico enn með sér . . . Það er ekki
nóg, að maður verði að vera kænni en allar
„löggurnar" til samans, heldur verður maður og
að reikna með alls konar hugsanlegri og óhugsan-
legri slysni, —- eins og þvi til dæmis, að það
kunni að vera gat á buxnavasanum.
Og takist svo giftusamlega, að maður hafi
gimsteininn enn á sér, þegar út fyrir girðinguna
kemur, þá er eftir að finna að honum kaupanda,
sem maður má treysta. Komist lögreglan á snoðir
um, að maður hafi óslípaðan gimstein í fórum
sinum, varðar það tveggja ára fangelsi. Bn hvað
um það . . . nú er ekki nema mánuður eftir af
ráðningartímanum, — og hvernig á ég að fara að
því að koma steinunum mínum út fyrir girð-
inguna? . . .
Lögregluþjónninn, sem ók matarbilnum, kom
Jabbandi til þeirra i þessum svifum.
—- Ég var beðinn um að geta þess við ykkur,
að þelt' þörfnuðust manns til aðstoðar við steypu-
hrærivélina, sagði hann. — Launin og skilyrðin
eru söm og við námuvinnuna. Hefur nokkur af
ykkur áhuga á þvi?
Námumennirnir létu því ósvarað. Engihn þeirrá
kaus að vinna við hrærivélina, enda þótt Það
starf væri að mörgu leyti léttara en gimsteina-
ieitin. Þar var ekki um neina þreytandi göngu
að ræða á vinnustað og frá. Hrærivélin stóð þar
að auki í forsælu, og öðru hverju var þess kostur
að fá sér hænublund, án þess að nokkuð bæri á,
jafnvel að fá sér miðdegislúr á sínu eigin fleti
inni í bragganum. En tæki maður boðinu um að
vinna við hrærivélina, var það eiginlega sama sem,
að maður játaði, að „löggan" væri manni ofurefli.
Nei, það var ólíkt meiri mannsbragur að því að
halda áfram stritinu við námuvinnuna í þeirri von,
að manni tækist að finna eitthvert ráð til að leika
á „lögguna“ og smygla steinum sínum út fyrir
gaddavírsgirðinguna.
Lögregluþjónninn virti þá fyrir sér og glotti
hæðnislega. Það leyndi sér ekki, að hann fór
nærri um, hvað þeir hugsuðu.
— Hvað er í veginum? spurði ha.r.h glettnislega.
— Létt starf og sama kaup. Kftir hverju eruð þið
að biða?
En þeir svöruðu ekki öðru en því að hrista
höfuðið, tóku siðan saman mataráhöldin, lögðu
þau á bílpallinn og héldu aftur til vinnu sinnar.
Nico var líka lagður af stað. En svo hikaði
hann við.
Hann hafði ekki gert neina áætlun, þvi fór
fjarri, það var aðeins skyndilegt hugboð hans,
sem réð því, að hann sneri aftur þangað, sem
bíllinn stóð, og bauðst til að vinna við steypu-
blöndunina þann mánuð sem eftir væri af ráðn-
ingartímanum.
JACOBUS MARTINUS WESSEL heiti ég. Og
ég er yfirlögregluþjónn í suður-afrísku riddara-
lögreglunni. Ég starfa sem stendur I varðsveitinni
við gimsteinanámur ríkisins við Alexandersflóa:*
Ég hef sem sé með höndum vörzlu hliðsins á
girðingunni umhverfis námusvæðið. Þetta svæði
er nokkur hundruð brezkar ferhyrningsmílur að
stærð, allt girt margfaldri gaddavírsgirðingu, sem
riðandi lögregluliðar hafa stöðugt eftirlit með,
bæði dag og nótt.
Þessi strönd er óbyggð með öllu. Búskmenn
hafast þar ekki einu sinni við. Hér grær ekki
yfirleitt stingandi strá, og vatn fyrirfinnst ekki.
Beinagrindaströndin er hún kölluð og ber nafn
með rentu. Sjálfur hef ég rekizt á nokkrar beina-
grindur hér í nágrenninu, . . beinagrindur skip-
brotsmanna eða þá gimsteinaleitarmanna, sem
brutu báta sína i brimgarðinum og sultu hér síð-
an til bana.
