Vikan


Vikan - 05.11.1959, Síða 17

Vikan - 05.11.1959, Síða 17
í vistlegri, litilli ibúð á Freyjugötu 30 situr Jóna við borð og teiknar. Það er að segja, hún situr þar ekki allt- af og teiknar, því aö þetta er bara aukavinna, sem hún grípur í á kvöldin til þess að ná sér í „klink“. En ekki nóg með það: Hún teiknar allan daginn, — ekki við litla borð- ið í stofunni sinni, heldur á teiknistofu Ásgeirs Júlíusson- ar i Garðastræti. — Við vorum að teikna um- búðir fyrir hveiti í dag. — Svo teiknum við bókakápur, bíóauglýsingar og margt fleira. — Þetta er auðvitað óskap- legur vandi. • — Ekki þaö, sem ég geri. Ásgeir teiknar allt og leggur upp í hendurnar á okkur. — Það er tæplega hægt að segja, að maður fullvinni teikning- arnar heldur. — En þetta er samt sem áöur skemmtilegt starf? — Já, það er mjög gaman að sjá þetta verða til. — Það er víst sköpunargleðin, sem kemur til skjalanna. — Já, svo kvaö vera. — En hvar hefur þú lært þetta, Jóna? — Hjá Danskinum. Ég var i fjögur ár í Bergenholz Dekorations Fagskole í Kaup- mannahöfn. — Það er þó alltaf nokkur leiðbeining. Annars er ég Sigurjónsdóttir og fædd og upp alin hér í Reykjavíkinni. Svo er Jóna búin að hita kaffl, áöur en við er litið, og hún lætur súkkulaði það. — Óvanalegt, en smakkast engu að síður mjög vel. Einstakur kvenkostur út í hún Jóna, það þykist ég sjá, og Það er mjög rómantískt hjá henni, ljósin dauf og myndir eftir Japana og Cassadesus á veggjunum. En Jóna þarf aö ljúka teikningunum í kvöld, og hún iofar aldrei upp í ermina á sér. Þess vegna tef ég hana ekki frekar og kveð Því miður getum við ekki uppiýst, hvað þessi unga stúlka heitir, enda enda snýr hún baki í lesendur. Hún kom inn í strætisvagn, sem var á leið niður Laugaveg, og er út af fyrir sig ekki í frásögu færandi. Vagninn var fullur, það er að segja, öll sætin voru setin, og þar voru auðvitað bæði karlar og konur á öllum aldri. En enginn sá ástæðu til þess að standa upp fyrir þessari stúlku, og var hún þó býsnal falleg. Hann mundi vafalaust taka undir það, pilturinn í sætinu við hliðina ó henni, þvf að hann hafði gaman af því að virða hana fyrir sér. Þessu áþekk dæmi sjást á hverjum degi — þvf miður. En þó er annað engu betra. Stelpukrakkar um fermingu setja sig í flokk með fullvaxta konum og ganga miklu lengra, því að þeim dettur ekki í hug að standa upp fyrir gamalmennum eða konum með barn á handlegg. Margir kannast við Sigrúnu Jónsdóttur da*gurlagasöngkonu, sem fyrir nokkrum árum var tvímælalaust fremst f flokki þess háttar söngkvenna íslenzkra. Þá söng hún m. a. með K. K.-sextettinum í nokkur ár. Nýlega hittum við Sigrúnu á förnum vegi, þar sem hún leiddi við hönd son sinn ungan, — eitt fjögurra barna hennar. Hún kvaðst hafa tekið sér hlé frá söngnum um nokkurra ára skeið, en vera nú farin að syngja aftur. — Ég er í Naustinu núna og syng fjögur kvöld í viku. Það er þægilegur staður fyrir mig að vinna á, — rólegt og stuttur vinnutími. Við erum vissir um, að margir þeir, sem ánægju höfðu af söng Sigrúnar, meðan hún var „á toppum“, munu leggja leið sína í Naustið og hlusta á hana þar, þegar tækifæri gefst. i Sigrún Baldur ► Við röbbuðum nýlega við Baldur Kristjánsson um hljómplötur og hugsuð um sem svo: Hann hlýtur að hafa gott vit á því umræðuefni, því að auk þess sem hann er hljómsveitarstjóri, — stjórn- ar RfÓ-tríóinu, sem leikur í Þjóðleikhúss- kjallaranum, — starfar hann í plötudeild Fálkans. Baldur segir okkur: — Af út- lendum plötum, held ég, að Personality og Lipstick on your collar, sem Connie Francis syngur, séu vinsælastar, að minnsta kosti ef maður miðar við söluna. Einnig seljum við mikið af plötum, sem enskur píanólcikari, Russ Conway, leikur. Hann leikur gamaldags stíl. En hvað um fslenzkar hljómplötur? — Mikið selst af plötum Helenu Eyjólfsdóttur og Atlantic-kvartettsins, — nokkuð líka Óðins Valdemarssonar, — en Haukur Morthens hefur þó metið. Er rokkáhuginn að minnka? — Já, mér finnst heldur vera að draga úr honum. Það er mjög áberandi núna, að tekin séu fyrir gömul lög og færð í nýtízkulegri búning, . . . sungin með nýju sniði, — ekki beint rokk.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.