Vikan - 05.11.1959, Side 31
að hreyfillinn stanzar, um leið og hann lyftir fæt-
inum af benzíngjafanum. Nieo grettir sig.
— Þarna geturðu sjálfur séð, segir hann. —
Ætli það fari ekki svo, að ég verði að sofa af
nótina einhvers staðar úti í eyðimörkinni.
Við röbbum saman, og bað liður ekki á löngu,
áður en rannsókn minni er lokið og ég hef sann-
færzt um, að Nico hefur hvergi fólgið gimsteina
i bílskrjóðnum sínum. Ég undirrita yfirlýsingu
þess efnis í tvíriti og afhendi Nico annað eintakið.
Svo kveðjumst við. Hann sezt inn í skrjóðinn, og
hreyfillinn fer strax í gang, hóstar að vísu nokkr-
um sinnum, en annars virðist allt svo sem í lagi.
NICO ekur út úr hliðinu. Ég loka þvi á eftir
honum, en í sömu svifum tekur hreyfillinn enn að
hósta og hvæsa og stanzar loks algerlega. Nico
skreppur út úr bílnum, lyftir upp skjólhlifinni
og fer eitthvað að fást við leiðslurnar. Svo geng-
ur hann aftur að hliðinu.
— Þetta er ljóta bölvað klúðrið, segir hann. —
Þú getur víst ekki lánað mér hamar? . . .
— Því miður get ég það ekki, svara ég.
Hann nuddar hökuna og virðist hugsi.
— Ef maður gæti bara náð einhvers staðar í
dálítinn hnullung, segir hann. — En hér er ekkl
um annað að ræða en smávölur.
En svo er sem honum detti allt í einu snjall-
ræði í hug.
— Heyrðu . . . vlltu ekki lána mér steinlíms-
hnullunginn, sem ég skildi eftir hjá þér um
daginn?
— Jú, það er ekki nema sjálfsagt, kunningi,
svara ég, skrepp eftir hnullungnum og rétti Nico
hann í gegnum gaddavírsgirðinguna. •
— Þakka þér kærlega fyrir, segir hann og fer
enn að fást við bilinn. Og eftir nokkra stund fer
hreyfillinn í gang.
— Ætli þetta sé nú ekki í lagi, segir Nico. —
Heyrðu, ég held, að ég fái að hafa hnullunginn
með mér, ef ég skyldi þurfa á honum að halda
aftur . . . Að svo mæltu kastar hann hnullungnum
inn í aftursætið, sezt undir stýri. veifar mér í
kveðjuskyni og ekur af stað . . .
Um það bil fjórum mánuðum síðar er ég stadd-
ur í Jóhannesarborg mér til hvíldar og skemmt-
unar. Þegar ég geng um eitt af helztu strætunum
þar, ekur gljáandi svartur glæsibill fram á mig,
og bílstjórinn þeytir hornið allt hvað af tekur.
Og það er ekki laust við, að mér bregði heldur
ónotalega. Þegar ég lít um öxl til að tala nokkur
vel valin orð við bilstjórann, sé ég, að það er
fornkunningi minn, hann Nico, sem situr undir
stýri, dökkbrúnn í andliti af sólbruna og brosandi
út að eyrum. Hann opnar bíldyrnar og býður mér
að setjast inn. Það leynir sér ekki, að hann er
kominn á græna grein í lífinu, maðurinn sá. Bíll-
lnn hlýtur að hafa kostað of fjár.
Við tökumst 1 hendur.
— Þú ert einmitt maðurinn, sem mig hefur
mest langað til að hitta, segir hann, og það slær
bliki á augu honum.
— Ég hef mikið gaman af að sjá þig aftur,
segi ég. —■ Og það ber ekki á öðru en þér hafl
vegnað vel. Biðum við, — það eru ekki nema um
fjórir mánuðir, síðan þú fórst úr gimsteinanám-
unni?
— Ég hef það fyrir reglu að líta aldrei um
öxl, svarar hann, og við ökum af stað. — Jú, ég
á þennan bíl, og svo á ég að hálfu togara, sem
gerður er út frá Höfðaborg . . .
— Það er aldrei, verður mér að orði. —
Hvernig ...
— Löng saga það, svarar hann. — En nú skul-
um við fá okkur eitthvað til að væta með kverk-
arnar . . .
ANDARTAKI siðar erum við setztir inn í eina
af glæsilegustu veitingastofunum i borginni. Nico
biður um kampavín.
— Svona, svona, segi ég. — Þú sóar peningun-
um. Ætli okkur nægi ekki öl . . .
En Nico brosir breitt.
— Kampavin, segir hann. — Þú átt ekki annað
skilið af mér . . .
— Hvað áttu við? spyr ég. En Nico svarar ekki,
— bara brosir. Og ég veiti þvi athygli, að hann er
eitthvað að fitla við úrfestina sína. Hún er úr
gulli, — og við hana hangir steinflis . . . úr
steinlímshnullungi, gæti ég trúað. Minjagripur,
hugsa ég með mér.
OG við vorum perluvinir, þegar við kvöddumst.
Ekki gat ég kært hann, það vissi hann líka.
Og um sjálfan mig er það að segja, að ég lít
þannig á málið: Ég hef lært nýia smyglbrellu.
Upp frá þessu skal það engan gimsteinaleitar-
mann stoða, þótt hann komi gimsteinum fyrir i
steinlímshnullungi og ætlist svo til Þess af mér,
að ég rétti honum hnullunginn út í gegnum girð-
inguna . . .
Tékkneskar vélar
Vinsamlegast hafið samband við
oss sem fyrst vegna vélakaupa,
er þér hyggist gera á þessu ári.
gerðir tékkneskra véla og tækja.
HÉÐINN
Sími 24260 (10 linur)
IC. B. 100
Þessi seg'ulbands-
tæki höfum við
til sölu.
+ ÁBYRGÐ
4 Á ENDINGU
Sendum í kröfu
um land allt.
BÚÐIN
Yeltusundi 1,
Sími 19-800
VIK A N
31