Samt sem áður er mér alls ekki á móti skapi að
vinna hérna. Mér bauðst lögreglustjóraembætti í
Höfðaborg. en ég kaus þetta heldur. Hvers vegna?
Hvað skal segja . . . Þið haldið kannski, að ég sé
ekki með öllum mjalla, en hið sanna er, að engir
afbrotamenn eru eins skemmtilegir viðureignar
og einmitt gimsteinasmyglararnir.
Ég er nú einu sinni þeirrar skoðunar, að eigin-
lega verði það ekki kallaður glæpur, þótt maður
komist yfir gimstein. Þessir steinar liggja hér
eins og hráviði um allt, milljónum saman, og mað-
ur gerir ekki neinum mein, þótt maður laumi
nokkrum slíkum völum i vasa sinn. En þetta má
ég vitanlega ekki láta uppskátt við neinn . . .
Með öðrum orðum, — mér fellur þessi starfi
mætavel. Það er því líkast sem ég sitji við fjár-
hættuspil, þar sem gífurlegar upphæðir eru lagð-
ar undir, — en ég hef bara öll trompin og háspil-
in á hendinni — stöðu minar vegna. Komi það
fyrir, að ég tapi af slag, þá segi ég við sjálfan
mig: Jæja, Jacobus minn sæll, nú hefurðu lært
nýja spilabrellu, og eftir þetta þýðir engum að
reyna hana við þig aftur.
OG nú vikur sögu minni að honum Nico de
Bruyn. Mér féll prýðisvel við þann náunga — og
fellur vel við hann. Við erum perluvinir enn í dag.
Þegar Nico byrjaði að vinna við hrærivélina,
hafði ég með höndum næturvörzlu í skýlinu,
sem stendur við þjóðveginn til Höfðaborgar.
Nico heimsótti mig oft á kvöldin, þegar ég var
á verði. Vitanlega var það brot á reglugerðinni,
— en hamingjan góða, ef lögregluþjónn ætti að
halda öll ákvæði hennar út í æsar, þá fengi hann
ekki einu sinni tóm til að sinna eiginkonu sinni.
Nú, — og vitanlega er það líka algert brot á þeirri
hinni sömu reglugerð, að ég skuli segja ykkur upp
alla söguna.
NICO var einn af þessum hæggerðu og rólegu
náungum, fátalaður, en virtist hugsa því meira.
Þegar hinir gimsteinaleitarmennirnir sátu við
drykkju og spil í veitingabragganum, labbaði
hann út að varðskýlinu, og svo sátum við hérna
úti á veröndinni og röbbuðum saman.
Hann var víðförull maður, Nico, hafði verið I
siglingum og unnið á sauðfjárbúi í Ástralíu. Hvað
Við röbbuðum helzt um! — Stjórnmál og knatt-
spyrnu, eins og gengur og gerist í þessu lap^
Ég sagð; honum af h?nu minni Dörnum og
söguna af því, er ég viidí geráát bóndi. Og hann
sagði mér af sjóferðum sínum og starfinu á fjáf-
búinu.
Og nú, þegál’ ég rifja þetta upp„ finnst mér
eiginlega einkennilegt, að við skyldum aldrei
minnast neitt á gimsteina.
Og svo var það einp sinni, að hann hrasaði,
þegar hann gekk stigaþrep upp á veröndina.
— Ja, hver skrambinn, varð honum að orði.
Annar skósólinn hefur losnað undan, lagsmaður.
Að vísu mun ég eiga smánagla einhvers staðar í
fórum mínum, en barefli hef ég ekki. Þú átt víst
ekki hamar?
— Nei, ég hef ekki annað barefli en þessa öxi,
svaraði ég. — Ef þú beitir skallanum á henni, þá
ættirðu að geta rekið með henni nagla.
— Ágætt, sagði hann. — Ég skrepp þá eftir nögl-
unum og einhverju til að stinga inn í skóinn til
að halda við, þegar ég negli.
Að svo mæltu haltraði hann af stað og gætti
Framh. á bls. 30.