Vikan


Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 22

Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 22
KVIKMYNDIR ANTONELLA LUALDI c Á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í sumar var m. a. sýnd frönsk kvikmynd, þar sem þessi unga og undurfagra stúlka lék aðalhlutverkið. Þó hún njóti mikilla vinsælda bæði í Frakklandi og í heimalandi sínu, Ítalíu, hefur samt lítið sem ekkert af kvikmyndum hennar verið sýnt hérlendis, þótt undarlegt sé. Hún er hins vegar einhver fallegasta leik- kona, sem ítalir eiga. í síðustu kvikmynd sinni leikur hún á móti eiginmanni sínum, en hann heitir Franco Interlenghi. Ricky Nelson fæddist 8. maí 1940. Hann er sonur hljómsveitarstjórans Ozzie Nelsons, sem fyrir allmörgum árum stjórnaði einni allra vinsælpstu dans- hljómsveit Bandaríkjanna, svo að hann á ekki langt að sækja tónlistaráhugann. Þegar Ricky var tæplega ársgamall, fluttust foreldrar hans frá New Jersey til Hollywood, sem þá var að verða mið- stöð amerisks söng- og leiklistarlífs. Auðvitað er Hollywood fyrst og fremst höfuðborg kvikmyndanna, en útvarp, sjónvarp og hljómplötur fá bar þó æ meira rúm. Átta ára gamall kom Ricky fram ásamt bróður sinum, Dave, i sjón- varpsþætti foreldra sinna, og allt frá þeim tíma hefur Nelsons-fjölskyldan verið í hópi vinsælustu sjónvarpsstjarna vestra. Hinn 10. apríl 1957 varð sögulegur dag- ur fyrir Ricky Nelson. Þá hafði hann nefnilega í fyrsta sinn gítarinn sinn með- ferðis í sjónvarpsþáttinn og söng þar rokklög. Á fáeinum timum varð hann átrúnaðargoð bandarískra táninga. Þeir létu sér ekki nægja að sjá hann á sjón- varpstjaldinu, heldur fóru í flokkum til sjónvarpsstöðvarinnar og réðust þar til inngöngu. Fyrsta hljómplata Rickys, I’m walking, varð metsöluplata á stutt- um tíma, og fyrir hina næstu, Be Bop Baby, fékk hann fyrstu gullplötúna sína. Hljómplötufyrirtækin hafa það nefnilega fyrir sið, þegar plata selst f meira en milljón eintökum, að færa listamannin- um gullna plötu að gjöf til að heiðra hann. 1 Bandarikjunum eru um 3000 aðdá- endaklúbbar Ricky Nelsons og það er skiljanlegt. að hann skuli vera svo dáður meðal æskufólks vestra. Auk þess sem hann syngur að smekk fjöldans er útlit hans nákvæmlega eins og ungu stúlk- urnar vilja hafa það. Kvikmyndajöfrarn- ir hafa fyrir löngu uppgötvað hann, og hann á þegar þrjár kvikmyndir að baki. Fyrst lék hann í Þrjár ástarsögur ásamt Ethel Barrymore og Leslie Cai'óh, á eftir fylgdi Hér kemur Nelsons-fjölskyldan, og þriðja myndin hans var kúrekamynd. Ricky Nelson skilur mætave] að hann getur ekki byggt framtíð sína upp á rokksöng, og miðar því æ meir að því að fara að syngja á „eðlilegan" hátt, þeg- ar táningaskeiðið er að baki. En á meðan halda plöturnar hans áfram að renna út. Af metsöluplötum hans má nefna Poor Little Fool, Someday, Never be anyone else but you og It’s late. Ricky Nelson Some Like It Hot er mikið rædd kvikmynd og þykir mjög góð. Aðal- hlutverk myndarinnar leika Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemm- on. Þeir Tony og Jack leika þó ekki alla myndina út sin venjulegu „sjarmör“-hlutverk, heldur koma þeir S I L V A N A Boðordin tíu Kvikmyndin Boðorðin tíu er næstsiðasta verk kvikníyndastjórans Ceells B. De Mille og talin ein hin bezta í flokki þeirra stórmynda, þ'ar sem hann hefur Sött efnið í bibliuna. I myndinni er sýnd saga Móses, sem linnst í vöggu, fljótandí á Níl. Það er egypzk konungsdottir, sem finnur vögguna. Móse er alinn upp sem egypzkur prins, er þegar hann kemst að hinum hebreska uppruna sínum gen«ur liann i lið með þjóð sinni, sem Egyptar lialda i ánauð. En Egyptar verða’að þola Móse færir þjóð sinni töflurnar með boðorð- unum. Tugþúsundir statista unnu við kvikmyndina. Yul Brynner sem Ramses, — hann óttast Móse.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.